Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 33
Átök meðal hluthafa Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa mikil átök gjarnan geisað innan hluthafahóps og stjórnar Vinnslu- stöðvarinnar. Árið 2002 var hópur hluthafa tengdur S-hópnum svo- kallaða keyptur út úr fyrirtækinu. Á næstu árum eftir það hófst áralöng deila milli Vinnslustöðvarinnar og Stillu útgerðar, sem var stór hluthafi í fyrirtækinu, en Stilla útgerð var félag í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristj ánssona. Í sept- ember 2018 lauk þeim deilum svo þegar FISK Seafood á Sauðárkróki hafði keypt þriðjungshlut í Vinnslu- stöðinni, en seljandinn var Brim. „Það hefur oft verið mikill slagur um eignarhaldið á Vinnslustöðinni. Guðmundur Kristjánsson hafði náttúrulega þá hugmynd að eignast Vinnslustöðina að fullu og beitti til þess ýmsum brögðum. Höfðaði fjórtán mál og rannsóknarbeiðnir á hendur félaginu, stjórnendum þess og hótaði hluthöfum einnig mál- sóknum og fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja líka. Hann tapaði öllum nema einu, sem hann vann í fyrri hálfleik. En nú eru tvö ár síðan okkur bárust þær gleðifréttir suður yfir heiðar að Skagfirðingarnir í FISK hefðu keypt Guðmund Krist- jánsson út.“ Binni segir að samstaðan í hlut- hafahópnum sé góð í dag: „Saga fyr- irtækisins er lituð af miklum átök- um meðal hluthafa. Fræg er sagan af því þegar Vinnslustöðinni áskotn- aðist mikið magn af niðursoðnum ávöxtum á sjötta áratugnum. Það lenti á borði stjórnar hvernig ætti að deila því góssi út meðal hluthafa. Hér hefur því ýmislegt gengið á síð- astliðna áratugi. Vinnslustöðin er þekkt fyrir átök meðal eigenda hér í Vestmannaeyjum og víðar, hlut- hafafundir hafa sjaldan verið ein- hverjar hallelújasamkomur.“ Breyttar makrílgöngur Markílvertíðin er nú senn á enda. Úthlutað af lamark makríls var 138 þúsund tonn á yfirstandandi kvótaári. Þar sem ekki tókst að veiða allan makrílkvóta síðasta fiskveiði- árs færðust þær aflaheimildir yfir á yfirstandandi ár. Að meðtöldum yfirfærslum og uppboðspottum sjávarútvegsráðuneytisins til handa smærri skipum er heildarmagn sem leyfilegt er að veiða á yfirstandandi fiskveiðiári um 167 þúsund tonn. Sem stendur hefur um 150 þúsund tonnum verið landað og því líklegast að takast muni að veiða kvóta þessa árs að fullu. Hins vegar hefur makríllinn haldið sig á öðrum slóðum en vana- lega. Þegar tegundin gerði fyrst vart við sig fyrir tíu árum voru veiðar stundaðar af kappi suður af landinu vel fram í júlí og torfurnar loks eltar vestur og austur með landinu eftir því sem leið á vertíðina. Í ágústlok og september þurfti svo gjarnan að sækja fiskinn í Síldarsmuguna aust- ur af landinu. Í ár var veiðin suður af landinu hins vegar döpur og allur flotinn var mættur í Síldarsmuguna í lok júlí og þar hefur nánast allur afli veiðst á vertíðinni í ár. „Það hefur verið erfið vertíð vegna þess að við höfum þurft að sækja fiskinn langt. Fiskurinn er að fitna, laus í sér og viðkvæmur í vinnslu og ekki sérlega góður matfiskur í því ástandi. Því miður er makríll- inn í sumar ekki af sömu gæðum og undanfarin ár. Það er erfitt að tryggja gæði aflans þegar náttúru- legt ástand hans er ekki gott og svo bætist við að það þarf að sigla með hann svona langt til hafnar,“ segir Binni. „Göngumynstur makrílsins hefur óneitanlega breyst mikið. Þetta hefur áhrif á okkur. Það er dýrara að sækja fiskinn svona langt. Þegar makríllinn kemur inn í lögsöguna hér er hann mjög magur. Svo fitnar hann hratt í júlí og ágúst. Það er ekki fyrr en undir lok ágúst og í septem- ber þegar fiskurinn fer að grennast aftur og fitan rennur inn í holdið sem hægt er að selja fiskinn á hæsta verði. Með þessum löngu siglingum með aflann til hafnar verður afleið- ingin sú að minni hluti makr ílsins er seldur á hæsta verðinu og til mann- eldis en áður. Þetta er því snúin staða í augnablikinu. Við höfum verið að veiða mest af þessum fiski rétt við landhelgislínu Færeyja í suðri og Norðmanna í austri. Þaðan er tveggja sólarhringa sigling til Vest- mannaeyja. Þetta er áhyggjuefni.“ En þegar einar dyr lokast þá opn- ast aðrar. „Það eru þó jákvæð áhrif fyrir Vestmannaeyjabæ að einu leyti. Bærinn er fullur af pysjum þannig að það er greinilega nóg af æti í sjónum. Það var lítið af makríl í fyrra við Eyjar og ennþá minna í ár og við sjáum að pysjurnar koma aftur í bæinn og eru núna feitari og pattaralegri en í langan tíma. Því gæti sú kenning verið rétt að mak- ríllinn komi hér eins og engispret- tufaraldur og tæmi sjóinn af æti. Einhverjir hafa sagt að kannski sjáum við árgang af humri verða til hér suður af landinu þar sem makr- íllinn stoppaði svo stutt við þetta árið. Auðvitað verða vísindamenn- irnir að svara því hvort eitthvað sé til í þessum hugleiðingum, en marg- ir hafa sagt að makríllinn éti lirfur humarsins á hrygningartímanum.“ Þörf á loðnurannsóknum Loðnubrestur varð annað árið í röð fyrr á þessu ári. „Það er erfitt að spá í loðnuna þar sem það hafa ekki verið gerðar neinar grunnrannsóknir á stofninum síðan 1927, þegar Bjarni Sæmundsson var uppi. Mér finnst skrítið að loðnurannsóknum hafi ekki verið sinnt sem skyldi á síðast- liðnum áratugum. Ég veit ekki hver skýringin er. En við vitum til dæmis lítið um breytingar á hrygningu hennar við Ísland, það eru engar haldbærar kenningar heldur bara getgátur og sögusagnir. Ef þessum rannsóknum yrði sinnt betur þá myndum við kannski hafa meiri skilning á þessum göngum loðnu og loðnubresti sem hefur verið síðast- liðin tvö ár. En sem betur fer sjáum við breytingu í rétta átt núna í kjöl- far aukinnar samvinnu útgerða, Hafró og stjórnvalda,“ segir Binni. „Það verður spennandi að sjá loðnumælinguna núna í haust. En miðað við mælinguna á síðasta ári ætti kvótinn fyrir komandi vertíð að geta verið allt að 400 til 500 þúsund tonn. Það skiptir miklu máli fyrir þjóðarbúið en líka fyrir markaðina erlendis sem eru algjörlega tómir. Sæmileg loðnuvertíð er 20 til 30 milljarðar fyrir þjóðarbúið, þetta er sambærileg að umfangi og makr íl- vertíðin.“ Mikil kreppa að skella á COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á sjávarútveginn líkt og f lestar aðrar atvinnugreinar. Útflutningur á frystum fiski hefur aukist mikið á kostnað fersk- vöru. Eftirspurn veitingahúsa hefur minnkað þar sem þeim var víða lokað. „Það verða breytingar á neyslumynstri, en áfram verða jafnmargir munnar að metta í heiminum. Það sem er hins vegar áhyggjuefni er að hagkerfi heimsins er að dragast saman. Meiriháttar kreppa er að skella á um allan heim, það er ekki bara á Íslandi. Við höfum verið að selja töluvert af svokölluðu masago til sushistaða í Bandaríkj- unum, sem er afurð unnin úr loðnu- hrognum. Það hefur hreinlega ekki verið spurt um það á síðustu mán- uðum, enda var nánast öllum sushi- stöðum á vestur- og austurströnd Bandaríkjanna lokað. Þetta er aðeins farið að hjarna við núna enda virðist vera sem við þurfum að læra að lifa með þessari veiru, því erfitt virðist að útrýma henni endanlega. Auðvitað endar með því að aðferðir verða fundnar til að takast á við þessa farsótt, sama hvort það verður með bóluefni eða öðrum aðferðum. Manni virðist sem fólk sé ekki að veikjast jafn illa núna og síðasta vor, svo að vonandi er þetta í rénun. Það er sennilega vegna þess að heilbrigðiskerfin eru að læra að bregðast við þessu og takast á við þetta. Ég get ekki sagt hvort veiran sé að veikjast eða ekki, en þetta er vonandi að síast í gegn. Hins vegar óttast ég að veitingahús verði síður vinsæl til skemmri tíma, þess vegna gætum við þurft að breyta okkar vöruframboði. Við sjáum það hjá sölufyrirtæki okkar í Japan að „take away“ er orðið miklu stærra en það var og eftirspurn viðskiptavina breytist samkvæmt því,“ segir Binni að endingu. 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 ✿ Fjárfestingar VSV í varanlegum rekstrarfjármunum milljónir evra 200 9 201 0 201 1 201 2 201 3 201 4 201 5 201 6 201 7 201 8 201 9 Kosningar til Alþingis og stjórnarskipti 200 9 201 0 201 1 201 2 201 3 201 4 201 5 201 6 201 7 201 8 201 9 ✿ EBITDA VSV 2009-2019 milljónir evra 25 20 15 10 5 Furðar sig á niðurstöðum Kastljóss Mikið hefur verið fjallað um vinnuskjal Verðlagsstofu skipta­ verðs vegna útflutnings á karfa á undanförnum vikum, en skjalið var grundvöllur umfjöllunar Ríkisútvarpsins árið 2012. Þrátt fyrir að Samherji hafi verið aðalumfjöllunarefni fjölmiðla í tengslum við það var út­ flutningur Vinnslustöðvarinnar á karfa einnig nefndur í téðu skjali í tengslum við undirverðlagningu á erlendum mörkuðum, en einn Kastljóssþáttur fjallaði um Vinnslustöðina: „Eftir umfjöllun Kastljóssins voru bæði stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar kærð til sérstaks saksóknara vegna gruns um ýmis brot, meðal annars undanskot á gjaldeyri með því að undirverðleggja fisk erlendis. Það hefði leitt til þess að sjómenn fengju lægri tekjur og ríkissjóður minni tekjur. Af þessu var svo ályktað að arður af auðlindinni væri fluttur úr landi í stórum stíl vegna þess að íslensk útgerðar­ fyrirtæki ættu í viðskiptum við eigin dótturfélög erlendis. Málinu var vísað frá hjá saksóknara þar sem ekkert sakarefni fannst. Svo kemur þetta merkilega skjal frá Verðlagsstofu skipta­ verðs í leitirnar fyrir skömmu. Þar kemur fram að söluverð Vinnslu­ stöðvarinnar var miklu hærra en meðalverðið á innlendum mörk­ uðum hérlendis og hærra en verð á uppboðsmörkuðum erlendis. Skjal Verðlagsstofu er mein­ gallað og óhæft til samanburðar og ályktana eins og gert var í Kastljóssþáttunum. En með þeim fyrirvara þá kemur þar fram í skjalinu að á árinu 2008 var meðalverð á uppboðsmörkuðum í Þýskalandi tæplega 226 krónur, en okkar söluverð liggur á bilinu 230 til 290 krónur, mismunandi eftir bátum. Þetta er Kastljósið með fyrir framan sig og sakar okkur svo um undirverðlagningu. Ég er ekki hissa á að Helgi Seljan hafi ekki geymt skjalið í gagna­ geymslu RÚV, ef hún er þá til, og ekki viljað að það kæmi fram í dagsljósið. Það sýnir nefnilega að allt sem hann sagði um Vinnslu­ stöðina í Kastljóssþættinum voru ósannindi. Eina sem við biðjum um er leiðrétting og afsökunar­ beiðni en auðvitað dettur RÚV ekki í hug að éta vitleysuna ofan í sig og biðjast velvirðingar á ósannindum sínum í okkar garð. Þeir standa enn við umfjöllun sína í Kastljóssþættinum fræga.“ hann svona langt til hafnar,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. MYND/ÓSKAR PÉTUR Fræg er sagan af því þegar Vinnslustöð- inni áskotnaðist mikið magn af niðursoðnum ávöxtum á sjötta áratugn- um. Það lenti á borði stjórn- ar hvernig ætti að deila því góssi út meðal hluthafa. Það var lítið af makríl í fyrra við Eyjar og ennþá minna í ár og við sjáum að pysjurnar koma aftur í bæinn og eru núna feitari og pattaralegri en í langan tíma. Því gæti sú kenning verið rétt að makríll inn komi hér eins og engisprettufaraldur og tæmi sjóinn af æti. MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.