Fréttablaðið - 16.09.2020, Síða 42
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Hátt kólesteról, hár blóðþrýst-ingur og kvíði eru algengir kvillar sem oft eru með-
höndlaðir með lyfjum. En stundum
þolir fólk ekki lyfin eða vill ekki
nota þau af einhverjum ástæðum.
Dr. Donald Levy, yfirlæknir við
sjúkrahúsið Brigham and Women’s
hospital í Boston og aðstoðarpró-
fessor í læknisfræði við læknadeild
Harvard-háskóla, segir að í þessum
tilvikum geti fæðubótarefni verið
valkostur.
Rannsóknir hafa sýnt að sumar
jurtir, vítamín, steinefni og önnur
efni, ein og sér eða notuð með
hefðbundinni meðferð, geta verið
áhrifarík við meðhöndlun þessara
kvilla og eru að mestu leyti örugg
í notkun. Auðvitað skal þó aldrei
sleppa lyfjum án þess að ráðfæra sig
við lækni.
Hátt kólesteról
Statínlyf eru oft notuð við háu kól-
esteróli. En samkvæmt greininni
frá Harvard eru aðrir kostir í boði
fyrir fólk sem getur ekki tekið lyfin.
Fyrir sjúklinga sem þola ekki
statínlyf og eru með D-vítamín-
skort gæti D3-vítamín viðbót
hjálpað, samkvæmt dr. Levy. Hann
segir áhugavert að sumir sem þoldu
statín ekki áður þola það eftir að
hafa tekið inn D3-vítamín.
Plöntusterólar eru unnir úr
frumuhimnum plantna og hægt er
að taka þá í pilluformi. Þeir finnast
einnig náttúrulega í matvælum
eins og hnetum, baunum, ávöxtum
og grænmeti. Rannsóknir sýna að
plöntusterólar geta lækkað „slæmt“
LDL-kólesteról um allt að 14% hjá
fólki sem tekur 2.000 til 3.000 milli-
grömm á dag, samkvæmt dr. Levy.
Nýleg rannsókn sem meðal annars
var unnin af vísindamönnum
íslenskrar erfðagreiningar, sýnir
aftur á móti að það getur verið
varhugavert að neyta viðbættra
plöntusteróla í miklu magni.
Rauð hrísgrjón eru hrísgrjón
sem hafa verið gerjuð með rauðu
geri. Þau hafa lengi verið notuð í
kínverskri læknisfræði og nútíma-
rannsóknir sýna að fólk sem tekur
2.400 til 3.600 mg á dag í hálft
ár getur lækkað LDL-kólesteról-
magnið í blóðinu um 20% til 25%
samkvæmt dr. Levy. Rannsókn frá
2008 sem birt var í tímariti banda-
rískra hjartalækna leiddi í ljós að
rauð hrísgrjón minnkuðu líkur
á dauðsföllum og endurteknum
hjartaáföllum hjá hátt í 5.000
manns sem tóku bætiefni gerð úr
hrísgrjónunum eftir að hafa fengið
hjartaáfall. Dr. Levy ráðleggur
fólki þó að vanda vel valið á bæti-
efnum úr rauðum hrísgrjónun þar
sem sum þeirra geta innihaldið
skaðleg efni.
Hár blóðþrýstingur
Dr. Levy segir að sýnt hafi verið
fram á að nokkur fæðubótarefni
geti dregið úr háum blóðþrýstingi.
Sumt fólk skortir magnesíum en
þar sem magnesíum er að miklu
leyti geymt í frumunum eru blóð-
rannsóknir ekki góðar til að greina
heildarmagnesíumgildi líkamans.
Skorturinn uppgötvast oft ekki
fyrr en næringarfræðingur hefur
greint mataræði fólks, samkvæmt
dr. Levy. Hjá þessu fólki geta fæðu-
bótarefni aukið magnesíumgildi
og hjálpað til við að draga úr háum
blóðþrýstingi, þegar þau eru tekin
ásamt hefðbundinni blóðþrýst-
ingsmeðferð. Dr. Levy segir að það
taki venjulega allt að sex vikur
áður en fæðubótarefnin hafa áhrif
en ítrekar samt að inntaka magn-
esíums sé ekki fyrir alla, sérstak-
lega ekki fólk með nýrnasjúkdóm,
þess vegna sé best að ráðfæra sig
við lækni áður en fólk ákveður að
taka inn magnesíum.
Lýkópen er andoxunarefni sem
getur einnig hjálpað til við að
draga úr háum blóðþrýstingi. Það
er efnið sem gefur grænmeti eins
og tómötum rauða litinn. Þó að
matvörur úr tómötum, þar með
taldar niðursoðnar sósur, inni-
haldi lýkópen, þá innihalda þessi
matvæli oft mikið af natríum. Þess
vegna getur verið betra í mörgum
tilfellum að taka inn bætiefni sem
innihalda lýkópen. Dr. Levy segir
best að nota bætiefni sem inni-
halda einnig tómatþykkni. Hann
segir að venjulega þurfi taka 15 til
25 mg af lýkópeni daglega til að
blóðþrýstingurinn lækki.
Kvíði
Efni sem dregið er úr kamillu hefur
lengi verið notað sem meðferð
við kvíða. Kvíði helst oft í hendur
við svefnleysi og því kemur það
ekki á óvart að oft er mælt með að
taka inn kamillu við svefnvanda-
málum. Það er algengt að drekka
kamillute en það getur verið gott
að taka kamillu inn sem bætiefni
sé hún tekin inn seint á kvöldin,
til að trufla ekki nætursvefn með
salernisferðum. Rannsóknir hafa
leitt í ljós að fólk sem tók inn bæti-
efni úr kamillu upplifði að kvíði
minnkaði, mun meira en fólk sem
tók lyfleysu samkvæmt dr. Levy.
Bætiefni geta virkað vel á
þessa þrjá algengu kvilla
Rannsóknir sýna að vissar jurtir, vítamín og steinefni geta hjálpað til við að stjórna kólesteról-
magni, blóðþrýstingi og kvíða, samkvæmt grein sem birtist á vef læknadeildar Harvard-háskóla.
Bætiefnin geta verið áhrifarík við meðhöndlun þessara kvilla og eru að mestu leyti örugg.
Rannsóknir hafa sýnt að sumar jurtir, vítamín og steinefni geta verið áhrifarík við meðhöndlun algengra kvilla. MYND/GETTY
Lýkópen er andox-
unarefni sem getur
einni hjálpað til við að
draga úr háum blóð-
þrýstingi.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R