Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 52

Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 52
Öll klassíkin Allar þekktustu, og vinsælustu Disney-myndirnar í gegnum tíð- ina eru aðgengilegar á Disney+ þannig að fólk getur fyrirhafnar- laust tapað sér í nostalgíunni og notað tækifærið til þess að fylla í eyðurnar í teiknimyndauppeld- inu en þessar fimm þurfa allir að sjá í það minnsta einu sinni. Mjallhvít og dvergarnir sjö (1937) Fyrsta teiknimynd Walt Disney í fullri lengd er enn töfrum gædd og hefur haldið aðdráttarafli sínu í gegnum áratugina enda ævin- týrið um útlægu prinsessuna, vondu nornina, spegil hégómans, eitraða eplið og glerkistuna eins sígilt og hugsast getur. Svo eru þarna líka sjö fyndnir dvergar. Þyrnirós (1959) Disney hefur frá upphafi gert út á prinsessur með góðum árangri og þótt Þyrnirós sé nokkuð yngri en Mjallhvít hefur hún náð að skyggja á þá síðarnefndu í seinni tíð og munar þar mest um slag- kraftinn í norninni Maleficent sem er einn eftirminnilegasti skúrkur Disney. Efnisveitan Disney+ varð í gær aðgengileg not­endum á Íslandi, í Nor­egi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Belgíu og Lúxemborg, þannig að líklega mun bætast hressilega við þær 60,5 milljónir sem nú þegar eru áskrifendur að Disney+. Úrvalið er enda magnað en veitan sækir kvikmyndir og þætti til Pixar, Marvel, Star Wars og National Geo­ graphic auk gamla, góða Disney með allar sínar sígildu teiknimynda­ perlur og sögulegu ævintýri, og heimskupör Mikka músar og Andr­ ésar andar, svo eitthvað sé nefnt. Rosalegur valkvíði Komu Disney+ til landsins var meðal annars fagnað í Facebook­hópnum Fullorðnir aðdáendur teiknimynda, sem telur um 1.100 meðlimi. „Ég sé að það eru margir mjög spenntir yfir að Disney+ er loksins búið að opna aðgang fyrir Íslend­ inga. Ég er allavega mjög spennt! Hvernig er hægt að velja úr hvað verður fyrst á dagskrá til að horfa á? Aaaaaalltof mikið í boði!“ bendir Rakel Ósk, einn stjórnenda hópsins, á og bætir við að líklega muni hún byrja í klassíkinni. Mögulega Lion King. „Ef ég þori að horfa á Múfasa farast einu sinni enn.“ Þessi viðbrögð við innleggi Rak­ elar segja f lest sem segja þarf um gleðina yfir því að biðin sé á enda. „Ég lenti akkúrat í sóttkví í dag! Því­ lík tímasetning en ég held að ég fari í nýja Duck Tales fyrst,“ segir Nína Snorradóttir og Steingrímur Viðar bætir við: „Er strax farinn að horfa. Valkvíðinn er rosalegur.“ Allt á einum stað Marvel­ og Star Wars­nördar fagna ekki síður, en Daníel Rósinkrans er einn þeirra. „Ég var reyndar einn af þeim sem fóru hjáleið. Ég gat náttúr­ lega ekkert beðið og nýtti mér að ég er með Apple­aðgang í Bandaríkj­ unum og fór þá leið,“ segir hann og tekur undir að hér sé um hvalreka við Íslands strendur að ræða. „Ég myndi segja það. Sérstaklega ef þú ert Marvel­ eða Star Wars­ aðdáandi eins og ég. Og svo bara þessar Disney­teiknimyndir. Þá er þetta held ég alveg solid díll,“ segir Daníel, en mánaðaráskrift að streymisveitunni kostar 6,99 evrur eða rétt rúmar 1.100 krónur. „Mér finnst þetta geggjað vegna þess að nú er dóttir mín að verða tveggja ára og fer að geta horft á kvikmyndir þannig séð og þá finnst mér frábært að geta flett upp á Aladdín, Fríðu og dýrinu og öllum þessum teiknimyndasöguhetjum á einum stað.“ Íslensku draumurinn Engan íslenskan texta er þó að sjá eða heyra á Disney+, sem vekur furðu margra og á Facebook lýsir fólk bæði óánægju sinni og vonum, um að fljótlega verði bætt úr þessu þar sem enginn skortur er á íslensk­ um þýðingum og talsetningum þegar efni frá Disney er annars vegar. „Gleðilegan Disney+ dag. Í 5 mín­ útna hraðskoðun sé ég ekkert talsett a íslensku samt. Vonandi kemur það fljótt,“ segir Sædís Anna í Facebook­ hópi fullorðna teiknimyndafólksins við nokkrar undirtektir. Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem vísindamaður, segir til dæmis: „Hlýtur að koma f ljótt Disney á allar talsetningarnar svo það ætti ekki að þurfa að vera neitt vandamál að setja inn.“ Einhverjir lýsa því yfir að þeir muni ekki kaupa aðgang fyrr en íslenskan fer að streyma og Indriði Einar hvetur til beinna aðgerða: „Getum við plís hópast á Disney að setja íslensku talsetningarnar með? Ég skal glaður segja upp Viaplay og draga úr Netflix ef það gerist fyrir börnin mín.“ toti@frettabladid.is Disney-straumurinn skellur á Íslandi Streymisveitan Disney+ var opnuð á Íslandi í gær og var víða tekið fagnandi enda efnisúrvalið magnað þar sem afþreyingarrisinn ræður meðal annars yfir Marvel og Star Wars. Á gleðina skyggir þó að hvergi er íslenska þýðingu að sjá eða heyra. COVID-19 varð til þess að Disney frumsýnir glænýja, leikna mynd um Mulan á veitunni frekar en í bíó. Íslendingar geta séð hana 4. desember. Daníel Rósinkrans dreif sig á Dis- ney+ eftir krókaleið. MYND/AÐSEND Leynilöggumúsin Basil (1986) Þessi snúningur Disney á Sher- lock Holmes er með allra bestu Disney-myndum síðustu ára- tuga og í raun merkilega van- metin. Leynilögreglumúsin Basil stendur enn fyrir sínu og má hafa sig alla við í baráttunni við erki- óvin sinn, ræsisrottuna prófessor Rattigan sem gamla hrollvekju- goðsögnin Vincent Price gerir ógleymanleg skil. Aladdín (1992) Þetta teiknaða tilbrigði við 1001 nótt sló hressilega í gegn fyrir 28 árum og heldur öllum sínum sjarma enn. Skúrkurinn Jafar er öflugur og sagan spennandi en Robin heitinn Williams yfirskygg- ir þetta allt saman í brjálæðislega hressri túlkun á andanum bláa í lampanum góða. Múlan (1998) Það eru ekki liðin nema rétt 22 ár síðan Disney hristi fyrst almennilega af sér prinsessu- helgislepjuna með Mulan. Frá- bærri og æsispennandi mynd um kínversku stúlkuna Mulan sem bjargar föður sínum með því að dulbúast sem hermaður og vinna mögnuð afrek á víg- vellinum. Eddie Murphy sér um senuþjófnaðinn í myndinni sem verndardrekinn Músú. Úrvalið á Disney+ er yfirþyrmandi þannig að hætta er á valkvíða en þar eru meðal annars allar gömlu Disney- myndirnar, ofurhetjuhasarpakkinn frá Marvel, 600 Simpsons-þættir og ævintýri allt frá Bósa Ljósárs til Svarthöfða. 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.