Hvöt - 01.04.1952, Qupperneq 13

Hvöt - 01.04.1952, Qupperneq 13
H V Ö T 11 að ekkert er urmið við neyzlu þeirra. Þess vegna lieiti ég því að neyta ekki áfengis eða tóbaks næsta ár frá undirritun heits þessa, að vinna að því, að aðrir neyti þess ekki heldur, og að vinna með öðrum, sem rita nöfn sín í þessa bók, fyrir málefnið á þann hátt, sem sameiginlega verður ákveðið. Ég gef leyfi til þess, að nafn mitt verði birt meðal nafna þeirra manna, sem að bindindi vilja vinna, svo og, ef ég rýf þetta lieit mitt, að brot rnitt verði auglýst á þann bátt, sem gæzlu- maður bókar þessarar telur bezt henta“. Það er einkennandi fvrir þetta bind- indisheit, að þar er ekki farið fram á óhóflega miklar félagslegar kvaðir. Reyndin hefut því orðið sú, að það hefur orðið tiltölulega auðvelt að fá menn til þess að vinna lieitið, og ]>etta fvrirkomulag hefur gert þeim mönnum, sem vilja vera stuðningsmenn bindindishreyfingarinnar, kleift að ger- ast þarna þátttakendur og fá vini sína og kunningja til þess að vinna þetta heit. Hins vegar liefði ef til viil ekki verið unnt að fá þessa menn til þess að starfa í stúku. — Það virðist tals- vert almennt, að þátttakendur fái vini sína og kunningja til þess að gerast þarua félagsmenn, og síðan verður það siðferðisleg skvlda þeirra að gæta bróð- ur síns. Upp úr þessari bindindishreyfingu á ef til vill eftir að spretta mikil og öflug starfsemi, en það er ekki komin full revnsla á þessu sviði ennþá, lield- ur er verið að feta sig áfram. Það er ætlazt til, að þátttakendur endurnýi nöfn sín árlega í bókinni. Þykir sum- um það mjög hentugt að geta sett sér ákveðið markmið til skamms tíma, markmið, sem þeim finnst viðráðan- legt, en getur orðið vísir að áfram- haldandi bindindi. Einnig befur þetta fyrirkomulag þann kost, að fleiri liafa aðstöðu til þess að gerast þátttakendur en í stúku, og það er alltaf auðveld- ara að fá fleiri til að gerast þátttak- endur, ef þeir vita, að það liggur straumur af fólki í þennan félagsskap. En velferð þess hlýtur alltaf að vera að miklu leyti komin undir dugnaði og hæfileikum gæzlumanns. Þessi leið eða svipuð mun liafa verið reynd hér á landi áður, en lítt haldið á lofti. En hún er mjög athugandi, og ef til vill geta skólanemendur fundið eitthvað í henni, sem þeir geta notað. Eins getur það komið fyrir síðar á lífsleiðinni, að núverandi nemendur, sem eru áhugasamir um bindindismál, geti hafið starfsemi sem þessa á sín- um aðsetursstað. Þá er vel. Sannleikurinn á í sér fólgið gegnumþrengj- andi afl, sem hvorki þekkir villúr né rang- indi. Eg segi „sannleikurinn“, og þid vitið, hvað ég á vió. því að hin fögru orð sannleika og réttlæti þarf ekki að skilgreina, til þess að þau verði skilin í réttri merkingu. Þau bera í sér skínandi fegurð og himneskt ljós. Eg trúi óbifanlega á sigur sannleikans: Þetta er það, sem gefur mér kraft á tímum reynsl- unnar. Anatole Franee. Lífið er dýrust eign mannsins. Hverjum manni er aðeins gefið eitt líf, og varðar mest að verja því þannig, að hann þurfi aldrei að þjást af nagandi samvizkubiti vegna fánýtra ára: lifi þannig, að aldrei brenni hann blygðun vegna kjarklausrar og lítilmótlegrar fortíðar; lifi þannig, að á banastund geti hann sagt: Öll ævi mín, allur minn styrkur, var gefin göf- ugasta málstaðnum .. . Lenin.

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.