Hvöt - 01.04.1952, Side 20

Hvöt - 01.04.1952, Side 20
18 H V Ö T á veg komnir til menningar en flestir aðrir Islendingar. Einnig hefur oss ver- ið tjáð, að í ráði sé að skikka þá til að ganga í einlitum skyrtum eða blúss- um á allar þær samkomur, sem að skólanum lúta. Auk þessa einkeiuiis- búnings munu þeir rækilega markaðir, þó ekki eins og lambbrútar, heldur verður stöfunum G. A. fyrir komið á brjósti hverrar blússu. Allt mun þetta gert til að greina þá frá öðrum inn- fæddum mönnum. Það skal og skýrt fram tekið, að báttur þessi tíðkast með menningarþjóðinni góðu fyrir vestan, og er því óþarft að efast um gagnsemi hans. Þó sækir sú spurning að oss, bvort þetta sé vísir að einbverj- um stórræðum, sem verði, þegar G. A.- gemlingunum eykst þroski og hugrekki. Látum vér svo útrætt um gemlinga að sinni. LEIKKVÖLD OG LEIKRÝNI Menntskælingar eru um þessar mund- ir að skaprauna bæjarbúum með bin- um árlega grínleik sínum. — Skap- rauna sögðum vér. Hvílík heimska! — Aldrei befur neitt leikrit, íslenzkt eða erlent, hlotið jafn lofsamlega dóma. Stórblöð borgarinnar hafa bókstaflega slegizt um að vegsama og prísa leik- endurna að ekki sé nú minnst á leik- ritið sjálft, enda er ádeila þess svo bitur og boðskapurinn svo hrífandi, að engin dæmi eru slíks. Jafnvel Sbake- speare gamli, Bernard heitinn Sliaw og þess háttar fuglar — þeir falla í skugga fyrir snillingnum H. Griffith. Og aldrei í 28 ár hefur nokkur leik- rýnir Menntaskólablaðsins verið nær hallelújainu og ameninu en einmitt sá, er dæmdi þetta leikrit. Mjög er það ánægjulegt, að menn geti unað glaðir við sitt. — Skaprauna sögðum vér svo, — pub, — hvílík beimska, hvílík ósvífni! ÓGLEÐI PERSONARUM DRAMATIS Annars var það ekki ætlun vor að ræða leikkvöldið sérstaklega, heldur ætluðum vér að vekja athygli á athöfn, sem fram á að fara í sambandi við það. Svo er mál með vexti, að einn leik- nefndarmanna koin til vor dramatiser- aður mjög í framkomu; allur í öngum sínum og mátti vart mæla af bágind- um og sorg. Gat bami þó stunið því upp um síðir, að nú væri mikill harm- ur kveðinn að leiknefnd og leikurum (flestum). Síðan starði hann um stund út í loftið og var svo beizkur á svip, að jafnvel bámenntaður leikari hefði tæpast mátt betur gera. Gripum vér þá tækifærið til þess að tjá lionum samliryggð vora og spurðum um orsakir liinnar miklu ógleði nefndarinnar. Þá hóf leikarinn upp raust sína með kynngikrafti og sagði oss alla sólar- söguna og máttum vér varla orð á festa, svo mikil var tjáningarþörf mannsins. Mergur þessa máls er sá, að undan- farin ár hefur það verið siðvenja, að leiknefnd bjóði leikurum og vildar- vinum þeirra til átveizlu og samdrvkkju uppi á lofti í Iðnó (fyrir mjög vægt verð) að lokinni frumsýningu. Atliöfn þessi fer fram í því tilefni að þá er öllu puði, allri vimiu, öllu starfi í sambandi við drömuna lokið, eins og sögumaður komst að orði. 1 át- og drykkjuveizlum þessum eiga menn

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.