Hvöt - 01.04.1952, Side 14

Hvöt - 01.04.1952, Side 14
12 H V ö T ( > HVÖT RITNEFND: Baldur Halldótsson (Samvinnusk.), Jón BöÓvarsson (Háskólanum). Prentsmiðja Jóns Helgasonar. V__________________________________J Bindindisfræðsla Þann 13. janúar 1936 var gefin út reglugerð af kennslumálaráðimeytinu um bindindisfræðslu samkvæmt 23: gr. áfengislaga nr. 33, 9. janúar 1935. 1 þessari reglugerð segir, að bindindis- fræSsla skuli fara fram í öllum skól- um ríkisins og öðrum skólum, sem njóta stvrks úr ríkissjóði. Bindindis- fræðsla skal fara fram í sambandi við eftirfarandi námsgreinar: heilsufræði, líffræði, líffærafræði, íþróttir, félags- fræði, náttúrufræði, siðfræði, t. d. í sambandi við kristinfræði, efnafræði, átthagafræði og sagnfræði. í’egar athugað er, hvernig þessari reglugerð er framfylgt, þá er það næsta hótfyndið. T>að er ekki nokkur skóli á öllu landinu, sem framfylgir þessari reglugerð til hlítar, og fjöldinn allur fer lítið, að ég segi ekkert eftir þess- um fyrirmælum, og er það skrýtið, þar sem um svo sjálfsagðan hlut er að ræða sem bindindisfræðshi. Við þessu væri svo sem ekkert að segja, ef þekking manna á þessum hlutum væri almennt staðgóð, varanleg, og ef áfeng- isneyzlan væri sáralítil, en með tilliti til aðstæðnanna, þekkingarleysis fólks- ins, hinnar gífurlegu áfengisnevzhi, hinna margföldu glæpa, sem er bein- línis hægt að rekja til brennivíns, hinn- ar straumföstu villimennsku, sem menn eru nú fyrst að koma auga á, þá er þetta þvílík himinhrópandi skömni og svívirða, að út yfir allt liugsanlegt vel- sæmi tekur. Fræðslumálastjóri, kenn- arar, yfirleitt allir, sem hafa með skólamálin að gera, hafa með þessu fádæma sleifarlagi orðið sekir um eitt- hvert það alvarlegasta brot siðferðis- skyldunnar, sem enginn fær þvegið af. Þeir vita ósköp vel, að plága áfengis- ins er eitt ítærsta vandamál þjóðar- innar, plága, sem hefur gripið stóran hluta þjóðarinnar kverkataki, og er á góðri leið með að gera menntastofn- anirnar, skólana, að svínastíum, en allt fyrir það er andleysið, þrælshátturinn, byrjunarstig eymdarinnar, svo rótgró- ið í þessari annars svo ága'tu stétt, að bindindisfræðsla er ekki talin vera að bennar dómi æskileg stoð í uppbygg- ingu gkólanna og um leið eitt örugg- asta veganesti áhrifagjamrar æsku, sem svo mjög er uppvæg fyrir hvers konar spillingu. Reglugerðin var send öllum skóla- nefndum, fræðslunefndum, skólaráðum og skólastjórum til útbýtingar meðal kennara, svo að hún hefur ekki getað f'arið framhjá nokkrum læsum manni í þeirri stétt. Hér er því um skýlaust hrot að ræða, brot, sem varðar hvern þjóðfélagsþegn, þar sem hiin mælir að mikht leyti á um velferð hans, vel- ferð landsins, framtíð þjóðarinnar. Framtíð þessa lands er komin undir því, hvemig okkur tekst á ókomnum árum baráttan við áfengið; það dugir ekki að tala um frjálsa þjóð, lýðfrjálst land, menningarþjóð, á meðan hún er drepin í dróma brennivínssölu, á með- an drykkjuskapurinn er skipulagður af

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.