Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinseptember 2020næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 16.09.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 16.09.2020, Síða 6
Það er eðlilegt að hann geri grein fyrir sínum hagsmunum bæði hvað varðar Samherja en einnig hvað varðar uppbyggingu í Örfirisey sem hann talar mikið fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík Ríkið er með 1.400 rafræn gagnakerfi í notkun. Áður fyrr voru fisk- verslun og myndbandaleiga í húsinu en í dag eru gömlu búðargluggarnir tómir. REYK JAVÍK Þriðja tilraun fyrir- tækisins D18 ehf. til þess að hefja framkvæmdir við f jölbýlishús við Dunhaga 18-20 hefur fallið í grýttan jarðveg hjá nágrönnum byggingarinnar. Það má lesa út úr athugasemdum sem bárust vegna nýs byggingarleyfis á lóðinni sem auglýst var í sumar. Mál fjölbýlis- hússins hefur velkst um í borgar- kerfinu í rúm þrjú ár en á meðan hefur húsinu verið illa við haldið og hefur það í raun grotnað niður fyrir augum Vesturbæinga. Umrætt fjölbýlishús er þriggja hæða hátt og í húsinu í dag eru skipulagðar átta íbúðir. Eigandi hússins, D18 ehf., sótti í júlí 2017 um leyfi til þess að byggja fjórðu hæðina ofan á húsið auk þess að minnka og fjölga íbúðum þannig að þær yrðu alls 20 talsins ásamt verslunarrými. Að auki voru ráð- gerðar fjölmargar aðrar breytingar á húsinu, til dæmis að rífa bílskúra og byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara. Byg gingarley f i var veitt til fyrirtækisins en málið var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar féll úrskurður ári síðar, þann 20. júlí 2018, og var niðurstaðan sú að byggingarleyfið var fellt úr gildi. Í kjölfarið lagði eigandi húsnæð- isins fram umsókn um nýtt deili- skipulag sem var auglýst þann 26. febrúar til 9. apríl 2019, en þar var þess freistað að fá heimild fyrir upp- byggingunni á lóðinni. Deiluskipu- lagsbreytingin fór í gegn en aftur felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvörðunina úr gildi með úrskurði sem féll 20. mars 2020. Þriðja tilraunin var svo gerð í sumar með nýrri deiliskipulags- breytingu og var hún auglýst 17. júlí til 28. ágúst 2020. Fjölmargar athugasemdir frá nágrönnum bár- ust og eru þær f lestar á þá leið að eigendur húsnæðisins hefðu ekki haft neitt samráð við nágranna né tekið tillit til fyrri athugasemda þeirra við uppbygginguna. Í einni umsögninni er sú afstaða Reykjavíkurborgar að heimila upp- bygginguna því húsið sé farið að láta á sjá sögð fráleit. „Hið rétta er auðvitað að D18 ehf. ber að sinna eðlilegu viðhaldi fasteigna sinna, líkt og aðrir á deiliskipulagsreitnum gera og vísvitandi trassaskapur D18 ehf. á viðhaldi hússins er deili- skipulaginu óviðkomandi. Það getur trauðla staðist að fasteigna- eigendur séu verðlaunaðir fyrir sóða- og trassaskap með því að fá að byggja háhýsi í grónum hverfum,“ segir í einni athugasemdinni. Þá eru sagðir fjölmargir stjórnsýslulegir annmarkar á tillögunni og með- ferð hennar ekki sögð samræmast lögum. bjornth@frettabladid.is Íbúar segja borgina verðlauna trassaskap eiganda hússins Eigendur fjölbýlishúss í niðurníðslu í Vesturbænum í Reykjavík reyna í þriðja sinn að fá leyfi fyrir um- fangsmiklum framkvæmdum. Nágrannar mótmæla harðlega og segja fráleitt að borgin verðlauni sóða- og trassaskap. Málið hefur velkst um í borgarkerfinu í þrjú ár og hefur húsið grotnað niður á meðan. Eigendur vilja byggja aukahæð ofan á Dunhaga 18-20 og fjölga íbúðum í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI S TJÓR N S ÝS L A Dómstólar, lög- regluembætti og heilbrigðisstofn- anir standa illa er kemur að því að uppfylla lög og reglur sem lúta að skjalavörslu. Þetta kemur fram í niðurstöðum eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns sem kynnt var á ráðstefnu safnsins í gær. Eftirlitskönnunin, sem fram fór í febrúar, leiddi í ljós að þótt skjala- varsla og skjalastjórn ríkisins fari batnandi miðað við fyrri kannanir sé enn víða pottur brotinn. Alls eru 1.400 rafræn gagnakerfi í notkun hjá ríkinu, hefur Þjóðskjala- safn aðeins fengið tilkynningar um 20 prósent þessara kerfa og gögn úr aðeins þremur prósentum þeirra. Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Þjóðskjalasafni, segir að ein af leiðing þess að ríkið hugi ekki að varðveislu rafrænna gagna geti verið sú að mikilvægar upplýsingar ríkisins tapist. Þá sé upplýsinga- réttur almennings ekki virkur því gögn finnist ekki þegar á þarf að halda eða að gögn sem haft geti áhrif á réttindi eða hagsmuni séu ekki á sínum stað. Nýlegt dæmi er þegar Verðlags- stofa skiptaverðs fann ekki skjal sem vísað var til í Kastljósi árið 2012 og rataði aftur í fréttir nýverið. Hóf Þjóðskjalasafn athugun á málinu í kjölfarið. „Ég tel að staðan sé þessi þar sem ríkisvaldið hafi ekki veitt nægu fjár- magni til ríkisstofnana til að geta leyst þessi verkefni,“ segir Njörður. Dæmi séu um að stofnanir hafi ekki búnað til að halda utan um skjölin og af henda þau Þjóðskjalasafni. „Til dæmis heilbrigðisstofnanir, þær vantar fé til að sinna sínum lög- bundnu verkefnum, þá mætir þetta afgangi.“ – ab Skjalavarsla mætir afgangi hjá stjórnsýslunni NÁTTÚRUVERND Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í dag. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og er tileinkaður því starfi sem fjölmiðlamaðurinn hefur unnið á sviði náttúruverndar. Sjálf- ur fagnar Ómar áttræðisafmæli sínu á morgun en lítið verður um fagn- aðarlæti í tilefni dagsins. „Ástandið í þjóðfélaginu er þann- ig að ég ætla ekkert að gera í tilefni dagsins. Ég hef vanalega verið við- staddur af hendingu verðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytis- ins í tilefni dagsins en ekki í ár.“ Hann segist reikna með því að eyða deginum við skrif borðið á heimili sínu þar sem hann vinnur að fjölbreyttum verkefnum í tölv- unni. „Ég er með nokkur verkefni í vinnslu. Það er í mörg horn að líta og ég má engan tíma missa til þess að ná að klára þessi verkefni.“ Ómar segir margt hafa breyst varðandi náttúruvernd hérlendis undanfarinn áratug. „Íslendingar eru orðnir mun meðvitaðri um þessi ómetanlegu auðævi sem þjóðin á. Hins vegar má ekki sofna á verðinum, það er ekkert lát á hug- myndum um að nýta náttúruna í gróðaskyni. Ég líki þessu oft við að ef mannkyninu vantaði gull, silfur og kopar þá yrði það seint fyrsta verk að bræða allt úr Versölum. – bþ Myndum seint bræða Versali Ómar fagnar stórafmæli á morgun. SJÁVARÚT VEGUR Af li íslenskra fiskiskipa í síðastliðnum ágúst- mánuði var rúmlega 131 þúsund tonn, það er 16 prósentum meiri en í saman mánuði í fyrra. Um 32 pró- sent aflans voru uppsjávarafli eða rúm 89 þúsund tonn og var makríll meginuppistaða þess afla. Botnfiskaf li var tæp 39 þúsund tonn í ágúst og jókst um tíu prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári og voru rúm tuttugu þúsund tonn af lönduðum af la þorskur. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Samdráttur var í af la skel- og krabbadýra líkt og síðustu mánuði en í ágúst á þessu ári veiddust 610 tonn sem er ellefu prósenta sam- dráttur miðað við ágúst 2019. Heildaraf li á tólf mánaða tíma- bili frá september 2019 til ágúst 2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn sem eru sjö prósentum minni afli en á sama tímabili ári fyrr. – bdj Meiri veiði í ágúst en í fyrra G A R Ð A B Æ R Um hve r f i s ne f nd Garðabæjar hefur lagt til að óskað verði eftir undanþágu frá frið- lýsingarskilmálum Gálgahrauns og Garðahrauns varðandi friðun máva á svæðunum. Ástæðan er sú að nokkuð hefur verið um orð- sendingar íbúa til bæjarins vegna ágangs fuglanna og hyggst bærinn nú ganga lengra í að stemma stigu við fjölgun þeirra. Hingað til hafa aðgerðir einskorðast við að bæjar- starfsmenn stinga á mávaegg sem finnast í hreiðrum á svæðunum. Fréttablaðið greindi frá tíðum kvörtunum bæjarbúa í júlí en þær voru vegna árása máva á gangandi vegfarendur auk þess sem það fór fyrir brjóstið á íbúum að sjá máva éta ungviði annarra fugla. – bþ Vilja sleppa frá friðun máva REYKJAVÍK Mikill hiti var á fundi borgarstjórnar í gær eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, spurði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisf lokksins, hvort hann, í stöðu sinni sem formaður bæjar- ráðs Árborgar, hefði fengið stóran hlut í Morgunblaðinu að gjöf frá Samherja fyrir að tryggja á Selfossi góðan grundvöll fyrir uppbyggingu í miðbænum sem er á vegum eins eigenda útgerðarfyrirtækisins. Bæði Eyþór og Vigdís Hauksdótt- ir, oddviti Miðflokksins, brugðust hart við. Hafa orð Dóru Bjartar verið sett á dagskrá á fundi forsætis- nefndar og var hún sökuð um per- sónuárásir. „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum,“ sagði Eyþór á fundi borgarstjórnar. Hafnaði hann því alfarið að hafa komið nálægt ákvörðuninni um uppbygginguna á Selfossi þar sem hann hefði verið fluttur þaðan þegar ákvörðunin var tekin. „Það er nú þannig að það er betra að búa til samsæriskenningar sem geta staðist, svona mögulega fræðilega staðist, en ekki búa til samsæriskenningar sem geta alger- lega ekki staðist.“ Vigdís sagði Dóru stunda haturs- orðræðu. „Mér er óglatt yfir þess- um ummælum sem er sífellt verið að bera á borð af borgarfulltrúa. Manneskjan er með Samherja á heilanum.“ Dóra Björt hafnar því alfarið að stunda persónuárásir. „Það er eðli- legt að hann geri grein fyrir sínum hagsmunum bæði hvað varðar Sam- herja en einnig hvað varðar upp- byggingu í Örfirisey sem hann talar mikið fyrir,“ segir Dóra Björt. Eyþór hafi verið oddviti þegar aðalskipu- lagið í Selfossi var samþykkt. Hún mun halda áfram að spyrja um lán hans frá Samherja fyrir eignarhlut í Morgunblaðinu, það sé ekki hlut- urinn sjálfur sem skipti máli heldur lánið og hvað hangi á spýtunni. „Eyþór hefur aldrei svarað þessum spurningum svo vel sé.“ – eþá Dóra Björt mun halda áfram að spyrja Eyþór 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Mál:
Árgangir:
23
Útgávur:
7021
Útgivið:
2001-2023
Tøk inntil:
31.03.2023
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað
Stuðul:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 200. tölublað (16.09.2020)
https://timarit.is/issue/409083

Link til denne side: 6
https://timarit.is/page/7288263

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

200. tölublað (16.09.2020)

Gongd: