Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 32

Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 32
D-vítamín er nauð- synlegt fyrir heil- brigt taugakerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er nauðsynlegt fyrir húðina, beinin, sjónina og heyrnina svo nokkuð sé nefnt og það ver okkur fyrir alvarlegum sjúkdómum. Hver einasta fruma líkamans þarf D-vítamín og það er jafnframt eina vítamínið sem við þurfum að fá á bætiefna- formi alla ævi. Fljótlega eftir fæðingu þarf að huga að D-víta- míngjöf fyrir ungbarnið því að móðurmjólkin sem er svo nær- ingarrík inniheldur ekki nægilegt magn af þessu vítamíni. Börn með beinkröm á Íslandi D-vítamín er mikilvægt fyrir nýtingu kalks í líkamanum og þeim, sem fá ekki nóg af því, er hættara en öðrum við að fá bein- þynningu, vöðvarnir verða veikari og líkur á beinbrotum aukast. Hjá börnum kemur algjör D-víta- mínskortur fram sem beinkröm en þá bogna bein í fótleggjum og rif bein svigna. Þessi sjúkdómur er enn til staðar víða í heiminum og því miður fyrirfinnst hann enn á Íslandi þó sjaldgæfur sé. Skortur á D-vítamíni í fullorðnum getur valdið beinþynningu, beinmeyru, vöðvarýrnun og tannskemmdum. D-vítamínskortur á norðlægum slóðum Sérfræðingar við Friedman School of Nutrition Science and Policy hafa birt rannsóknir sem gerðar voru á skólabörnum í Boston og sýndu að allt að 90% þeirra voru með D-vítamínskort. Einnig kom þar fram að þeir sem eru í ofþyngd, með dökka húð og/eða lifa á norðlægum slóðum séu oftar með skort en aðrir. Í framhaldi af þessu var skoðað hvað það þyrfti mikið magn í daglegri inntöku af D-vítamíni til að hækka gildin hjá þeim börnum sem mældust með skort. Í ljós kom að stærstur hluti barnanna þurfti að taka 2.000 a.e. (alþjóðlegar einingar) af D-vítamíni í 6 mánuði til að ná ásættanlegum gildum en hámarksskammtur fyrir 9 ára og eldri er 4.000 a.e. á dag. Þetta segir okkur að ef um D-vítamínskort er að ræða, dugir ekki að taka bara ráðlagðan dagskammt, enda eru eru þeir hugsaðir til að viðhalda þeim gildum sem fyrir eru, ekki til að hækka þau. Hvar fáum við D-vítamín? Þetta vítamín er ekki eins og önnur vítamín sem getum fengið úr fjölbreyttri fæðu en aðeins um 10% af D-vítamíni kemur úr Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð! Eplaedik – lífsins elexír • Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur • Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru New Nordic Apple cider 5x10 copy.pdf 1 17/09/2018 12:05 D-vítamín frá fæðingu Það verður seint talað of mikið um nauðsyn þess að taka inn D-vítamín. Öllum er ráðlagt að gefa börnum sínum D-vítamín, nánast frá fæðingu, en skortur á því getur haft alvarlegar afleiðingar. Sumir telja að of lítil inntaka á D-vítamíni sé orðin alvarlegt og útbreitt heilbrigðisvandamál í heiminum í dag. DLúx – junior er fyrir börn eldri en þriggja ára. Gott piparmintubragð og hver úði inniheldur 400 a.e. Þriggja mánaða skammtur í glasi. DLúx – infant fyrir börn yngri en þriggja ára. Hver úði inniheldur 400 a.e. sem er sami styrkleiki og í junior-blöndinni en bragðlaus. Sykurlaust og án gerviefna matnum. Það eru ekki margar tegundir matar sem innihalda D víta- mín en helst ber að nefna lax, egg, ost, shiitake-sveppi og svo vítamínbættar matvörur. Sólin er helsta og besta uppspretta D-vítamíns en það verður til í líkama okkar vegna áhrifa UVB-geisla sólarinnar á húðina. Þetta gerist eingöngu þegar hún er mjög hátt á lofti og því erfitt fyrir fólk á norðurslóðum að tryggja sér nægilegt magn nema rétt yfir hásumarið og þá ef engin sólar- vörn er notuð. Gott ráð er að leyfa sólinni að skína á líkamann í ca. 20 mínútur án sólarvarnar en þannig er vænn skammtur af D-vítamíni tryggður. Börnin, beinin, kalk og D Við höfum öll heyrt að kalk sé nauðsynlegt fyrir tennur og bein. Það er alveg hárrétt en ef það fylgir ekki D-vítamín með, þá frásogast ekki nema 10-15% af kalkinu. Það eykst í 30-40% ef D-vítamín er til staðar og þar sem við erum að byggja upp og þétta beinin frá fæðingu er nauðsynlegt að gefa þetta vítamín strax. Það er ekki síður mikilvægt fyrir tennurnar og geta tannskemmdir einmitt verið eitt af einkennum skorts. Ráðlagðir dagskammtar Landlæknisembættið hvetur fólk til þess að taka D-vítamín sér- staklega á formi bætiefna og eru börn ekki undanskilin. Ráðlagt er að gefa börnum frá 2 vikna aldri D-vítamín daglega og er ráðlagður dagskammtur fyrir börn 400 a.e. Efri mörk ráðlagðrar neyslu eru 100 μg á dag (4.000 AE) fyrir full- orðna, 50 μg (2.000 AE) fyrir börn eldri en eins árs að tíu ára aldri og 25 μg (1.000 AE) fyrir ungbörn að eins árs aldri. Af hverju DLúx í úðaformi? Munnúði tryggir hraða og mikla upptöku því vítamínið seytlar gegnum slímhúðina í munninum og beint út í líkamann en þannig er einnig minni hætta á maga- ónotum, sérstaklega hjá börnum. DLúx hentar grænmetisætum og sykursjúkum sem og þeim sem eru á glúteinlausu fæði. Inniheldur engin gerviefni, salt, ger eða lakt- ósa. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RFYRSTU ÁRIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.