Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 8
6 H V Ö T villiilýr eða ósjálfbjarga aumingja. Það er þess vegna mjög alvarlegt, að mikili hluti þjóðarinnar skuli láta það af- skiptalaust, að þetta illgresi í þjóð- félaginu vex og dafnar ár frá ári. Sérstaklega er þetta alvarlegt í sam- bandi við æsku landsins. Meðan hún fær svona greiðan aðgang að veigum þessa vítisbrunns, er ekki von að vel fari. Æskan er gimsteinn þjóð- arinnar, í henni býr framtíðin, á henni hvílir brátt velferð og sómi lands og þjóðar. Það er því nokkurs virði, að liún sé dyggilega varðveitt og dug- ur liennar og þroski verði sem mestur. Þess vegna má ekki láta vínið eyði- leggja hana, gera liana duglausa og sljóvga ábyrgðartilfinningu hennar. Sumir munu nú spyrja: Hvar eru bindindissamtökin með sína starfsemi? Eru þau sofnuð á verðinum? Nei, þau hafa starfað og munu starfa áfram þar til fullum sigri er náð. En fylk- ingar þeirra eru allt of fáiiðaðar og þess vegna fá þau ekki nógu miklu áorkað. Það þarf meiri og sterkari átök til að vekja þann fjölda, sem lætur sig þessi málefni engu skipta, en flýt- ur sofandi að feigðarósi. I skólum þessa lands dvelst æskan nú langdvölum til að auka menntun sína og þroska. Bindindismenn sáu, að þar þurfti að reisa vígi meðal æskunn- ar sjálfrar til varnar og sóknar gegn áfenginu. Þá var farið að stofna bind- indisfélög í skólum og svo samband þeirra. Hverjir vilja ekki styrkja þessi samtök æskuimar gegn sameiginlegum óvini, áfenginu, eða hverjir vilja ekki styrkja baráttuna gegn áfengi í land- inu yfirleitt? Hvað segja þeir aðilar, sem mest vinna að uppeldi og þroska æskunnar? Hvað segja foreldrarnir? Vilja þeir horfa aðgerðarlausir á það, að börn þeirra verði lierfang vínsins, eða vilja þeir lijálpa til ,að sigra það? Hvað segja kennararnir, sem vinna samhliða heimilunum að uppeldi æskunnar? Vilja þeir, að árangur af starfi þeirra verði eyðilagður vegna þess, að nem- andinn lendir í klóm vínguðsins? Og hvað segir alþingi? Árlega ver það milljónum króna til að mennta æsk- una. Vill það ekki stuðla að því að gera ráðstafanir til að losa þjóðina við vínið og fjarlægja þannig þá miklu hættu, sem æskunni stafar af því? Og bvað segir æskufólkið sjálft um þessi mál? Vill það eyðileggja sín manndóms- og þroskaár, setja framtíð sína í liættu með því að leggja út á braut áfengisneyzlunnar? ' Þó að það sé siðferðileg skylda liinna eldri og reyndari að leiðbeina hinum ungu og óreyndu, verður æskan sjálf að venja sig á að liugsa sjálfstætt, venja sig á að velja og hafna, gera sér ljóst, hvers af lienni er karfizt og að hverju henni ber að stefna. Æska landsins hefur skyldum að gegna nú, en þó meir síðar, við sjálfa sig, ættmenn sína, land sitt og þjóðfélag. Þess vegna ber henni að sýna ábyrgðartilfinningu og hugsa lengra en um líðandi stund. Hún á að endurgjalda það, sem fyrir bana er vel gert, með því að sýna, að í henni búi manndómur og starfsvilji og að hún hagnýti orku sína sem bezt, noti æskuárin til þess að 4nia sig undir að verða góður og nýtur' þjóðfélags- þegn. Enginn æskumaður, sem þetta vill, getur gert sig sekan um glapræði eins og það að hella í sig áfengi og

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.