Fréttablaðið - 16.09.2020, Side 18
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
3 TEGUNDIR AF
SÚRDEIGSBRAUÐUM
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
Ný lög, sem heimila líf-eyrissjóðum að fjárfesta í ákveðnum kaupréttum,
fela ekki í sér heimild til að fjárfesta
í söluréttum af sama tagi. Efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis vannst
ekki nægt svigrúm til þess að meta
hvort auknar fjárfestingaheimildir
sjóðanna ættu einnig að ná til sölu-
rétta en málið verður tekið til skoð-
unar.
„Það að auknar heimildir nái
einungis til kauprétta þýðir að ein-
ungis eru leyfðar afleiður sem geta
ýtt undir eignabólur. Það vantar
mótvægið – sölurétti – þannig að
hægt sé að taka stöðu með því að
eignaverð lækki,“ segir viðmælandi
Markaðarins á fjármálamarkaði.
Frumvarp um breytingar á lögum
um heimildir lífeyrissjóða var
lagt fram og samþykkt í aðdrag-
anda hlutafjárútboðs Icelandair
Group sem hefst í dag. Hverjum
seldum hlut í hlutafjárútboðinu
fylgja áskriftarréttindi sem teljast
af leiður í skilningi laganna. Þar
sem heimildir lífeyrissjóða til að
fjárfesta í afleiðum voru háðar því
skilyrði að þær drægju úr áhættu
sjóðs var talið mikilvægt að breyta
lögunum áður en útboðið færi fram.
Frumvarpinu var meðal annars
ætlað að veita lífeyrissjóðunum
möguleika á að hljóta ábata af hag-
felldri verðþróun eigna þar sem
tapsáhætta er takmörkuð.
„Með því að opna á möguleika
lífeyrissjóða til þess að eignast
afleiður sem fela aðeins í sér rétt til
að kaupa aðra eign eða áskriftar-
réttindi að henni, aukast mögu-
leikar þeirra til áhættudreifingar og
ábatasamra fjárfestingartækifæra,“
segir í frumvarpinu.
Við vinnslu málsins fékk efna-
hags- og viðskiptanefnd á sinn fund
fulltrúa frá Landssamtökum lífeyr-
issjóða sem lögðu til við nefndina að
notast yrði við hugtakið „valréttar-
samningur“ í frumvarpinu. Þannig
næði heimildin jafnt til kaup- og
söluréttar sem væri í samræmi við
markmið frumvarpsins. Þá stæðu
rök til þess að sömu reglur giltu um
skuldabréf með breytirétti enda
væru þau nátengd áskriftarrétt-
indum og rétt að taka af vafa um
heimildir lífeyrissjóða til slíkra
fjárfestinga.
Nefndinni vannst ekki nægt svig-
rúm innan þess tíma sem gafst við
vinnslu frumvarpsins til að leggja
fullnægjandi mat á framangreindar
tillögur og hafa um þær nauðsyn-
legt samráð við sérfræðinga og
hagaðila.
„Meiri hluti nefndarinnar, sem
stendur að framlagningu frum-
varpsins, telur þó ríkt tilefni til að
slík vinna fari fram. Leggur meiri
hlutinn til að nefndin hafi samráð
um þá vinnu, meðal annars við
ráðuneytið og Seðlabanka Íslands,
á komandi löggjafarþingi,“ segir í
umfjöllun um störf efnahags- og
viðskiptanefnda. – þfh
Hafa minni heimildir til
að fjárfesta í söluréttum
heldur en kaupréttum
Þar sem heimildir
lífeyrissjóða til að fjárfesta í
afleiðum voru háðar því
skilyrði að þær drægju úr
áhættu sjóðs var talið
mikilvægt að breyta lög-
unum fyrir hlutafjárútboð
Icelandair Group.
Mik il óvissa er um mögulega a ð k o m u l í f -eyrissjóðanna að hlutafjárút-boði Icelandair
Group, sem hefst í dag, miðviku-
dag, og lýkur á morgun klukkan
fjögur, en þátttaka þeirra mun ráða
úrslitum um hvort félaginu takist
að sækja sér nýtt hlutafé fyrir allt
að 23 milljarða króna.
Fjór ir stærstu lífey r issjóðir
landsins – Lífeyrissjóður versl-
unarmanna (LIVE), LSR, Gildi og
Birta – halda spilunum afar þétt
að sér og hafa enn ekki gefið upp
hvort, og þá að hversu miklu marki,
þeir muni fjárfesta í útboði f lug-
félagsins. Stjórnir sjóðanna, sem
eru samanlagt með eignir upp á
meira en þrjú þúsund milljarða
króna, hafa boðað til fundar síðar
í dag og snemma á morgun þar sem
endanleg ákvörðun verður þá tekin
um þátttöku í útboðinu.
S a m k v æ mt v ið m æ l e ndu m
Markaðarins, meðal annars úr
röðum lífeyrissjóðanna og eins í
hópi ráðgjafa Icelandair við hluta-
fjárútboðið, þykir vera mest óvissa
um afstöðu LIVE og Gildis. Stjórn
LIVE, sem telur átta manns, kemur
saman til fundar eftir hádegi í dag
en talsverð gjá er á milli fulltrúa
atvinnurekenda annars vegar og
fulltrúa VR hins vegar í stjórninni
um hvort lífeyrissjóðurinn eigi að
koma að útboðinu. Sjóðurinn er í
dag næststærsti hluthafi Icelandair
með um 11,8 prósenta hlut.
Verði tveir af stærstu lífeyris-
sjóðunum, sem ætla að draga það
fram á síðustu stundu að taka
ákvörðun um fjárfestingu, ekki
með gæti það sett verulegt strik í
reikninginn með þátttöku annarra
og minni sjóða og þá um leið hvort
útboðið klárist.
Fjölmargir forystumenn verka-
lýðshreyf ingarinnar, nú síðast
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sól-
veig Anna Jónsdóttir, formaður
Ef lingar, hafa tjáð sig um hluta-
fjárútboð Icelandair og mælt gegn
því að eftirlaunasjóðir launafólks
verði nýttir til að taka þátt í útboð-
inu. Ef ling skipar tvo fulltrúa í átta
manna stjórn Gildis, sem er fjórði
stærsti hluthafi Icelandair í dag, en
þeirra á meðal er Stefán Ólafsson,
formaður stjórnarinnar, en hann
starfar jafnframt sem ráðgjaf i
Ef lingar.
Verðbréfaf y rirtækið Arctica
Finance, sem hefur verið ráðgjafi
Birtu, Gildis og LSR í aðdraganda
hlutafjárútboðsins, skilaði af sér
ítarlegri skýrslu, sem telur á annað
hundrað blaðsíður, í lok síðustu
viku til sjóðanna um Icelandair
þar sem samkeppnisstaða þess var
greind og lagt mat á hversu fýsilegt
það væri að fjárfesta í félaginu.
Þá hafa sömu sjóðir, samkvæmt
heimildum Markaðarins, einnig
fengið Magnús Árna Skúlason, hag-
fræðing hjá ráðgjafarfyrirtækinu
Reykjavík Economics, til að gera
greiningu á efnahagslegum áhrif-
um Icelandair fyrir hagkerfið og
hvaða þýðingu það hefði ef útboðið
heppnaðist ekki og félagið myndi
hverfa af markaði. Magnús Árni
vann sambærilega skýrslu fyrir
WOW air í mars 2019, skömmu
áður en f lugfélagið fór í greiðslu-
þrot.
Biðla til einkafjárfesta
Að sögn viðmælenda Markaðar-
ins er útlit fyrir ágætis þátttöku í
útboðinu á meðal verðbréfasjóða,
hjá einkabankaþjónustum og
eignastýringum bankanna, og eins
almennum fjárfestum. Fáir einka-
fjárfestar eða fjárfestingafélög eru
hins vegar sögð ætla að skrá sig
fyrir stórum upphæðum í útboðinu
enda sé áhættan við fjárfestinguna
umtalsverð og lýsa sumir henni
sem í reynd „af leiðu á bóluefni“.
Á f járfestafundum með stjórn-
endum Icelandair hefur komið
fram að þeir áætli að við núverandi
aðstæður, þar sem nánast allt f lug
félagsins liggur niðri og tekjur eru
litlar sem engar, sé neikvætt sjóðs-
streymi vegna rekstursins um 15
til 20 milljónir Bandaríkjadala á
mánuði.
Á síðustu dögum hefur verið
biðlað til f jölmargra umsvifa-
mikilla einkafjárfesta og forsvars-
manna fjárfestingafélaga um að
skuldbinda sig fyrir myndarlegum
hlut í útboðinu og í kjölfarið sækj-
ast eftir sæti í stjórn félagsins.
Markmiðið hefur meðal annars
verið að fá hóp einkafjárfesta, sem
hver um sig myndi fjárfesta fyrir
mögulega hundruð milljóna, til
að taka að sér leiðandi hlutverk, í
samf loti með lífeyrissjóðunum, og
auka um leið líkur á góðri þátttöku
í útboðinu. Sú vinna hafði hins
vegar enn ekki borið árangur síðla
dags í gær, samkvæmt heimildum.
Icelandair freistar þess sem fyrr
segir að auka hlutaféð með því að
selja nýja hluti á genginu 1 króna
á hlut fyrir alls 20 milljarða króna.
Komi til umframeftirspurnar mun
stjórn hafa heimild til að auka
hlutafé enn frekar um allt að þrjá
milljarða. Þá hefur félagið náð
samkomulagi við Íslandsbanka og
Landsbankann um sölutryggingu
og munu bankarnir kaupa hlutafé
fyrir allt að sex milljarða króna ef
ekki næst að selja allt sem boðið er
út.
Áætlanir Icelandair gera meðal
annars ráð fyrir að f lugframboð
félagsins aukist jafnt og þétt. Árið
2024 verði framboðið komið í
sama horf og það var árið 2018. Þá
er gert ráð fyrir að tekjur félagsins
hafi hækkað upp í 1,6 milljarða
dala árið 2024 og verði þannig um
þremur prósentum hærri en þær
voru í fyrra.
EBIT, rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði og skatta, tekur hressi-
lega við sér árin 2023 og 2024 og
verður kominn í 175 milljónir dala
árið 2024. Til samanburðar var
EBIT 134 milljónir dala árið 2015
og 113 milljónir dala árið 2016.
Enn mikil óvissa með
aðkomu sjóðanna
Stóru sjóðirnir ekki tekið ákvörðun um þátttöku í útboði Icelandair. Skiptar
skoðanir meðal stjórnarmanna og mesta óvissan hjá LIVE og Gildi. Tilraunir
til að fá stóra einkafjárfesta í leiðandi hlutverk hafa ekki enn borið árangur.
Hlutafjárútboð Icelandair Group hefst í dag og stendur til klukkan fjögur á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is 15-20
milljónir dala er áætlað
neikvætt sjóðsstreymi á
mánuði vegna reksturs
Icelandair við núverandi
aðstæður.
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN