Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 10
8
H V Ö T
Jökull Jnkobsson og Kristján Arnason stud. art.
II.
Höfundur nefnir bók sína Tæmdan
bikar, og má það til sanns vegar færa.
Hann hefur setzt að drykkju, þar sem
áður hafa kneyft miklir drykkjumenn:
Halldór Kiljan Laxness og hans rauð-
vínsmenn. Allt frá því að Kiljan tók
að gefa út grínsögur sínar á Islandi,
liefur enguin íslenzkum unghöfundi
þótt sæmilegt að skrifa öðru vísi en í
hálfkæringi og skopi um lífið, jafnvel
alls ókimnir menn eins og Elías Mar
liafa reynt að taka það upp. Skáld-
sögur Halldórs Kiljans Laxness eru
skopmyndir af þjóðfélaginu, hið af-
káralega og sérkennilega í fari liverrar
stéttar er dæmigent og ýkt, þannig
sýnir H. K. L. oss þjóðfélagið allt í
einni sjónhendingu. Skopmyndir þessar
eru mikil listaverk, að baki þeim kann
að liggja djúp alvara og sannieikur.
Hins vegar er ekki öllum höfundum
hent að draga upp skopmyndir, þó að
H. K. L. liafi fundið í þeim sitt tján-
ingarform og það þó eftir langa leit.
Hver er sinna vopna smiður; ef miðl-
ungsliöfundar reyna að skopast, kann
svo að fara, að þeir kasti steini um
megn sér og úr verði nánast ljósmynd
eins og Vögguvísa lir. E. Marar.
111.
í hinum mestu listaverkum er það,
sem gerist, aukaatriði, atburðirnir sett-
ir inn í ákveðnum tilgangi: til þess
að varpa Ijósi á persónurnar og tjá
liug listamannsins að fullu. Þannig er
morðið í Raskolníkofssögu í sjálfu sér
lítilvægt atriði, aðalatriðið er sál morð-
ingjans sjálfs, Raskolníkofs, fyrir og
eftir glæpinn, hugsjónir lians og sálar-
ástand, sem valda glæpnum, og síðan
glæpamaðurinn gagnvart gerðum sín-
um. Hugmyndin er þessi: Enginn skyldi
mann drepa, að minnsta kosti enginn
„geniall“ maður. — Skáldið setur
Hamlet í aðstöðu, sem varpar Ijósi á
íhygli og draumlyndi hins unga manns.
— Aðalvandamál rithöfundarins er að
fá það til að gerast, sem sýnir lesand-
anum hugfóstur hans.
Það, sem skilur á milli listrænnar
skáldsögu og reyfara, er hið sama sem
skilur á milli málverks og ljósmyndar.
1 málverki hefur hvert smáatriði til-
gang, liver skuggi hefur sitt gildi fyrir
heildaráhrifin, en ljósmyndin speglar
heiminn, eins og hann lítur út, ekki
eins og liann er. Hins vegar getur
skáldsaga hvort tveggja verið impress-
jónsk og expressjónsk. Sumar skáld-
sögur geta gefið oss andrúmsloft heils
tímabils eða þjóðfélags, en enga full-
komna persónu. Eðjót* Dostojefskis er
einstaklingur, en tæpast Ljósvíkingur
Kiljans, aðeins skynjun, en ekki vilji.
* Kennarinn tekur ekki ábyrgð á þessu orði.