Fréttablaðið - 22.09.2020, Síða 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar
í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á
timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Minningarkort á hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskulegi faðir minn og afi,
Hreinn Bjarnason
bóndi,
Stakkhömrum 12,
áður til heimilis að
Berserkseyri, Eyrarsveit,
lést á hjartadeild Landspítalans
sunnudaginn 13. september sl.
Útförin verður í Guðríðarkirkju, Grafarholti, kl. 13.00,
föstudaginn 25. september. Viðstöddum verður
boðið að þiggja veitingar að athöfn lokinni.
Ástrós Geirlaug Hreinsdóttir
Agnes Rós Egilsdóttir
Guðmundur Viktor Egilsson Ehdeb Aref Jasmin Afra
Hjörtur Hreinn Hjartarson
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Sigurveig Ólafsdóttir
frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum,
Skeiðarvogi 133, Reykjavík,
lést 13. september.
Útför hennar fer fram frá Langholts-
kirkju föstudaginn 25. september kl. 15.
Pálmi Guðjónsson
Haukur Hjaltason Þóra Steingrímsdóttir
Ómar Hjaltason Hjördís Kjartansdóttir
sonadætur og makar.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
Erlen Jónsdóttir
Hlíðarbyggð 32, Garðabæ,
lést á Landspítalanum 14. september.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í
Garðabæ föstudaginn 25. september
klukkan 13.00. Í ljósi aðstæðna verður
athöfninni jafnframt streymt á
https://youtu.be/hZGSspPpg5E
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast Erlenar er bent á Rjóðrið, hvíldar- og
endurhæfingarheimili fyrir langveik börn.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Matthías Gíslason
Ástkær faðir, afi, tengdafaðir og bróðir,
Guðmundur Theódórsson
lést þann 3. september.
Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju 24. september kl. 13.
Eiríkur Örn Guðmundsson Þorbjörg Ósk Úlfarsdóttir
Guðlaugur Theódórsson
Guðbjörg Jónsdóttir Sigurbjartur Sigurðsson
Guðný Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Fyrir mig er þetta drauma-djobbið. Ég er búin að starfa lengi að uppbyggingu skól-ans, þannig að þetta er að mörgu leyti framhald á mínu starfi. Ég gleðst yfir að fá að
vinna áfram með öllu frábæra fólkinu
við skólann, bæði kennurum og nem-
endum,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir
klarinettuleikari glaðlega um hið nýja
embætti sitt sem skólastjóri Mennta-
skóla í tónlist, hún tekur við um næstu
áramót úr hendi Kjartans Óskarssonar.
Það er nýtt að fá fastráðna konu í
skólameistarastólinn hjá MÍT. Reyndar
er hann bara þriggja ára en leysti af
hólmi Tónlistarskólann í Reykjavík
sem var stofnaður 1930 og þar var ekki
kona skólastjóri nema eitt ár, er Þórunn
Guðmundsdóttir var ráðin í afleysingar.
En felur starfið samt ekki í sér minni
tíma fyrir Freyju til að sinna sjálf tón-
listargyðjunni með klarinettuleik? „Á
síðustu árum hefur hjarta mitt slegið
fyrir skólann og minn metnaður liggur
í að byggja upp betri tónlistarmenntun
hér á Íslandi. Mér er ósárt um að leggja
annað til hliðar á meðan. Er bara mjög
þakklát fyrir árin sem ég starfaði sem
tónlistarmaður, ég fékk að ferðast um
heiminn og upplifa spennandi hluti en
þetta er það sem ég vil gera í dag.“
Freyja segir mikla grósku í skólanum
og nýsköpun. Hún nefnir nýja braut í
popptónlist og fullyrðir að jafnmikið
námsframboð hafi ekki áður verið á
landinu á framhaldsskólastigi í tónlist.
„Hér er góður staður fyrir þá sem vilja
dýfa sér ofan í tónlistina og hafa svig-
rúm og tíma til að æfa sig vel og það er
ekki skortur á þannig fólki.“
Níutíu manns eru að kenna við
Menntaskóla í tónlist. „Það eru margir
af virtustu og vinsælustu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar sem starfa við
skólann, sannkölluð breiðfylking
sem nemendur hafa aðgang að. Nú er
til dæmis hægt að sérhæfa sig í raftón-
list og tónsmíðum, upptökustjórnun og
kvikmyndatónlist svo við getum boðið
upp á fjölbreyttari leiðir en áður og ein-
staklingsmiðaðra nám.“
Freyja segir gríðarlega aðsókn hafa
verið í skólann og stjórnendur neyðst til
að takmarka fjöldann. Reynt sé að halda
skólastarfinu sem eðlilegustu þrátt fyrir
COVID-19 en vissulega sé tekist á við þá
stöðu sem upp komi hverju sinni. „Það
eru milli 60 og 80 tónleikar sem skólinn
stendur fyrir á ári og nemendur fá því
mikla reynslu í að koma fram. Við erum
með sal í Rauðagerðinu og í Skipholtinu
en höldum tónleika víðar um bæinn
og verðum að streyma þeim ef ekki má
safnast saman.“ gun@frettabladid.is
Hjartað slær fyrir MÍT
Freyja Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin skólameistari Menntaskóla í tónlist sem
stofnaður var árið 2017 á grunni Tónlistarskólans í Reykjavík og efri bekkja FÍH.
„Hér er góður staður fyrir þá sem vilja dýfa sér ofan í tónlistina,“ segir Freyja um Menntaskóla í tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Lítið eitt um feril Freyju
Freyja lauk magister-prófi í klarín-
ettuleik frá Hochschule fur Musik
Hanns Eisler Berlin og seinna Konz-
ertexamen, æðstu prófgráðu sem
veitt er frá þýskum tónlistarhá-
skólum. Freyja hefur einnig lokið
meistaraprófi í stjórnun og stefnu-
mótun frá viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands og viðbótardiplóma
í kennslufræði frá Menntavísinda-
sviði Háskóla Íslands.
Freyja starfaði um árabil sem
hljóðfæraleikari, lengst af í Berlín
þar sem hún tók virkan þátt í fjöl-
breyttu og framsæknu tónlistarlífi
borgarinnar. Hún hefur frumflutt
fjöldann allan af einleiksverkum
fyrir klarínettu og gefið út fimm
geisladiska.
Metnaður minn liggur í að
byggja upp betri tónlistar-
menntun hér á Íslandi. Mér er
ósárt um að leggja annað til
hliðar á meðan.
2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT