Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 2
Við erum búin að
leggja gríðarlega
mikla vinnu í endurreisn
vistkerfisins.
Ragnheiður
Helga Jónsdóttir,
formaður Veiði-
félags Andakílsár
Veður
Rigning sunnan- og vestanlands
eftir hádegi, en þykknar upp
norðaustantil. Hiti 6 til 12 stig að
deginum, en hiti 0 til 6 stig í nótt.
SJÁ SÍÐU 16
opið
alla daga
kl. 12 – 20
Sólfarið skarti sínu fegursta
Haustið er að skella á og því um að gera að klára síðustu sumarverkin. Í gær var lokið við að þrífa Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, sem stendur
við Sæbrautina. Sólfarið er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu, þó að ferðamennirnir séu fáir um þessar mundir
þá fá þeir sem koma að sjá það skarta sínu fegursta. Er það nú vel pússað og má segja að það logi þegar sólin skín á það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
UMHVERFISMÁL „Það er miklu og
þungi fargi af okkur létt,“ segir
Ragnheiður Helga Jónsdóttir, for-
maður Veiðifélags Andakílsár, þar
sem vel hefur tekist til við endur-
reisn árinnar eftir gríðarlegt óhapp
vorið 2017. Tilraunaveiðar þar í
sumar gengu framúrskarandi vel.
Áætlað er að fjögur til fimm þús-
und rúmmetrar af seti hafi farið
í Andakílsá er starfsmenn Orku
náttúrunnar tæmdu inntakslón
Andakílsvirkjunar 15. maí 2017.
Fram kom á vef Landssambands
veiðifélaga að magnið jafngilti átta
til tíu þúsund tonnum af aur sem
fyllt hafi alla hylji árinnar.
„Við erum búin að leggja gríðar-
lega mikla vinnu í endurreisn vist-
kerfisins. Við höfum tekið klakfisk
og alið seiði úr þessum sérstaka
Andakílsárstofni,“ lýsir Ragnheiður.
Miklu efni hafi verið mokað úr ánni
eftir óhappið og veiðistaðir verið
lagfærðir eins og hægt sé.
Til tilraunaveiðanna voru fengnir
menn sem gjörþekkja Andakílsá.
„Þessir veiðimenn geta sagt okkur
alveg nákvæmlega hvernig áin
hefur breyst,“ útskýrir Ragnheiður.
Að sögn Ragnheiðar er nú betur
hægt að meta hvort laga megi þá
veiðistaði sem hafa spillst. „Kannski
getum við búið til einhverja aðra
staði til að vega á móti,“ segir hún.
Áin hafi komið mun betur út en
veiðimennirnir hafi búist við. „Það
eru allir ánægðir með hvernig hefur
til tekist.“
Yfir 650 laxar veiddust í Anda-
kílsá í sumar þann 61 dag sem veið-
in stóð frá frá 15. júlí til dagsins í gær
á aðeins eina stöng. „Þetta er lang-
mesta veiði á stöng á dag á landinu
að því er best ég veit,“ segir Ragn-
heiður. Og miðað við tölur á vef
Landssambands veiðifélaga kemst
engin á í hálfkvisti við Andakílsá.
Aðspurð, segir Ragnheiður,
greiðir Orka náttúrunnar útlagaðan
kostnað vegna endurreisnar Anda-
kílsár. „Hins vegar hefur feiknarleg
vinna lent á okkur í stjórn veiði-
félagsins. Við höfum ekki fengið
hana að öllu leyti borgaða en við
höfum átt í mjög góðu samstarfi við
ON. Þeir hafa staðið sig með prýði.“
Í gær voru þaulvanir menn úr
árnefnd Andakílsár sem lokuðu
veiðinni þetta sumarið. „Áin þolir
veiði næsta sumar og það verður
farið í sölu veiðileyfa, en við sjálf-
sagt þrengjum reglurnar frá því
sem áður var,“ segir Ragnheiður
sem undirstrikar að ráðleggingum
Hafrannsóknastofnunar hafi verið
og verði fylgt í einu og öllu.
gar@frettabladid.is
Metveiði í Andakílsá
í tilraunum sumarsins
Eftir hamfarir af mannavöldum í maí 2017 sem eyðilögðu farveg Andakílsár í
Borgarfirði hófst tilraun með laxveiði á stöng í ánni fyrir tveimur mánuðum.
Veiðin sem lauk í gær skilaði hátt í sjö hundruð löxum á aðeins eina dagstöng.
Árni Bragason við veiðar í veiðistaðnum 3½ í Andakílsá . FRÉTTABLAÐIÐ/SFÁ
Sæmundur Freyr Árnason með lax.
COVID-19 Tæplega sex hundruð
fjölskyldur og einstaklingar á Stór-
Reykjavíkursvæðinu hafa sótt um
matargjafir til Fjölskylduhjálpar
Íslands í vikunni. Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar, segir að að baki þessum
umsóknum séu 1.450 einstaklingar,
þar með talinn fjöldi barna. Á tíma-
bilinu frá 15. mars til 1. júlí á þessu
ári afgreiddi Fjölskylduhjálp Íslands
matargjafir til tæplega tvö þúsund
heimila sem telja 3.446 einstaklinga.
Þá fengu 888 heimili í Reykja-
nesbæ afgreiddar matargjafir frá
miðjum apríl fram til júlí á þessu
ári og sjö hundruð heimili í júlí og
ágúst. Að baki þessum heimilum
voru rúmlega 400 börn.
Vegna COVID-19 fara matarút-
hlutanir Fjölskylduhjálpar fram
með breyttu sniði. Þeir sem þurfa
á hjálpinni að halda sækja um á vef
Fjölskylduhjálpar og segir Ásgerður
að úthlutunin sjálf muni fara fram
alla vikuna og fram í þá næstu. – bdj
Hundruð sækja
um matargjafir
FLUGLEIÐIR Icelandair Cargo mun frá
og með næstu helgi hefja fraktflug á
milli Heathrow-flugvallar í London
og Boston með stoppi á Íslandi. Með
því er bætt við leiðum við flugáætlun
félagsins á fraktvélum.
Með þessari ákvörðun er fyrir-
tækið að sækja inn á nýjan, stóran
markað. Gunnar Már Sigurfinnsson,
framkvæmdastjóri Icelandair Cargo,
segir að þetta sé spennandi skref í
núverandi landslagi flugfyrirtækja.
„Það hafa talsverðar breytingar átt
sér stað í fraktflutningum. Um 60%
af fraktflutningum fóru áður með
farþegaf lugi en framboðið hefur
snarminnkað og er því skortur á
fraktplássi. Heathrow er stærsti
farþegaf lugvöllur heims en hann
er líka afar stór í fraktflutningum.
British Airways var með fjögur til
fimm flug daglega til Boston sem
báru mikla frakt. Fyrir vikið sjáum
við okkur leik á borði að fara inn á
þennan markað. Við byrjum á einu
flugi í viku en erum tilbúnir að bæta
við flugum ef vel gengur.“
Gunnar tók undir að það væri nú
verkefni f lugfélaga að finna sífellt
nýja tekjumöguleika.
„Verkefnið er að búa til eins
miklar tekjur og hægt er í þessu litla
tekjuumhverfi sem er í f lugi þessa
dagana vegna COVID-19. Við sáum
tækifæri til að sækja í stóran markað
til viðbótar við þann fraktflutning
sem við stunduðum áður.“ – kpt
Icelandair hefur
fraktflug yfir
Atlantshafið
Fyrsta fraktflugið er á dagskrá um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð