Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 68
Konráð á ferð og ugi og félagar 420 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? Ragnar Kári Heiðarsson er sex ára Akureyringur. Í hvaða skóla ertu, Ragnar Kári? Ég er í Síðuskóla, í öðrum bekk því ég verð sjö ára eftir einn mánuð. Finnst þér gott að vera í Síðuskóla? Já, mér líður vel. Hvaða kennslustundir eru vin- sælastar hjá þér? Sprotar. Sprotar? Hvernig tímar eru það? Þá er ég að gera verkefni, vinna með spegla og alls konar dót. Stundum í Frístund má maður hjóla. Finnst þér gaman að hjóla? Já, mér finnst það skemmtilegt og líka að vera með Davíð vini mínum. Hvað gerið þið Davíð vinur þinn saman? Við gerum margt. Stundum förum við út í búð og kaupum eitt- hvað ef við eigum pening. Hvað kaupið þið þá? Nammi. Hvaða nammi finnst þér best? Mmmmmm... hríssúkkulaði. Ertu í einhverjum íþróttum eða öðrum aukatímum fyrir utan skólann? Ég æfi handbolta. Ertu góður að grípa? Já, dálítið. Hefðir þú viljað vera barn í gamla daga? Nei. Af hverju ekki? Af því að „gamla daga“ er búið. Eru einhver dýr heima hjá þér? Já, við eigum hund. Hvað heitir hann? Hann heitir Pepsí. Þarftu ekki oft að fara með hann út að láta hann pissa og kúka? Nei, mamma gerir það. Hefurðu farið í f lugvél? Já, ég hef f logið til Taílands. Það er langt. Varstu ekki lengi á leiðinni? Jú, ég var heilan dag á leiðinni. Lentir þú í einhverjum ævintýr- um í Taílandi? Já, mér fannst mest gaman að fara á ströndina og sigla á bát út í eyju. Hefur þú einhvern tíma orðið hræddur? Þegar ég var í Taílandi þá sá ég krabba, hann var stór og ógeðslegur, ég var dálítið hræddur við hann. Hvað langar þig helst að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki. Ég er ekkert búinn að hugsa um það. „Gamla daga“ er búið Að hjóla er það skemmtilegasta sem Ragnar Kári gerir. MYND/AUÐUNN NÍELSSON ÞEGAR ÉG VAR Í TAÍLANDI ÞÁ SÁ ÉG KRABBA. HANN VAR STÓR OG ÓGEÐSLEGUR. ÉG VAR  DÁLÍTIÐ HRÆDDUR VIÐ HANN. Vonandi hafa margir komist í berjamó nýlega og eiga íslensk bláber, annað hvort nýtínd eða í frysti. Hér er uppskrift að einfaldri en góðri bláberjaköku. Áhöldin sem þarf eru bara skál, sleif og form.  1 ½ dl hveiti 1 dl sykur 3 dl haframjöl 1/2 tsk. matarsódi 150 g smjör 250-300 g bláber 1 dl kókosmjöl 1 dl möndlu- eða heslihnetu- flögur Bræðið smjörið. Blandið hveiti, sykri, haframjöli og matarsóda saman í skál. Setjið brædda smjörið út í og hrærið saman með sleif. Deigið á að vera sundurlaust. Setjið 2/3 af deig- inu í smurt, eldfast form, dreifið úr því en þjappið það ekki. Þá er komið að því að breiða úr bláberjunum yfir. Blandið kók- osmjöli og heslihnetu - eða möndluflögum saman við afganginn af deiginu og dreifið því yfir bláberin. Bakið í miðjum ofni við 180 gráður í 20 til 25 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma. Ekki þarf að láta frosin ber þiðna til fulls áður en þau fara í ofninn. Bláberjakaka - holl og góð Hafið þið heyrt um maraþon- hlauparann sem hljóp í spik? Eða minkabúið sem minnkaði og minnkaði þangað til það var orðið að engu? En um rafvirkjann sem var alltaf í stuði? Svo ég tali nú ekki um rakar- ana tvo sem fóru í hár saman. Allir hafa heyrt um bakarann sem bakaði bara vandræði. Þið hljótið að hafa heyrt um trommarann sem sló í gegn! Hafið þið heyrt? 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.