Fréttablaðið - 12.09.2020, Síða 43

Fréttablaðið - 12.09.2020, Síða 43
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti sýslumannsins á höfuð- borgarsvæðinu. Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Auk hefðbundinna verkefna sýslumannsembætta þá annast Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu veitingu leyfa til ættleiðinga, afgreiðslu nauðungarvistana, löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, skráningu leyfa til heimagistingar og álagningu stjórnvaldssekta vegna gististarfsemi sem er rekin án tilskilinna rekstrarleyfa. Sýslumenn bera faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embætta sinna í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Embættið á höfuðborgarsvæðinu sker sig frá öðrum sýslumannsembættum landsins vegna stærðar og umfangs verkefnanna. Gera má ráð fyrir að næstu árum verði unnið að nokkuð umfangsmiklum breytingum á mörgum verkefnum sýslumanna, vinnulagi við þau og verkaskiptingu á milli embætta. Sýslumenn þurfa að eiga náið samstarf sín á milli og vinna með ráðuneytinu að þessum breytingum, ásamt ýmsum um- bótaverkefnum vegna örra tæknibreytinga hjá hinu opinbera, í samræmi við stefnu ríkisins. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 3. gr. laga nr. 50/2014, um fram- kvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Aðrar hæfniskröfur eru: • Reynsla af stjórnun með mannaforráð • Góð þekking og yfirsýn á verkefnum sýslumanna æskileg • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg • Rekstrarþekking og/eða reynsla er æskileg • Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg Dómsmálaráðherra skipar í embættið til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. janúar 2021. Um laun og starfskjör sýslumanns fer samkvæmt 39. gr. a. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum. Nánari upplýsingar veitir Berglind Bára Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri í síma 545 9000. Umsóknir skulu berast í gegnum starf(hja)dmr.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfnis- kröfur fyrir starfið. Umsækjandi skal í kynningarbréfi gera skýra grein fyrir hæfni sinni í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 50/2014 og auglýsingunni auk annarra upplýsinga sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf sýslumanns. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu laust til umsóknar Sunnulækjarskóli Vegna fæðingarorlofs vantar umsjónarkennara í 2. bekk í tímabundna ráðningu til vors. Þá vantar forfallakennara til starfa við skólann. Í skólanum eru um 730 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklings- miðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfs- kjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitar- félaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Leitað er að umsækjendum með kennsluréttindi og sér- hæfingu á grunnskólastigi, góða íslenskukunnáttu, áhuga og reynslu af teymiskennslu og góða samskiptahæfni. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is og hjá skólastjóra í síma 480-5400. Umsóknarfrestur er til 18. september 2020. Sækja þarf um stöðurnar á vef Sveitarfélagsins Árborgar, http://starf.arborg.is Skólastjóri FAST Ráðningar www.fastradningar.is Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is Erum við að leita að þér? ATVINNUAUGLÝSINGAR 13 L AU G A R DAG U R 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.