Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 4
Vinnumálastofnun
bárust fjórar tilkynningar
um hópuppsagnir í ágúst.
Ástráður Haraldsson
hefur sóst eftir stöðu í
Landsrétti oftast alla.
FÉLAGSMÁL Samkvæmt sex mánaða
uppgjöri Kópavogsbæjar er heima-
þjónusta 26 milljónum króna undir
fjárhagsáætlun og ferðaþjónusta
fatlaðra er 28,8 milljónum króna
undir áætlun. Hluti af heimaþjón-
ustunni skýrist reyndar af verkfalli
Ef lingar. Örvi, starfsþjálfun ein-
staklinga með skerta starfsgetu, og
Hæfing, vernduð vinna, hafa verið
lokuð en tekjur haldið sér og er
þetta því lækkun um 11,3 milljónir
á fyrstu sex mánuðum ársins.
Alls hafa því sparast 66 milljónir
króna hjá velferðarsviðinu af því að
þjónustan hefur ekki verið nýtt. 196
af 628 heimilum afþökkuðu heima-
þjónustu, eða um 30 prósent.
„Við viljum að heyrt verði í því
fólki sem afþakkaði þjónustuna til
að meta stöðuna upp á framtíðina,
að geta sinnt fólki þó að það sé smit-
hætta,“ segir Kristín Sævarsdóttir,
fulltrúi Samfylkingarinnar í vel-
ferðarráði. „Við heyrðum sögur af
eldra fólki og fötluðu sem brotnaði
niður andlega vegna einangrunar
á meðan á hápunkti faraldursins
stóð. Það eru ekki aðeins þrif eða
akstur sem skipta máli, heldur að
hitta annað fólk og eiga samskipti.“
Tillögunni um slíka könnun var
hafnað af meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for-
maður Öryrkjabandalagsins, segir
þetta langt frá að vera einsdæmi
í Kópavogi, heldur eigi hið sama
við um önnur sveitarfélög. Miklar
upphæðir hafi sparast af því að
þjónustan hafi ekki verið nýtt þegar
faraldurinn stóð sem hæst í vor.
Þuríður segir þetta tvíþætt.
„Sveitarfélögin gátu eða vildu ekki
senda heimaþjónustu til fólks og
ekki heldur bílana, því það voru
takmarkanir í gangi. Það dró veru-
lega úr þjónustu við fatlað fólk á
þessum tíma,“ segir hún. Þá segir
hún að margir sem eiga rétt á þjón-
ustunni hafi hafnað henni af ótta
við veiruna. Þetta hafi til dæmis
komið upp þegar Reykjavíkurborg
reyndi að efla heimaþjónustu sína.
Afleiðingarnar hafi verið þær að
ákveðinn hópur einangraðist og átti
mjög erfitt. „Fólk missti ferðafrelsi
sitt, komst ekki í endurhæfingu eða
sjúkraþjálfun því að þetta var allt
lokað,“ segir Þuríður. „Við sáum að
fólk var í miklum vanda, var dapurt,
hrætt og öryggislaust, og sumir áttu
í erfiðleikum með að verða sér úti
um nauðsynjar.“
Fólk í áhættuhópum er enn þá
varkárt og neitar sér um ýmislegt
en ástandið hefur verið mun skárra
í seinni bylgjunni. Ferðaþjónusta
fatlaðra er komin aftur af stað,
sjúkraþjálfun aftur komin í gang
og lífið í eðlilegri rútínu.
Þuríður hvetur sveitarfélögin til
að nýta þá fjármuni sem ekki nýtt-
ust í vor til að bæta þjónustu við
fatlaða, til dæmis húsnæðisstuðn-
ing. „Fátæktin í þessum hóp hefur
aukist, sérstaklega hjá einstæðum
fötluðum mæðrum.“ Kristín segir
það sama. „Þetta fjármagn á klár-
lega að haldast inni á velferðarsviði
og ég treysti því að fé verði stór-
aukið því við erum að halda inn í
erfiðan vetur og fjöldinn eykst sem
þarf á fjárhagsaðstoð að halda.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Tugmilljónir sparast vegna
ónýttrar þjónustu í Kópavogi
Kópavogsbær hefur sparað tugmilljónir króna á árinu vegna þess að velferðarþjónusta við fatlaða og
aldraða hefur ekki verið nýtt, sérstaklega í vor í fyrri COVID-bylgjunni. Formaður Öryrkjabandalagsins
segir Kópavog ekki einsdæmi og hvetur sveitarfélög landsins til að nýta féð og styrkja stöðu fatlaðra.
Það eru ekki aðeins
þrif eða akstur sem
skipta máli, heldur að hitta
annað fólk og eiga sam-
skipti.
Kristín Sævarsdóttir, fulltrúi í
velferðarráði Kópavogs
Samkvæmt skýrslunni hefur fólk ekki komist ferða sinna í faraldrinum og því ekki í endurhæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Ragnheiður Braga-
dóttir, dómari við Landsrétt, og Jón
Höskuldsson, dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjaness, verða skipuð
í tvær lausar stöður dómara við
Landsrétt.
Með nýrri skipun Ragnheiðar
hafa þrír af þeim fjórum dómurum
sem ekki voru skipaðir í samræmi
við lög, þegar dómurinn var settur
á laggirnar í janúar 2018, fengið nýja
skipun við dóminn.
Ásmundur Helgason var skipaður
á ný 17. apríl 2020 og var kollegi
hans við réttinn, Arnfríður Einars-
dóttir, skipuð í hans stað 1. júlí síð-
astliðinn. Þá losnaði hennar fyrra
embætti við réttinn og um það sótti
meðal annarra Ragnheiður Braga-
dóttir landsréttardómari sem fær
nú nýja skipun.
Jón Höskuldsson, sem fær nú
skipun við réttinn, var einn fjög-
urra umsækjenda sem ekki hlutu
dómaraembætti við fyrstu skipun
dómara við réttinn þrátt fyrir að
hafa verið í hópi fimmtán hæfustu.
Annar úr þeim hópi, Eiríkur Jóns-
son prófessor, var skipaður dómari
við Landsrétt 1. september í fyrra.
Ástráður Haraldsson, dómari
við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur
hins vegar ekki enn verið skip-
aður við Landsrétt, þátt fyrir að
hafa sótt um í öll sex skiptin sem
dómaraembætti hefur verið aug-
lýst, oftar en allir aðrir. Hann hefur
tvívegis verið metinn í hópi hæf-
ustu umsækjenda. Hann var í hópi
fimmtán efstu þegar dómurinn var
settur á laggirnar og í áliti var hann
metinn hæfastur ásamt þeim Ragn-
heiði og Jóni, sem fengu lausu stöð-
urnar tvær. – aá
Þriðji landsréttardómarinn verður dómari við Landsrétt
VINNUM ARK AÐUR Rúmlega 21
þúsund manns voru atvinnulaus
í lok ágústmánaðar samkvæmt
nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar.
17.788 einstaklingar voru í almenna
bótakerfinu og 3.483 í minnkuðu
starfshlutfalli.
Almennt atvinnuleysi í ágúst var
8,5 prósent í ágúst, sem er töluverð
aukning miðað við síðustu þrjá
mánuði á undan, og spáir Vinnu-
málastofnun ekki mikilli aukningu
í september. Langmest atvinnuleysi
var á Suðurnesjum, 16,9 prósent, og
var nærri helmingur atvinnulausra
þar áður starfandi í ferðaþjónustu.
Vinnumálastofnun bárust fjórar
tilkynningar um hópuppsagnir í
ágúst þar sem rúmlega 280 manns
var sagt upp. Frá því í mars á þessu
ári hefur um átta þúsund manns
verið sagt upp í hópuppsögnum hjá
114 fyrirtækjum, f lest þeirra eru
fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Í síðasta mánuði gaf Vinnumála-
stofnun út 190 atvinnuleyfi til
útlendinga til að starfa hér á landi,
af þeim voru 142 leyfi framlengd.
Flestir þeirra sem fengu atvinnu-
leyfi í ágúst fengu sérfræðileyfi, eða
56 manns, þá fengu 46 manns náms-
mannaleyfi og 27 leyfi voru veitt
vegna fjölskyldusameiningar. – bdj
Ástand verst á
vinnumarkaði
á Suðurnesjum
Fjölmargir á Íslandi hafa misst
vinnuna innan ferðaþjónustunnar.
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð