Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 60

Fréttablaðið - 12.09.2020, Side 60
Unnur hefur vakið athygli síðustu misseri með flutn-ingi sínum á franskri tónlist. Þar má telja tónleikaröð hennar á Petersen-svítunni „Frönsk kaffi- húsastemning“ þar sem hún flytur lög listamanna eins og Edith Piaf, Serge Gainsbourg og Véronique Sanson. „Ég var mjög ánægð með menntunina sem ég fékk á sínum tíma í Tónlistarskóla FÍH en mig langaði til að fara aðeins út fyrir tónlistina sjálfa í þetta skiptið. Þessi fög eru náskyld og sviðslistin er frábær viðbót við tónlistar- námið,“ segir Unnur Sara. En hvað er það við Frakkland og franska tónlist sem heillar hana svo? „Frakkland vakti fyrst áhuga minn þegar ég var unglingur og ég byrjaði að hlusta á franska tón- list. Ég elska dramatíkina í tónlist Edith Piaf og öðrum frá sama tíma- bili. Franska tónlistin er eitthvað svo laus við alla tilgerð, hún er full af elegans og fegurð. Það er líka gaman að hlusta á samsuðu ólíkra menningarheima eins og einkenn- ir tónlist listamanna á borð við Serge Gainsbourg. Mér finnst ég oft geta heyrt lag og hugsað „mikið er þetta eitthvað frönsk laglína“. Það er eitthvað alveg sérstakt ein- kenni sem ég skynja en kann ekki alveg að setja puttann á.“ Fegurð í auglýsingaskiltum „Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í fyrsta skipti til Frakklands með fjölskyldunni sautján ára gömul. Við keyrðum frá Bretlandi og ég fékk fiðring í magann þegar við vorum komin yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku. Franska tungumálið er ótrúlega fallegt og það er alger- lega þess virði að ná tökum á því. Frakkarnir eru líka góðir í að njóta lífsins, gera vel við sig í mat og drykk og hafa fallegt í kringum sig. Það er mikil fegurð í náttúrunni og byggingum hér í Suður-Frakklandi og fólkið vinalegt.“ Árið 2018 gaf hún út breiðskíf- una „Unnur Sara syngur Gains- bourg,“ sem hefur fengið frábær viðbrögð bæði á Íslandi og erlendis en vinsælasta lagið „La javanaise“ er til dæmis komið með yfir millj- ón spilanir á Spotify. Nýjasta lagið frá Unni Söru heitir „Á Laugavegi“ og er hennar útgáfa af því sem margir kannast við sem Champs- Elysées eða Waterloo Road. Lagið á sér fastan stað í hjarta Söru. „Ég syng þetta lag alltaf á frönsku með nemendum mínum í tónmennt, þau elska þetta! En ég hef verið að kenna síðustu ár hjá Tóney, fyrirtæki Guðna Franz- sonar. Fyrir ári síðan spurði einn nemandi mig af hverju ég semdi ekki íslenskan texta við lagið. Ég hafði aldrei áður íhugað að fara út í textaþýðingar en nokkrum dögum síðar fékk ég skyndilega hugmynd að texta og tveimur tímum seinna var hann alveg tilbúinn. Mig langaði ekki til að þýða upprunalega textann, heldur vildi ég nota tækifærið til að fjalla um miðbæ Reykjavíkur í allri sinni dýrð. Það var alveg kominn tími á að Laugavegurinn, okkar Champs- Elysées fengi sitt lag!“ segir Unnur og hlær. Lagið má nálgast á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Einnig má nálgast lagið á Face- book- síðu Unnar og kennsluefni sem hún hefur útbúið fyrir þá sem vilja syngja lagið í tónmennt og öðru barnastarfi. Textinn í laginu er á þessa leið: Á Laugavegi Ég arka um þann fræga stað, sem kenndur er við gamalt bað. Og hugsa um allt sem er að ske, sem gleður mig. jazzinn dunar út um allt, og mér finnst það ansi snjallt. Hér vil ég vera alla tíð, í Reykjavík. Ó Laugavegur, ó Laugavegur, kannski verður pínu kalt, en það er allt í lagi samt, því stemningin er engu lík á Lauga- vegi. Hjólabrettanördarnir og götuleik- húshóparnir setja svip á bæinn þegar sumra fer. Með ís í hönd við Ingólfstorg, líkt og ég sé í stórborg. Að fá sér bjór á Austurvell’ er toppurinn. Ó Laugavegur, ó Laugavegur, kannski verður pínu kalt, en það er allt í lagi samt því stemningin er engu lík á Lauga- vegi. Í gleðigöngu glöð ég fer, því lita- dýrðin er alger. Reykjavíkurmaraþon, ég fylgist spennt með! Skautadans í desember, jólaljós og falleg hrós. Alltaf sömu töfrarnir á Laugavegi. ::Ó Laugavegur, ó Laugavegur, kannski verður pínu kalt, en það er allt í lagi samt því stemningin er engu lík á Lauga- vegi:: Ný plata í bígerð Næst á dagskrá hjá Unni Söru er að gefa út nýja plötu á komandi mánuðum sem inniheldur franska tónlist frá sjöunda áratugnum og var tekin upp í sumar. „Á síðustu plötu var þemað tónlist Serge Gainsbourg, en í þetta skiptið tók ég aðeins aðra nálgun. Þetta er allt tónlist sem mér finnst ótrúlega gaman að syngja og kemur frá söngkonum á borð við France Gall, Françoise Hardy og Véronique Sanson. Það fyndna er að stór hluti þeirra er einmitt það sem var upphafið að þessu öllu fyrir mig. Ég féll fyrir franskri tónlist þegar ég heyrði þessi lög í fyrsta skiptið fjórtán ára gömul. Þá reyndi ég að syngja með þótt ég kynni vita- skuld ekkert í frönsku á þeim tíma. Mér finnst mikilvægt að halda í þessa tengingu við fjórtán ára sjálfið. Að vera ekkert að taka sig of alvarlega eða ætla sér eitthvað svakalegt, heldur gera hlutina bara af því manni finnst þeir skemmti- legir.“ Fyrsta lagið af þessari plötu kemur út á öllum helstu streymis- veitum 23. september. Aðdáendur Mad Men-þáttanna eiga eflaust eftir að muna eftir þessu skondna lagi en Unnur kýs að afhjúpa ekki meira um það að svo stöddu, heldur hvetur fólk til að fylgjast með fimmtudaginn 23. september. Hlakkar til að drekka í sig menninguna Unnur segist hlakka til að kynnast franskri list og menningu miklu betur í náminu og njóta þess að búa í þessari æðislegu borg. „Þetta er að sjálfsögðu frekar skrítinn tími að flytja erlendis til að fara í nám. En ég finn svo sem ekki mikið fyrir því eins og er. Frakk- arnir virðast frekar ákveðnir í því að halda sem mestri starfsemi gangandi og láta þetta ekki hafa áhrif á daglegt líf. En hér er reynd- ar mikil áhersla á grímunotkun og handsprittun.“ Mikið er þetta frönsk laglína Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn er nú stödd í franska bænum Montpellier og við það að hefja þriggja ára bakkalárnám í sviðslistum. Í lok september kemur út eftir hana nýtt lag af nýrri plötu. Unnur Sara og samstarfsmenn hennar eftir vel heppnaðan upptökudag í júní. Frá vinstri: Sindri Freyr Steinsson, Birgir Þórisson, Kjartan Kjartans- son, Þorvaldur Kári Ingveldarson og Baldur Kristjánsson. Frakkland, franska og frönsk menning hefur heillað Unni lengi, allt frá því hún var lítil stelpa að hlusta á franska tónlist. MYND/BIRTA RÁN BJÖRGVINSDÓTTIR Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Áhugasamir hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512 5429 jonivar@365.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is ljós og lampar Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ljós og lampa kemur út 25. september nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 50 5654 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.