Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 2020Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 49
Fegurðin er ekki skraut er nýútkomin bók þar sem átta listfræðingar, sýningarstjórar og aðrir fræðimenn f jalla um íslenska samtímaljós- myndun. Í bókinni er að finna mik- inn fjölda ljósmynda eftir helstu ljósmyndara landsins. Titill bókarinnar er úr ljóðinu „Raddir í loftinu“ eftir Sigurð Páls- son: Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífins. Ritstjórar bókarinnar eru Sig- rún Alba Sigurðardóttir, menn- ingarfræðingur og dósent við Listaháskóla Íslands, og Æsa Sigur- jónsdóttir, listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Félag íslenskra samtímaljós- myndara átti stóran þátt í að bókin varð að veruleika. „Félagið setti fjármagn í þessa bók vegna þess að samtímaljósmyndun hefði ekki nægilega sterka rödd í menningar- samfélaginu,“ segir Æsa. Fræðimenn úr ólíkum áttum Um efni bókarinnar segir Sigrún: „Þetta er greinasafn um ljósmyndun þar sem átta fræðimenn, sem koma úr mjög ólíkum áttum, skrifa um ljósmyndun. Áherslan er á sam- tímaljósmyndun, sem spannar síðustu fjörutíu ár, með vísunum lengra aftur í tímann. Ljósmyndun er skoðuð sem virkt fyrirbæri sem hefur áhrif á okkur og er stór þáttur í myndlist samtímans. Mörgum greinarhöfundum er hugleikið samband ljósmyndunar og myndlistar og þær ljósmyndir sem eru til skoðunar í bókinni má kalla listljósmyndun í þeim skiln- ingi að þær hafa annað markmið en bara að skrásetja eða upphefja veru- leikann; þær hreyfa við fólki og fá það til að hugsa. Greinarhöfundar nálgast ljósmyndun til dæmis út frá heimspeki, menningarfræði, fréttaljósmyndun og femínískum fræðum, en Linda Ásdísardóttir dregur í grein sinni fram konur sem voru að gera mjög áhugaverða hluti á seinni hluta 20. aldar.“ Sögulegir þræðir „Greinahöfundarnir eru að velta fyrir sér inntaki miðilsins, sem hefur tekið gríðarlega miklum breytingum frá því ljósmyndin varð til sem miðill um miðja 19 öld. Stafræna byltingin kom í lok 20. aldar og breytti því hvernig við sem einstaklingar upplifum heiminn og hvernig listastofnanir nálgast myndlistina,“ segir Æsa. „Íslensk söfn fóru fyrst að sýna og kaupa ljósmyndir í lok 20. aldar og síðan hafa ljósmyndarar átt sífellt greiðari leið inn í söfnin.“ Ljósmyndir eru mikilvægur þáttur í lífi fólks. „Fólk notar þær til að hjálpa sér að muna og deilir þeim. Þetta hefur haft í för með sér að þeir sem vinna með ljósmyndun sem listmiðil hafa þurft að endur- hugsa hann. Ég held að þessir tímar séu mjög inspírerandi fyrir ljós- myndara,“ segir Sigrún. „Þegar höfundarnir fóru að kafa ofan í viðfangsefni sín virtust þeir hafa þörf fyrir að draga inn marga sögulega þræði. Þannig að þótt greinarnar séu sjálfstæðar og fók- usinn sé vissulega á samtímann, þá er sagan til staðar, þannig að bókin verður jafnframt ljósmyndasaga þar sem Ísland er ekki skoðað sem einangrað fyrirbæri heldur í samtali við umheiminn,“ segir Æsa. Ljósmyndasaga í samtali við umheiminn Í nýútkominni bók er fjallað um íslenska samtímaljósmyndun. Ritstjórar eru Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir. Átta fræðimenn eiga efni í bókinni. Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir eru ritstjórar bókarinnar Fegurðin er ekki skraut. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LEIKHÚS Ekkert er sorglegra en manneskjan Tjarnarbíó Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guð- mundsson Leikstjórn og texti: Adolf Smári Unnarsson Flytjendur: Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson Leikmynda- og búningahönnuður: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson Ljósahönnuður: Hafliði Emil Barðason Myndbandshönnuður: Elmar Þórarinsson Tónlistarstjórn: Pétur Björnsson Hljómsveit: Baldvin Ingvar Tryggvason, Björg Brjánsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Flemming Viðar Valmundsson, Pétur Björnsson og Unnur Jóns- dóttir Við lifum. Við deyjum. Við förum til sólarlanda þrátt fyrir heimsfaraldur, hlýnun heimsins og aðrar hamfarir, bara til þess að reyna að láta okkur líða vel milli atriða. Bara til þess að harmurinn verði ekki yfirþyrmandi. Samtímaóperan og sviðsverkið Ekk- ert er sorglegra en manneskjan var frumsýnt í Tjarnarbíói fyrir stuttu, en sýningin kemur ekki bara á óvart heldur setur viðmiðið hátt fyrir komandi leikár. Tónlist Friðriks Margrétar-Guð- mundssonar einkennist af naum- hyggju og metnaði. Hér er notast við lifandi tónlist, ekki upptökur, og kvintettinn er órjúfanlegur hluti af upplifuninni. Endurtekningar spila stórt hlutverki í tónlistinni í bland við gáskafullar tilraunir. Sýningin fangar hugarástand, skipt upp í ástands- þætti, frekar en að hverfast um fram- vindu. Adolf Smári Unnarsson skrifar bæði textann og leikstýrir. Texti hans er meinfyndinn, hnyttinn og Adolf tekst að mestu að forðast þá leiði- gjörnu kaldhæðni sem stundum ein- kennir samfélagsádeilur síðustu ára. Leikstjórnin er skýr, sem þjónar bæði verkinu og söngvurunum, þó tekur jógakórinn of langan tíma. Hinn fullkomni gerviheimur Söngvararnir Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson mynda leikhópinn. Hvert og eitt kemur með sinn ein- staka tón í sýninguna. Hvert og eitt fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Samhljómur þeirra er sömu- leiðis einkar góður og einkennist af húmor. Söngurinn er glettilega góður og sömuleiðis framburður- inn á textanum, sem fær orðin til að dansa. Líkamsbeiting þeirra, þá sér- staklega hlutlausu svipbrigðin sem einkenna sýninguna, er afburðagóð og bráðfyndin. Sv iðsver u r na r k læðast vel völdum fötum frá vinsælum fata- merkjum sem kaupendur telja að gefi þeim sérstöðu en lætur alla líta eins út. Pastellitir, hvítir strigaskór, skemmtilegar blússur og buxur. Allir eins. Allir eins. Bryndís Ósk Ingvarsdóttir finnur fagurfræðinni einfalda birtingarmynd sem nær listrænu hámarki í lokamynd sýn- ingarinnar, hinn fullkomni gervi- heimur. Á endanum erum við ekkert annað en sýningargripir. Vin í eyðimörkinni Köld lýsing Haf liða Emils Barða- sonar tónar algjörlega við sýning- una, látlaus en áhrifamikil. Of björt til að vera hlýleg, of grá til að vekja hamingju. Sömuleiðis fellur mynd- bandshönnun Elmars Þórarins- sonar lipurlega inn í sýninguna en skjárinn hefði mátt vera nokkrum tommum stærri til að leyfa mynd- unum af tæknivæddu náttúrunni og rafrænu snjókornunum að njóta sín. Ekkert er sorglegra en mann- eskjan er vin í eyðimörkinni, sér staklega á þessum síðustu og skrýtnustu tímum. Eldar blossa, heimurinn hitnar, lýðræði falla. En innst inni vill manneskjan bara vera hamingjusöm og láta sem ekkert sé að. Heimurinn endar nefnilega ekki með hvelli heldur með snökti við skál. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Magnað ferðalag á flatbotna sumarskóm í gegnum táradal tilvistarinnar. Hvað er það sem allir vilja? Sýningin setur viðmiðið hátt fyrir komandi leikár, segir gagnrýnandi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÁHERSLAN ER Á SAMTÍMALJÓSMYND- UN, SEM SPANNAR SÍÐUSTU FJÖRUTÍU ÁR, MEÐ VÍSUNUM LENGRA AFTUR Í TÍMANN. Æsa Sigurjónsdóttir Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Barokkbandið Brák heldur tón-leika í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 20. september klukkan 16.00. Tónleikarnir eru sérstakir fyrir þær sakir að hljóð- færaleikararnir leika allir á upp- runahljóðfæri. Á tónleikunum munu tveir af stofnendum Brákar, fiðluleikararn- ir Elfa Rún Kristinsdóttir og Laufey Jensdóttir, leika saman hinn heims- þekkta konsert Johanns Sebastians Bach fyrir tvær fiðlur og hljóm- sveit. Þá mun Brák f lytja strengja- sinfóníur eftir bræðurna Wilhelm Friedemann og Carl Philipp Emm- anuel Bach og konsert fyrir fjórar fiðlur eftir Georg Philipp Telemann. Brák í Hörpu Fyrstu verkefni nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Suður-lands eru þrennir skólatón- leikar sem haldnir verða í dag í Þor- lákshöfn, Hveragerði og á Flúðum fyrir börn úr sjö grunnskólum. Á dagskránni er tónverkið Lykill- inn, eins konar Pétur og úlfurinn úr íslenskum sagnaveruleika. Verkið er eftir Tryggva M. Baldvinsson við sögu Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Einnig flytur hljómsveitin þekkt lög og hljóðfæri hljómsveitarinnar eru kynnt. Tónleikunum lýkur með því að börnin taka lagið. Sinfóníuhljómsveit á Suðurlandi og börnin Verk eftir Tryggva M. Baldvinsson verður flutt á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 200. tölublað (16.09.2020)
https://timarit.is/issue/409083

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

200. tölublað (16.09.2020)

Iliuutsit: