Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 36
Það er mikill
misskilningur að
rafmagn sé ódýrt á Íslandi.
Það er hægt að fá hagstæða
umhverfisvæna orku á
mörgum stöðum í heim-
inum.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Við Íslendingar eigum eftir að hlæja að því þegar fram líða stundir og r if jað verðu r upp hve mikið af lofti og vatni
– sum sé grænmeti og ávöxtum – var
f lutt frá Afríku til Íslands. Hér er
nóg af hreinu vatni og umhverfis-
vænni orku sem er hráefnið sem
við þurfum. Þetta segir Andri
Björn Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins Háræktar sem
stundar svokallaðan lóðréttan
landbúnað og framleiðir afurðir
undir vörumerkinu Vaxa.
Hann varpar fram spurningunni:
„Hvers vegna erum við að f lytja
tómata inn frá Hollandi? Hvers
vegna f lytjum við ekki tómata út
til Hollands?“
Andri Björn segir að ræktunin,
sem Novator fjárfesti nýverið í, sé
ein af fimm stærstu sinnar tegundar
í heiminum. Tæknin sé það ný af
nálinni að f lest slík gróðurhús séu
rannsóknarsetur en ekki gerð til
þess að framleiða og selja matvæli í
stórum stíl. Að hans mati var tækn-
in nógu langt komin til þess að hefja
starfsemi hérlendis og þróa áfram.
„Við ræktum fyrsta f lokks græn-
meti innandyra og án allra varnar-
efna. Stóri munurinn á okkur og
hefðbundinni ræktun, hvort sem
um er að ræða gróðurhús eða úti á
akri, er að allt sem við kemur ferlinu
er undir okkar stjórn. Við nýtum
ekki sólarljós og rýmið er fullkom-
lega hitastýrt. Þess vegna getum við
stýrt framboðinu og boðið upp á
afburðagæði og hillu-líf allan ársins
hring,“ segir hann.
Andri Björn segir að hefðbundinn
landbúnaður hafi alla tíð stýrst af
ytri þáttum. „Ef það er vont veður á
Suður-Ítalíu dregur það til dæmis úr
framboði á rúkola og verðið hækk-
ar. Ég lít á lóðréttan landbúnað eins
og þegar bílaframleiðendur skiptu
úr bensínbílum í raf bíla. Þetta er
stórt skref fram á við.
Lóðréttur landbúnaður sleit
barnsskónum í Asíu fyrir 30 árum
en þróunin fór ekki á f lug fyrr en
fyrir tíu árum síðan þegar Banda-
ríkjamenn urðu áhugasamir og
vísisjóðir lögðu verulegt fjármagn
í þróunina. Segja má að Evrópa hafi
ekki áttað sig á tækifærinu sem
felst í lóðréttum landbúnaði fyrr
en COVID-19 reið yfir því þá fóru
fyrirtæki að huga að því hvernig
bregðast mætti við því ef landa-
mæri lokast og aðföng berast ekki
á milli landa,“ segir hann.
Hver er munurinn á ræktun Vaxa
og hefðbundnu gróðurhúsi?
„Kosturinn við okkar ræktun
umfram gróðurhús er að gæði fram-
leiðslunnar og tíminn sem rækt-
unin tekur sveiflast ekki. Í gróður-
húsum sveif last þessir þættir. Á
sumrin gæti ræktun tekið 40 daga
en 55 daga yfir veturinn.
Við notum til dæmis ekki sólar-
ljós. Í hefðbundnum gróðurhúsum
er sólin nýtt samhliða hefðbundn-
um gróðurljósum sem oft og tíðum
eru ekki eins orkusparandi og
LED-perurnar sem við notum. Yfir
vetrarmánuðina þarf að hafa mikið
kveikt á gróðurljósunum.
Að sama skapi nota hefðbundin
gróðurhús heitt vatn sem við
gerum ekki. Þau stýra hvorki hita
né rakastigi af nákvæmni heldur
eru gluggar einfaldlega opnaðir
eða lokað eftir þörfum. Skordýr
geta komist í gegnum opna glugga
þótt það sé ekki mikið vandamál á
Íslandi.
Framleiðendur fræja hafa varið
miklum tíma í að þróa plöntur
sem eru ekki viðkvæmar fyrir
sjúkdómum eða skordýrum. Með
lóðréttri ræktun er það vandamál
ekki til staðar og því geta framleið-
endur fræja varið kröftum sínum í
að leggja áherslu á bragð eða aðra
eiginleika.“
Hvað bjóðið þið upp á margar
tegundir af grænmeti?
„Við höfum ræktað yfir 100 teg-
undir frá upphafi. Nú erum við með
yfir 20 tegundir í framleiðslu: salöt,
rúkola, kryddjurtir og sprettur.“
Hvernig hefur gengið? Hvenær hóf
Vaxa starfsemi?
„Við byrjuðum að rækta í lok
árs 2018 og fyrsta uppskeran var í
byrjun árs 2019. Fyrst um sinn var
af kastagetan lítil, svo unnum við
okkur upp í helmings af köst og
þessa dagana erum við komast í full
afköst en við erum alltaf að stilla af
ræktunina.
Áður en COVID-19 skall á seldum
við hlutfallslega mikið til veit-
ingageirans samanborið við mat-
vöruverslanir. Við brugðumst við
breyttu neyslumynstri með því að
selja í meira mæli í matvöruversl-
anir og bjóða upp á nýjar tegundir.
Það var skemmtilegt að verða vitni
að því hve sveigjanlegur reksturinn
er. Tekin var ákvörðun um að gróð-
ursetja nýjar tegundir og þremur
vikum seinna voru þær fáanlegar í
verslunum.
Þessi sveigjanleiki gerir það að
verkum að við getum boðið upp á
ólíkar vörur eftir því hvernig fram-
boðið er á markaðnum hverju sinni.
Það hefur gengið á ýmsu. Þegar
verið er að koma á fót nýsköpunar-
fyrirtæki fer allt úrskeiðis sem getur
farið úrskeiðis, og yfirleitt allt á
sama tíma. Um er að ræða nýja
tækni og ég gat því ekki skoðað
sambærileg gróðurhús áður en við
reistum okkar.
Auk þess er ég viðskiptafræðing-
ur en ekki garðyrkjufræðingur og
hef í gegnum tíðina drepið ógrynni
af pottaplöntum. Til þess að koma
mér af stað þurfti að læra margt, en í
dag starfa tveir sérfræðingar í rækt-
un hjá fyrirtækinu. Auk þess fáum
við reglulega til okkar háskólanema
í starfsþjálfun frá virtum landbún-
aðarháskóla í Hollandi.
Í ljósi þess að f lest lóðréttu
gróðurhúsin í heiminum eru rann-
sóknarstofur en ekki gróðurhús í
fjöldaframleiðslu kom stundum
á daginn að það sem gekk upp
fræðilega gekk ekki vel í fjölda-
framleiðslu. Það hefur því þurft að
bregðast við ýmsum áskorunum í
ferlinu. En það er hluti af því að taka
þátt í nýsköpun.“
Þegar reksturinn er kominn í fulla
af kastagetu, hvað gerist þá?
„Verkefnið verður að halda áfram
að besta ræktunina. Við horfum á
reksturinn hér sem rannsóknar-
stofu. Þetta snýst mikið um ferla.
Ef við byggjum fleiri gróðurhús er
hugmyndin að hér verði þróunar-
vinnan. Ísland er nefnilega góður
markaður í það. Íslendingar eru nýj-
ungagjarnir og boðleiðir eru stuttar.
Við Íslendingar ölumst ekki upp í
grennd við akur. Hér er takmarkað
framboð af árstíðabundnu græn-
meti eða ávöxtum, eins og víða
í heiminum þar sem veðurfar er
blíðara. Það gerir það að verkum að
við gerum ekki jafn miklar kröfur
um gæði heldur kaupum það sem er
í boði hverju sinni. Verkefnið fram
undan er að fá neytendur til að gera
kröfur um fjölbreytilegt græn-
meti sem stenst gæðakröfur. Það er
skemmtilegt viðfangs en mun taka
tíma.“
Er hægt að f lytja út grænmeti með
arðbærum hætti?
„Það kæmi mér ekki á óvart. Við
höfum metnaðarfullar hugmyndir
um framtíðina. Tækninni mun
f leygja fram og við það lækkar
framleiðslukostnaður.“
Þurfið þið mikið rafmagn? Er það
stór kostnaðarliður?
„Hlutfallslega þurfum við ekki
mikið rafmagn enda framleiðum
við mikinn mat á hvern fermetra og
það eru engar sveiflur í orkunotkun
yfir árið eins og í hefðbundinni
ræktun. Ekki er um að ræða stóran
kostnaðarlið, er undir 20 prósent-
um af okkar kostnaði.
Það er mikill misskilningur að
rafmagn sé ódýrt á Íslandi. Það er
hægt að fá hagstæða umhverfis-
væna orku á mörgum stöðum í
heiminum.
Rekstrarskilyrði eru almennt
erfið á Íslandi. Hérlendis er launa-
kostnaður, sem er okkar stærsti
útgjaldaliður, hár. Húsakostur er
sömuleiðis dýr. Við gætum fengið
mun ódýrara húsnæði annars stað-
ar á Norðurlöndunum. Aðstæður á
Norðurlöndum eru því að mörgu
leyti hagstæðari til að reka hátækni-
gróðurhús. Það þarf að leita leiða til
að bæta rekstrarumhverfið.“
Hvenær reiknarðu með að rekst-
urinn verði kominn út á sléttu?
„Við erum nálægt því nú þegar.
Um þessar mundir er lögð áhersla
á rannsóknir og þróun sem dregur
úr arðsemi til skemmri tíma en
einingin hefur alla burði til að verða
töluvert arðbær.“
Eitt stærsta tæknigróðurhús í heimi
Hárækt rekur eitt af fimm stærstu lóðréttu gróðurhúsum í heimi sem er í fjöldaframleiðslu. Novator fjárfesti nýverið í fyrirtækinu.
Tæknin fór á flug fyrir tíu árum. Verkefnið er að fá neytendur til að gera kröfur um fjölbreytilegt grænmeti sem stenst gæðakröfur.
„Stóri munurinn á okkur og hefðbundinni ræktun, hvort sem um er að ræða gróðurhús eða úti á akri, er að allt sem við kemur ferlinu er undir okkar
stjórn,“ segir Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Háræktar sem selur grænmeti undir merkjum Vaxa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Munum þurfa tvær til tíu plánetur til að fæða alla
Andri Björn segir að á næstu 30
árum sé útlit fyrir að jarðarbúum
muni fjölga um rúmlega tvo
milljarða manna, í tíu milljarða.
„Það ferð aðeins eftir hvað er
miðað við, en ef við höldum
áfram á sömu braut þurfum við
tvær til tíu plánetur til að fæða
alla íbúa jarðar. Við þurfum að
breyta framleiðsluaðferðum og
nýta nýja tækni til að geta ráðið
við viðfangsefnið.
Í lóðréttum landbúnaði er
ræktað í hillum. Þess vegna
getum við ræktað á mun fleiri
fermetrum en gólfflöturinn
segir til um. Við getum því búið
til margfalt fleiri kíló af mat á
minna landsvæði og þurfum
ekki að höggva skóg til að hægt
sé að nýta landið til ræktunar.
Talað er um að nú þegar sé verið
að nýta um 70-80 prósent af
ræktanlegu landi. Stór hluti af
því er sunnan Sahara í Afríku og
þar sem ræktun er erfið og því er
ræktunin einkum kornafurðir,“
segir hann.
Keyptu út Mata-
fjölskylduna
Fjölskyldan sem á Mata, heild-
verslun með grænmeti og
ávexti, fjárfesti í Hárækt þegar
fyrirtækið var að stíga sín fyrstu
skref. Á árinu seldi hún helmings
hlut sinn til bræðranna og
fjárfestanna Henriks og Sveins
Biering og Andra Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra hjá
Fossum mörkuðum.
Á árinu fjárfesti Novator, fjár-
festingafélag Björgólfs Thors
Björgólfssonar, sömuleiðis í Há-
rækt. Andri Björn segir að Nova-
tor eigi minnihluta í félaginu
en hluturinn sé engu að síður
umtalsverður. Novator tilnefni
einn mann í stjórn en tveir komi
úr röðum annarra hluthafa.
„Fjárfestar hafa sýnt okkur
áhuga frá upphafi. Að fá öfluga
fjárfesta til liðs við okkur er
mikil viðurkenning fyrir okkur
og þennan atvinnuveg. Það er
gaman að vera eitt af leiðandi
fyrirtækjum á þessu sviði,“ segir
Andri Björn.
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN