Fréttablaðið - 12.09.2020, Qupperneq 39
Bílamálari og bílasmiður
Óskum eftir duglegum og hressum bílamálara og bifreiða-
smið með sveinspróf til starfa. Erum að leita eftir einstakl-
ingum með góða reynslu og geta unnið sjálfstætt.
Með góða þekkingu af bílum til að vinna hjá okkur á snyrti-
legu og velbúnu verkstæði. Um tvö störf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sveinspróf í bílamálun
• Sveinpróf í bifreiðasmíði
• Íslenskukunnátta er skilyrði
Vinnutími er frá mán-fim: 8:00-17:00 og fös: 8:00-16:00.
Fyrir frekari fyrispurnir og umsóknir ásamt ferilskrá skulu
sendar á netfangid: karenosk@gmail.com
kopavogur.is
Leikskólastjóri
í leikskólann Álfatún
Leikskólinn Álfatún er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við
útivistarsvæðin í dalnum. Í leikskólanum er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn
og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for-
ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn,
forráðamenn og leikskóladeild.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða
uppeldis- og menntunarfræða
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2020.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningavef Kópavogsbæjar.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Leitað er eftir leiðtoga með kraft og metnað til að vinna að markmiðum stofnunarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands stundar
m.a. undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og annast skipulega heimildasöfnun um náttúru
Íslands. Stofnunin hefur víðtækt vöktunar- og fræðsluhlutverk.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til fimm ára í senn. Forstjóri stýrir stofnuninni,
mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á rekstri hennar. Hjá stofnuninni starfa um 55 starfsmenn.
Helstu verkefni stofnunarinnar eru:
• Stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Íslands
• Varðveita náttúrugripi og vísindaleg heimildasöfn
• Skrá kerfisbundið einstaka þætti íslenskrar náttúru
• Vöktun lykilþátta íslenskrar náttúru
• Öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar sem varða
íslenska náttúru
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun með meistaragráðu sem nýtist í starfi
• Þekking á verksviði stofnunarinnar
• Reynsla af stjórnun- og rekstri
• Reynsla af vinnu við stefnumótun og áætlanagerð
• Leiðtogahæfileikar og hæfni til að leiða fólk til samvinnu
og árangurs
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Gott vald á íslensku og góð kunnátta í ensku
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur
sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættið. Þriggja manna valnefnd skipuð af umhverfis-
og auðlindaráðherra metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 21. september nk.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið uar@uar.is.
Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is.
Upplýsingar um embættið veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is).
Forstjóri
Náttúrufræðistofnunar Íslands
Erum við
að leita að þér?
ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0