Hvöt - 01.04.1952, Síða 15

Hvöt - 01.04.1952, Síða 15
H V ö T 13 ríkinu, á meðan víndrykkja einstakl- inga og þjóðarinnar í heild er talin vera grundvöllur efnahapslegs sjálfstæð- is^ og það þýðir ekkert að ætla að hyggja á vínbann, á meðan bindindis- fræðslan er ekkert annað en káf eitt. Það verður að koma þjóðinni í skiln- ing um, að framtíð hennar byggist á því, að liún fái frið til þess að spara, byggja, mennta sig án fylgju Bakk- usar, festa rætur á grundvelli óspillts hugsunarháttar, þegar framtíð landsins er byggð á heilbrigði hvers einstakl- ings, sem fordæmir leynivínsölu, brugg og bvers konar viðleitni örfárra vit- firringa til þess að Ijúga því að þjóð- inni, að vínsala sé réttlætanleg efna- hagsleg ráðstöfun og að brot einnar hinnar menntuðustu stéttar landsins, sem hefur uppeldismálin svo að segja í höndum sér, sé ekki vítavert athæfi, svívirðing, sem megi ekki liggja í þagn- argildi. í 7. gr. fyrmefndrar reglugerðar seg- ir svo: „Fræðslumálastjóri skal hafa nákvæmt eftirlit með því, að bindind- isfræðsla fari fram í skólunum, svo sem lög mæla fyrir, og að þau rit og kennsluáliöld séu til í hverjum skóla, sem áfengisráðunautur álítur nauðsynleg, til þess að kennslan komi að sem beztum notum. Áfengisvamar- nefndir skulu vera hér til aðstoðar fræðslumálastjóra. Áfengisráðunaut ber að vekja athygli kennaranna á öllum nýjungum í vísindalegri áfengisfræði og kennslutilhögun í henni. 1 sambandi við bindindisfræðslu þessa skal kennt um eðli og áhrif tóbaks og kaffi“. Eru augu fræðsulmálastjóra og kenn- ara í rauninni lokuð fyrir þessum mál- \im? Er þá svo komið, að þeir sjái ekki áfengisböl þjóðarinnar? Þjófn- aðir, rán og misþyrmingar, sem ungl- ingar standa í beinu sambandi við, em alltaf að færast í vöxt. Skólarnir í höf- uðstaðnum eiga erfitt með að halda skemmtanir innan skólaveggjanna vegna herfilegrar ásóknar áfengisins. Karl- menn hafa drukkið vín í þúsund ár hér á landi, og nú hefur stífla þessa læks að verulegu leyti brostið, örvænt- ingaróp bindindismanna em alltaf að verða háværari og meir nístandi, aðvör- unarorð forehlra meir tilkennanlegri, glapstigur unglinga æ auðsóttari vegna minnkandi mótstöðu almenningsálits- ins, af því að vínsalar em á góðri leið með að drekkja því í brennivíni, grund- völlur þjóðfélagsins er alltaf að verða veikari, stöðugt gljúpari vegna hinnar meinlegu eyðingar áfengisins á mátt- arstólpum þess, menntuninni, skilningi fólksins á skaðsemi eitursins, og skól- amir skapa hér vítavert fordæmi í stað þess að vera einn hinn veigamesti hluti varnargarðsins. Það er engum manni lengur launungarmál, að hinn blákaldi vemleiki vínsins er orðinn ískyggileg- ur. ekki einungis á götum úti, heldur einnig inni í sölum menntagyðjunnar. Slíkt hlýtur að vekja menn til umhugs- unar um þessi mál. Með raunhæfri bindindisfræðslu í öllum skólum landsins væri hægt «að miklu leyti að koma í veg fyrir áfram- haldandi straumrás hins geysilega áfengisflóðs, sem að óbreyttum aðstæð- um mun, þegar tímar líða fram, ríða þjóðinni að fullu. Forráðamenn skól- anna, templarar og áhugamenn félags- legs heilbrigðis eiga að geta kornið sér saman um, að það sterkasta móteitur, sem við höfnm yfi'r að ráða, er raun-

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.