Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@
frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
Þú finnur bæklinginn
husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is
V
E F
V E R S L U N
S
ENDUM FR
ÍT
T
3ja sæta: 224 x 86 x 80 cm
239.992 kr. 299.990 kr.
DC 8900
Klassískur og sérlega fallegur sófi með mjúku savoy/
split leðri. Sófinn er með mjúkbólstraða arma og það
er einstaklega þægilegt að sitja í honum. 3ja sæta í
svörtu og koníaksbrúnu leðri.
DANSKIR
DAGAR
AFSLÁTTUR
20%
AF ÖLLUM DÖNSKUM VÖRUM*
* Gildir ekki af sérpöntunum og einungis af völdum vörum frá Skovby.
LOKAVIKAN
LÝKUR UM
HELGINA
Kristín Björg Sigurvins-dóttir gefur nú síðar í september út sína fyrstu bók, Dóttur hafsins. Þetta er sér-staklega merkilegt
fyrir þær sakir að Kristín skrifaði
grunninn að bókinni þegar hún var
einungis þrettán ára gömul. Krist-
ínu langaði að verða rithöfundur
en útskrifaðist sem lögfræðingur
áður en hún ákvað að gefa sig alla í
það að skrifa, enda segist hún hafa
áhuga á lögfræðinni en elska það að
skrifa. Hún er þakklát eiginmanni
sínum, Ívari Elí Sveinssyni, fyrir að
hafa kvatt hana áfram í því að láta
drauminn loksins rætast.
„Ég byrja að skrifa tólf ára gömul
og þetta var eitt af mínum helstu
áhugamálum. Ég var feimin og vildi
helst láta sem minnst fyrir mér fara.
Þess vegna þótti mér svo gaman að
lesa og skrifa. Í skáldskapnum gat
maður verið hver sem er og ferðast
hvert sem er,“ segir Kristín.
Lengi verið draumurinn
Kristín skrifaði þrjár bækur á aldr-
inum þrettán til sautján ára.
„Tvær á íslensku, það voru Dóttir
hafsins og framhaldssaga af henni.
Síðan skrifaði ég eina á ensku af því
að ég fór í gegnum tímabil þar sem
mér þótti hún flottari en íslenskan,“
segir Kristín.
En hvernig tilfinning er það að gefa
út sína fyrstu bók?
„Það er erfitt að lýsa því, sérstak-
lega þar sem þetta er búið að vera
draumur frá tólf ára aldri. En ef ég
reyni að koma því í orð þá myndi ég
segja að það væri bara algjör draum-
ur.“
Bókin Dóttir hafsins fjallar um
Elísu sem er sextán ára unglingur á
Vestfjörðum.
„Eina nóttina heyrir hún tónlist
berast frá hafinu. Tónlistin leiðir
hana niður í fjöru og þar dregst hún
inn í spennandi atburðarás í undir-
djúpunum. Það sem mér finnst svo
skemmtilegt við bókina er hvað sögu-
sviðið er einstakt enda gerist bókin
að mestu neðansjávar. Þar er heill
heimur sem lesandi fær að kynnast.“
Hafið veitti Kristínu mikinn inn-
blástur við skriftirnar.
„Við búum á eyju og hafið er stór
hluti af okkar menningu. Ég hef allt-
af búið nálægt sjónum og það er svo
mikil dulúð yfir hafinu sem gerir það
að frábærum innblæstri fyrir skáld-
skap.“
Í skúffu í rúman áratug
Handritið að bókinni sat í tólf ár
ofan í skúffu, þar til Kristín tók það
aftur upp og las yfir fyrir tveimur
árum.
„Það læddist að mér stolt þegar
ég las textann og það rifjaðist upp
fyrir mér hversu gaman mér þótti
að skrifa bókina,“ segir hún.
Hún viðurkennir að það hafi
komið henni nokkuð að óvart hve
góð bókin var, þrátt fyrir að hún
hafi skrifað hana svona ung.
„Já, handritið kom mér virkilega
á óvart þegar ég las það aftur öllum
þessum árum seinna. Ég vissi í
raun ekki alveg við hverju ég átti að
búast. Í minningunni fannst mér
handritið flókið og slitrótt þar sem
ég hafði breytt því svo oft, en það
reyndist ekki vera. Þarna var bara
fullklárað handrit með skemmti-
legum söguþræði. Margar hug-
myndirnar komu mér á óvart og
ég man eftir að hafa hugsað af og
til á lestrinum: Mikið var ég sniðug
þarna,“ segir Kristín, sem endur-
skrifaði þó bókina frá grunni en
studdist við hugmyndirnar úr upp-
runalega handritinu, ásamt því að
bæta við nýjum og skemmtilegum
þráðum.
Löngunin alltaf til staðar
Kristín segist hafa þurft leggja
skrifin til hliðar þegar hún byrjaði í
lögfræðinni, enda námið krefjandi.
„En löngunin til að skrifa var allt-
af til staðar. Ég man að eina önnina
tók ég mig til og byrjaði aftur að
skrifa en það fór ekki betur en svo
að ég ætlaði aldrei að geta slitið mig
frá skrifunum og endaði á því að
frumlesa allt efnið fyrir jólaprófin
þá önnina. Svo það var öruggara að
bíða með skrifin.“
Kristín ákvað að segja upp starfi
sínu sem lögfræðingur til að geta
helgað skrifunum meiri tíma.
„Ég fór að vinna í hlutastarfi í
bókabúð í staðinn. Mér finnst mjög
gott að vinna með skrifunum, það
brýtur svo upp daginn. Það var ekki
auðveld ákvörðun að geyma lög-
fræðina í bili og snúa sér að fullu að
skrifunum. En mikið svakalega er ég
ánægð með að hafa gert það og elt
drauminn,“ segir hún.
Dóttir hafsins kemur í allar helstu
bókabúðir þann 22. september. Hún
er fyrsta bókin í bókaf lokknum
Dulstafir. steingerdur@frettabladid.is
Skrifaði sína fyrstu
skáldsögu þrettán ára
Síðar í september kemur út fyrsta skáldsaga Kristínar Bjargar
Sigurvinsdóttur og ber hún heitið Dóttir hafsins. Bókina skrifaði
Kristín upphaflega þegar hún var einungis þrettán ára gömul.
Kristín Björg Sigurvinsdóttir byrjaði að skrifa þegar hún var einungis tólf ára gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÞAÐ VAR EKKI
AUÐVELD ÁKVÖRÐUN
AÐ GEYMA LÖGFRÆÐINA Í BILI
OG SNÚA SÉR AÐ FULLU AÐ
SKRIFUNUM. EN MIKIÐ SVAKA-
LEGA ER ÉG ÁNÆGÐ MEÐ AÐ
HAFA GERT ÞAÐ OG ELT DRAUM-
INN.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjust fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð