Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er fárán-
leg krafa að
ætlast til
þess að hver
einasti
maður sem
hingað
kemur þurfi
að sýna
fram á að
hann sé í
bráðri
lífshættu.
Það fylgir
því ábyrgð
að standa
vörð um
þessa
mögnuðu
náttúru sem
við eigum
hér á Ís-
landi.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Guðmundur
Ingi
Guðbrandsson
umhverfis- og
auðlinda-
ráðherra
Íslendingar ferðuðust um landið sitt sem aldrei fyrr í sumar og nutu einstakrar náttúru. Það er ómetan-legur auður að hafa lítt snortna náttúru, víðerni,
fossa og fjöll rétt innan seilingar alls staðar á landinu.
En þessi auðæfi eru ekki sjálfsögð og við þurfum að
gæta þeirra vel.
Árið 2018 hratt ég af stað átaki í friðlýsingum sem
unnið er í samstarfi Umhverfisstofnunar og umhverfis-
og auðlindaráðuneytisins. Með átakinu hafa nú þegar
tólf svæði verið friðlýst. Þeirra á meðal eru Goðafoss,
Búrfell og Búrfellsgjá, Jökulsá á Fjöllum, háhitasvæði
Brennisteinsfjalla, Kerlingarfjöll – og sjálfur Geysir.
Útlit er fyrir að margar fleiri friðlýsingar verði að veru-
leika á næstu misserum.
Með friðlýsingum er stuðlað að því að lífríki fái að
þróast á eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki
raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin. En friðlýst
svæði hafa líka mikið aðdráttarafl og eru í mörgum
tilfellum helstu áfangastaðir ferðamanna á Íslandi.
Þannig skapa þau tækifæri fyrir fólk um leið og þau sjá
náttúrunni fyrir vernd. Rannsóknir sýna að friðlýst
svæði skila efnahagslegum ávinningi sem að hluta til
verður eftir heima í héraði. Ég tel að mikil sóknarfæri
felist í friðlýsingum fyrir ferðaþjónustuna í landinu
þegar kórónaveirufaraldrinum slotar, ekki síst í
stofnun Hálendisþjóðgarðs, en aðdráttarafl hans sem
stærsta þjóðgarðs Evrópu yrði mikið.
Ég verð sjaldan eins stoltur og þegar ég skrifa undir
friðlýsingar, því ég veit að með því er ég að standa vörð
um náttúruna og skapa komandi kynslóðum tækifæri
til þess að njóta hennar líka. Friðlýst svæði eru mikil-
væg fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði auk þess sem
efnahagsleg tækifæri fylgja verndun náttúrunnar. Það
fylgir því ábyrgð að standa vörð um þessa mögnuðu
náttúru sem við eigum hér á Íslandi. Og ekki bara gagn-
vart okkur sem hér búum heldur líka öllum heiminum.
Þá ábyrgð þurfum við sem samfélag að axla með sóma.
Í dag er Dagur íslenskrar náttúru – stöndum vörð um
hana í dag sem og alla aðra daga.
Stöndum vörð
um náttúru Íslands
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Með 4,9
Ástráður Haraldsson fór enn og
aftur tómhentur heim frá hinni
æsispennandi keppni Ísland got
talent – special judge selection.
Þetta telst vera í sjötta sinn sem
hann reynir að hljóta náð fyrir
augum dómnefndar. Sem fyrr
segir fór hann bikarlaus heim.
Ástráður hefur átt góða spretti
í keppnum undanfarinna ára,
það sýnir sú einkunnagjöf sem
dómnefndin hefur gefið honum
í gegnum tíðina. Það hefur þó
ekki dugað honum til verðlauna
enda virðist eins og dómnefndin
leggi áherslu á mismunandi
þætti milli keppna sem er vesen.
Afmælisbarn dagsins orðaði það
einu sinni svo: „Gengur bara
betur næst.“
Eldvatnið
Eftirhermur eru hverfandi
stétt. Áður var þetta eitt besta
grín sem menn gátu komist í
og kútveltust úr hlátri þegar
hermt var eftir Sigurbirni
biskupi, Halldóri Laxness eða
Steingrími Hermannssyni. Nú
er öldin önnur og annað og
ómerkilegra grín talið fyndið.
Þessi sem hringdi inn veiði-
frétt á dögunum og sagðist
vera Bubbi Morthens er einn
örfárra sem kunna að meta
menningar arfinn. Hann var að
skemmta sér með félögunum
við veiðar – hvar annars staðar
en í Eldvatni. Það má veiða þar
en varasamt að drekka mikið
af því.
Íslenskt samfélag hefur alla burði til þess að taka á móti þeim útlendingum sem hér vilja setjast að. Við erum þrátt fyrir allt ríkt samfélag. En það er jafn ljóst að sú stefna sem unnið hefur verið eftir í móttöku flóttafólks hér á landi og byggir á því að reka dýrt félagslegt neyðarkerfi fyrir
f lóttafólk á f lestum útnárum landsins, oftar en ekki í
tekjuöflunarskyni fyrir minni sveitarfélög, er hvorki
hagkvæm né sérstaklega mannúðleg.
Við eigum að opna fleiri dyr fyrir fólki sem langar
að búa hér, starfa og ala upp börn, óháð því af hvaða
þjóðerni það er, hvernig það er á litinn eða hvaðan
það kemur úr heiminum. Hið félagslega neyðarkerfi
sem sett hefur verið upp fyrir fólk í þörf fyrir alþjóð-
lega vernd verður að vera til staðar, en það ætti ekki
að þurfa að virka eins og neyðarinnlögn á Vogi sem
verður eina færa leiðin í meðferð af því allar aðrar eru
lokaðar.
Það er fáránleg krafa að ætlast til þess að hver einasti
maður sem hingað kemur í von um betra líf þurfi að
sýna fram á að hann sé í bráðri lífshættu í heimalandi
sínu.
Sveiflur í atvinnuleysi hafa ekki breytt því að stöðug
mannekla virðist hrjá fjölmörg svið atvinnulífsins.
Reglulega hefur þurft að loka deildum á leikskólum
borgarinnar vegna manneklu. Frístundaheimili
stríða við sama vanda. Heilbrigðiskerfið hefur verið á
hliðinni um árabil vegna læknaskorts og ómannúðlegs
álags á stétt hjúkrunarfræðinga. Það hefur ekki verið
viðlit að ráða iðnaðarmann til starfa hér um árabil. Á
sama tíma hafa verið sett allt of þröng skilyrði fyrir
því að fólk sem ekki er evrópskir ríkisborgarar fái að
flytjast hingað. Trúir því einhver að franskir píparar
séu undantekningarlaust betri en egypskir eða mexík-
óskir? Býr eitthvað annað þar að baki en andúð á þeim
sem koma lengra að, trúa á annan guð eða eru öðruvísi
á litinn en við?
Verkalýðshreyfingin hefur um áratugaskeið barist
gegn því að opna íslenskan vinnumarkað fyrir áhuga-
sömum útlendingum og stjórnmálastéttin hefur
staðið sína plikt með rammgerðri löggjöf gegn fólki
sem hefur ekki önnur markmið en að vinna og auðga
íslenskt samfélag.
Nú hafa fjölmiðlar herjað á félags- og barnamála-
ráðherra í leit að túlkun hans á grundvallarreglu
Barnasáttmálans um að hagsmunir barns eigi að
ráða för í ákvörðunartöku sem varðar þau beint. Ef
velferð barna er ráðherranum þyrnir í augum, hefur
hann tækifæri til að opna dyrnar á öðru málefnasviði
ráðuneytis síns og svara kalli íslensks almennings um
manneskjulega stefnu í útlendingamálum.
Það er allt of erfitt fyr ir ein stak linga frá lönd um
utan Evrópska efnahagssvæðisins að fá at vinnu leyfi
á Íslandi. Fyrir því eru hvorki gildar né málefnalegar
ástæður. Það verður einfaldlega að endurskoða regl ur
um at vinnu leyfi og rýmka heim ild ir út lend inga til að
koma hingað til að starfa.
Það er ekki fyrsta val allra sem til okkar leita að óska
eftir neyðaraðstoð. En á meðan allar eðlilegar leiðir
inn í landið eru lokaðar er hún eina leiðin.
Velkomin öll
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN