Hvöt - 01.04.1952, Síða 12

Hvöt - 01.04.1952, Síða 12
10 H V ö T Asgeir G. jóhannesson: Bindindisstarfsemi Það er oft ærmim erfiðleikum bund- i3 að halda uppi öflugri bindindisstarf- semi í skólum, og til þess liggja marg- ar ástæður. Mörg félög eru jafnan starf- andi í sama skóla, en nemendur mis- jafnlega þroskaðir til félagslegra starfa. Félagsleg starfsemi skólans lendir því að miklu levti á berðum fárra fram- takssamra unglinga, sem verða oft að dreifa kröftum sínum á milli félaganna og leysa þar oft af hendi ótrúlega mik- ið starf samhliða skólanáminu. Þetta er að sjálfsögðu ekki æskilegt fyrir- komulag, en í mörgum skólum er ekki svo auðvelt að breyta þessu. Niður- staðan verður sii, að hin mörgu félög standa hver öðrum fyrir þrifum. Fram úr þessum vandamálum verður að reyna að ráða, eftir því sem hægt er í hverj- u m skóla. Þessi félagslegu vandamál em ekki eingöngu bundin við félagsstarfsemi skólanna: dreifbýlið úti á landi á ekki síður við áþekka erfiðleika að etja, eins og mörgum nemendum mun vera kunnugt. Þegar ég því fyrir skömmu komst í kynni við nokkuð sérstæða bindindisstarfsemi í allstóru þorpi norðanlands, þá datt mér í hug, að ástæða væri til að kynna þá starfsemi skólanemendum að nokkru leyti, ef sú fyrirmvnd mætti verða sumum skól- um til gagns og álmgasömum bindind- ismönnum til athugunar og eftirbrevtni. T framangreindu þorpi befur tvisvar sinnum verið komið á fót stúku, en í bæði skiptin befur hún lognnzt út af, aðallega vegna þeirra félagslegu orsaka, sem ég gat um hér að framan. Nokkur undanfarin ár hefur því engin bind- indisstarfsemi verið þar. Hins vegar var drykkjuskapur talsverður og reyk- ingar miklar. Þetta þótti ungum manni óþolandi og datt honum í hug að reyna að bæta eitthvað úr því. Á s.l. sumri bvrjaði hann á því að bjóða nokkrum unglingum að ganga í tóbaks- bindindi hjá sér. Eftir skamman tíma hafði hann safnað allmörgum þátttak- endum, þar á meðal nokkrum, sem bvrjaðir voru á tóbaksnotkun. Eftir að þessi starfsemi hafði gefið svo góða raun, fór hann að færa út kvíamar og stofnaði til vínbindindis. Því var einnig ágætlega tekið, sérstaklega meðal ungl- inga. Hefur því starfsemin smám sam- an þróazt og komizt á fastari grund- völl. Nú í dag er þessu þannig háttað, að forgöngumaður þessa máls hefur í sín- um vörzlum tvær bækur, sem þátttak- endur bindindisheitisins rita nöfn sín í; í aðra þeir, sem era aðeins í tóbaks- eða vínbindindi, en í bina, þeir, sem eru bindindismenn á bvort tveggja. Fremst í hvorri bók er eftirfarandi texti: „Við, sem ritum nöfn okkar í þessa bók. erum þess fullviss, að nautna- meðöl, svo sem áfengi og tóbak, eru skaðleg lieilsu manna, að nevzla þeirra hefur óþarfa eyðslu verðmæta í för með sér, að þau bafa truflandi áhrif á taugakerfi þess, sem þeirra neytir,

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.