Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 2
COVID-kirkjan og Birgitta Haukdal E ins og oft hefur komið fram er Svarthöfði vel giftur og barna- lán hefur leikið við hann. En eins og barnafólk þekkir um allan heim geta seinni- partarnir orðið strembnir. Þó Svarthöfði myndi hvergi ann- ars staðar vilja eyða sínum seinnipörtum, er hann alltaf feginn þegar þeir taka enda og börnin skríða úr baði og upp í rúm. Það er einlæg trú Svart- höfðahjóna að jöfn þátttaka í heimilisverkum sé forsenda jafnrar stöðu á heimilinu og því tekur Svarthöfði alltaf þátt í nauðsynlegum hús- verkum þeim er heimilishaldi fylgja, nema á mánudögum. Á mánudögum fer frú Svart- höfði nefnilega að heiman á sinn vikulega briddsfund og gefst Svarthöfða þá vel þegið rými til þess að njóta seddu sinnar í sófanum eftir mat og svæfingaraðgerðir. Til þess að njóta þessara stunda hafði Svarthöfði keypt sérstakan stól með háu baki sem grípur höfuð hans er hann dottar. Nýliðinn mánudag nýtti Svarthöfði einmitt í þetta. Nautnin var slík að hann hafði rétt kveikt á fréttatímanum er augnlokin tóku að þyngjast. Fréttin sem við blasti fjallaði um að almenningur væri síður tilbúinn til þess að leyfa smitrakningarteymi að kafa ofan í einkalíf sitt án dómsúr- skurðar og að svar yfirvalda við því væri að gera það samt. Smitrakningarteymið hafði nefnilega, að sögn forstjóra Persónuverndar, hvers starf er einmitt að koma í veg fyrir svona lagað, „ríkar heimildir“. Þessar „ríku heimildir“ voru ekkert útskýrðar nánar, en hver er Svarthöfði að spyrja spurninga þegar slík hætta steðjar að? Seinna í fréttinni sagði frá því að búið væri að fresta fundum Alþingis varanlega og ríkisstjórn heyrði nú undir þríeykið. Þórólfur, hinn al- máttugi, leiðir nú þjóðstjórn, Guðni var sviptur völdum, ef einhver voru, en fær áfram að búa á Bessastöðum og plokka þar rusl á ríkisjörðum. Fyrsta verk Þórólfs, sem nú gekk undir nafninu Þórólfur hinn almáttugi, var að leggja á út- göngubann og samkomubann fært niður í tvo plús börn. Bókasöfnum var lokað en bók Þórólfs, „Hugmyndir Þórólfs hins máttuga um vörn gegn veiru“, hafði verið prentuð í 364.134 eintökum, ein á kjaft, og dreift til allra í landinu. Björn Ingi Hrafnsson, æðsti- prestur COVID-kirkjunnar, skrifaði innganginn. Keilusöl- um var lokað, líkamsræktar- stöðvum skellt í lás og ísbúðum breytt í dreifingarmiðstöðvar andlitsgríma og sótthreinsi- vökva. Bragðarefurinn með þristi, jarðarberjum og hvítri súkkulaðidýfu var ei meir. Þá voru mannréttindi af- lögð að ráði forstjóra Persónu- verndar, enda trompa „víð- tækar heimildir“ Þórólfs þau hvort eð er. Þegar breyta átti þjóðsöngnum í lagið „Ég hlýði Víði“ sungnu af Birgittu Hauk- dal, hrökk skelkaður Svart- höfði upp við hurðarskelli. Frú Svarthöfði var komin heim og matardiskarnir enn á borðinu. Svarthöfða þykir óþægi- legt þegar raunveruleikinn og draumaheimur blandast svona saman, en hristi þá ónotatil- finningu fljótt af sér og setti í vél. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Margmennisskömm B oðum og bönnum fylgja brot og alls konar bit. Og jafnvel þó að eitthvað sé ekki bannað getur það verið „illa séð“. Hornaugað er sjaldnast huggulegt. Þannig hófst kvöld eitt fyrir nokkrum vikum. Ég hitti samstarfskonu mína í einn drykk á róleg- um stað, snemma kvölds. Kom mér heim á skikkan- legum tíma, með sprittið í veskinu og frekar bjartsýn á lífið. Vaknaði á laugardegi með óttann og kvíðann. Hvað hafði ég verið að hugsa? Að umgangast fólk á vínveitingastað á þessu ári? Ónei. Við værum örugglega báðar sýktar. Hel- sýktar. Jesús minn, það rýkur örugglega úr mér. Ég er geislavirk af veiru – og skömm. Ég krosslagði hendur á bringunni og veltist um í eftirsjá. Klukkan var ekki orðin sjö og ég búin að klúðra þessu lífi. Ég reyndi kerfislega að hugsa um sóttvarnahólfin í fyrirtækinu. Ef við vín-konurnar værum sýktar myndum við hægt og rólega sýkja allt fyrirtækið út frá okkur. Ég myndi eitra B-hólf og hún A-hólf. Ég fann svitann spretta fram á efri vörinni og langaði að biðja einhvern afsökunar. Hvern? Víði? Ég braut ekki lög eða reglur. Þórólf? Ég sprittaði mig. Ölmu? Ég faðm- aði engan né frussaði. Ó, guð, ég talaði samt hátt. Æ, nei, ég hef örugglega frussað smá á ein- hverjum tímapunkti. Jafnvel mikið. Ég velti mér yfir á hina hliðina. Ég get ekki leyft þessu að gerast! Þetta er verkefni – ég er nú með mastersgráðu í verkefna- stjórnun. Koma svo – hugsa þetta í lag. Ég sýki B-hólf og hún A- hólf. En þá er C-hólf enn ósýkt! Guði sé lof. Fréttablaðið getur þá haldið áfram. Ég er ekki búin að gera út af við fyrirtækið mitt. ÓNEI! Skyndilega. Mjög skyndilega, mundi ég það. Ég hafði hitt dóttur manns sem starfar í C-hólfinu. Ég talaði við hana. Ég sýkti hana pottþétt. Hún býr hjá föður sínum sem er nú fórnarlamb mitt. Elsku barnið fer heim – sýkir pabba sinn og nú er C-hólfið orðið sýkt. Ég get ekkert gert annað en að draga upp fyrir haus. Ég finn strax hvernig andþyngslin gera vart við sig. Öll hólf sýkt. Smitskömmin hellist yfir mig eins og flatt diet-kók yfir klaka. Taugakerfið víbrar. Eftir á að hyggja er líklega minna álag á alla ef ég fæ mér bara rauðvínsglas heima og horfi á Friends það sem eftir er árs. Dósahláturinn verður að duga í bili. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Peace-merki dugar ekki ef gríman er vitlaust sett á eins og hér. Hún þarf að ná yfir nefið. MYND/TM Inga Lind Karlsdóttir fram- leiðandi og fluguveiðimaður elskar að veiða og skipta þá flugurnar sköpum. 1 Jock Scott Nýjasta uppáhaldið mitt er fluga sem ég hef aldrei átt og aldrei veitt á. Hún er hins veg- ar næsta fluga sem ég ætla að verða mér úti um. Jock Scott er ekki bara ein frægasta og vinsælasta fluga síns tíma, hönnuð á 19. öld, heldur líka ein sú alfallegasta sem hægt er að finna. Hver veit nema hún virki enn í íslenskum ám sumarið 2021? Það er bara ein leið til að komast að því. 2 Frances Bæði svört og rauð og í öllum stærðum, frá litlum krúttum með gylltum króki og upp í túpur sem nauðsynlegt er að setja undir þegar vatnið býður ekki upp á neitt minna. Frances er óumdeilanlega ekki fallegasta flugan í boxi nokkurs veiðimanns, en hún er fáránlega aflasæl, ekki síst í mínum bókum, og hefur alltaf verið. Ég veiddi minn fyrsta lax á svarta Frances og líka stærsta laxinn minn í ár. 3 Bleikur Nobbler Ég er tiltölulega nýfarin að veiða sjóbirting og er rétt að komast inn í flugutískuna á þeim vettvangi. Enn sem komið er toppar ekkert bleika nobblerinn sem ég fékk 95 cm sjóbirting á í fyrra. 4 Hitch Hitch eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er svo gaman að fylgjast með þeim skauta yfir hylinn á yfirborðinu og ég held að fátt toppi tökuna þegar árásargjarn lax ræðst á hana. 5 Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow Þessar eru líka alltaf til í box- inu mínu. Truflaðar flugur og ég er með þá kenningu að ef laxinn tekur þær ekki þá er hann annað hvort ekki í hylnum eða hann mun ekki taka neitt þann daginn. Svo verð ég að lauma Frigga inn í lokin. Ég ætla ekki að ljúga þó sá gaur, í ýmsum litum, sé ekki áberandi í boxinu hefur hann gefið okkur hjónum fjölmarga fiska, bæði laxa og sjóbirtinga, og þar með fram- kallað óumræðilega gleði. FLUGURNAR 2 EYJAN 9. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.