Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 16
16 EYJAN 9. OKTÓBER 2020 DV Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is SÆNSKA LEIÐIN Í GEGNUM COVID Núna þegar sóttvarnaaðgerðir hérlendis hafa verið hertar er verið að slaka á höft- um í Svíþjóð. Svíar fóru talsvert aðra og mildari leið í sóttvörnum en Íslendingar. Sé hlutfall látinna í Svíþjóð yfirfært á Ísland myndi það samsvara 207 dauðs- föllum hérlendis af völdum veirunnar. Kórónaveiran hefur lagt undir sig heiminn, ef svo má að orði komast. Ísland vakti athygli í upphaf i faraldursins fyrir ákveðin og hörð viðbrögð við faraldrinum og í byrjun sumars leit út fyrir að „íslensku viðbrögðin“ hefðu sigrað faraldurinn og Ísland varð eins konar fyrirmyndar- ríki í augum annarra þjóða sem enn glímdu við vágestinn COVID-19. Svíþjóð vakti sömuleiðis at- hygli fyrir sín viðbrögð. Þau voru mun vægari en víðast hvar í heiminum. Afslöppuð nálgun með tilheyrandi dánar- tíðni vakti óhug þegar tölur fóru að berast frá Svíþjóð yfir fjölda þeirra sem höfðu látið lífið vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið voru sænsk yfirvöld harðlega gagnrýnd. Síðan leið sumarið. Aftur glímir heimurinn við veiruna í því sem hefur verið nefnt önnur, og jafnvel þriðja, bylgja faraldursins. Annað er þó upp á teningun- um í Svíþjóð. Þar er nú verið að slaka á sóttvarnaaðgerðum og ekkert bólar á annarri bylgjunni. Þetta hefur vakið mikla athygli. Var sænska leiðin kannski rétta leiðin eftir allt saman? DV hafði samband við Íslending sem býr í Sví- þjóð og hefur fylgst vel með þróun mála. Viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni. Faraldur eftir skíðaferðir Kórónaveiran er talin hafa borist til Svíþjóðar í lok janú- ar þegar sænsk kona sneri til baka úr ferðalagi til Wuhan í Kína, en kórónaveiran er talin eiga uppruna sinn á því svæði. Konan greindist jákvæð fyrir veirunni við komuna til lands- ins en ekki er talið að hún hafi valdið frekara smiti. Hins vegar hófst samfélagssmit ekki fyrr en nokkru síðar þegar fjöldi Svía sneri til baka úr ferðalögum, meðal annars til skíðasvæða í Ölpunum, en þangað hefur gífurlegur fjöldi tilfella verið rakinn, bæði á Ís- landi sem og í Svíþjóð. „Þetta brast á í Svíþjóð í lok mars/apríl í vor þegar tug- þúsundir Svía komu til baka úr skíðaferðalögum. Við erum ekki að tala um einhverja tugi manna sem voru að koma frá Austurríki eins og með flugi Icelandair til Keflavíkur. Við erum að tala um tugi þúsunda sem voru að koma til baka, en Svíar fara mikið á skíði,“ segir viðmælandinn. Síðan þá hafa tæplega hundrað þúsund Svíar greinst með kórónaveiruna og tæp- lega sex þúsund látist. Flest voru dauðsföllin í vor og upp- hafi sumars, eða fljótlega eftir að faraldurinn skall á Svíum af fullum þunga. „Þess vegna byrjaði þetta með svo miklum látum hér. Þess vegna varð svona alvarlegt og almennt smit strax í upphafi. Miðað við þessar aðstæður þá voru varnir á til dæmis heimilum eldri borgara, öldrunarheim- ilum, dvalarheimilum, svo litl- ar. Þess vegna varð svo mikið mannfall í upphafi. Smitið var svo almennt, menn áttuðu sig ekki á hvað var að gerast og þetta gerðist svo hratt.“ Tilmæli fremur en reglur Svíar fóru aðra leið en Ís- lendingar þegar kom að því að marka stefnu og setja á takmarkanir vegna veirunnar. Svíþjóð hefur þá sérstöðu að lögum samkvæmt eru það heilbrigðisyfirvöld sem leggja línurnar og marka stefnu í gegnum faraldurinn og stjórn- málamenn hafa mun minni afskipti af aðgerðum heldur en víða annars staðar í heim- inum. Eins hefur í Svíþjóð fremur verið farin sú leið að beina leiðbeiningum og tilmælum til íbúa, frekar en að binda sóttvarnaráðstafanir í lög og reglur enda þykir það brjóta gegn stjórnarskrá landsins að setja lög sem eigi að hefta frelsi íbúa til ferðalaga og at- hafna. „Svíar eru agaðir. Þeir fylgja reglum. Reglur um fjar- lægðartakmarkanir eru virtar og fólk fer eftir því. Hefð- bundnir skemmtistaðir eru ekki opnir. Leikhús eru lokuð – eða voru það. Nú er verið að rýmka reglur um sviðslistir og íþróttir. Það á að heimila í auknum mæli að hleypa fólki inn í leikhúsin og á íþrótta- leiki – þó með ströngum skil- yrðum.“ Markvissar aðgerðir Hann segir að Svíar hafi farið í mjög stöðugar aðgerðir sem hafi haldist nánast óbreyttar allt frá því í byrjun apríl. „Þessar stöðugu, markvissu og ákveðnu sóttvarnaaðgerðir. Þær hafa skilað árangri. Land- inu var aldrei lokað og okkur voru settar ákveðnar megin- reglur sem var svo farið eftir.“ Viðmælandi DV segir þetta töluvert ólíkt þeim aðgerðum sem farið var í á Íslandi þar sem harðar takmarkanir voru settar á landamærin, þeim af- létt og svo komið á aftur, eða samkomutakmarkanir sem voru settar á, hertar, slakað á og teknar af til skiptis allt frá því í mars. Slíkt skapi óvissu og þreytu. Svíar finni minna fyrir hinni svonefndu farsóttarþreytu þar sem að- gerðirnar hafi verið mark- vissar og stöðugar og nokkuð fyrirsjáanlegar. „Ég held að Svíum hafi tek- ist að halda þessu í skefjum með innanlandsaga og með því að fylgja þeim reglum sem voru settar. Ég held að það hafi borið árangur líka að vera ekki að hlaupa fram og til baka með nýjar reglur í hina og þessa áttina. Það voru bara settar takmarkanir í reglur og þær hafa verið í gildi allt þar til núna.“ Opin landamæri Landamæri Svíþjóðar hafa verið opin í gegnum farald- urinn og ferðamenn áfram boðnir velkomnir. „Það er ekki skimun við komu og ekki krafa um sóttkví. Ef Íslendingur er að koma frá Keflavík til Stokk- hólms þá er hann ekki krafinn um vottorð eða skimunarstað- festingar. Hann bara kemur hingað inn eins og hver annar ferðamaður.“ Sóttvarnalæknir, Anders Tegnell, hefur dregið í efa gagnsemi harkalegra aðgerða á borð við útgöngubann eða lokun landamæra og engar rannsóknir bendi til þess að slíkar aðgerðir séu gagnlegar í baráttunni við veiruna. Þvert á móti sé það ljóst af sögulegu samhengi að lokun landamæra sé með öllu tilgangslaus. Í besta falli gæti það tafið far- aldurinn í eina viku auk þess sem slík lokun færi gegn ráð- leggingum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Hann segir að þótt Svíar ferðist minna innanlands sé það ekki svo að ekkert líf sé í Svíþjóð. „Það má segja að þetta hafi bitnað á ferðaþjón- ustu innanlands. Menn eru ekki mikið að fara í lestar- ferðir út á land, í innanlands- flug eða annað. En hins vegar er ekki mikil lokun í gangi. Hótel eru enn með opið og það er líf í samfélaginu. Það er ekki alkul og Svíþjóð er opið land og það flæðir fólk hingað inn. Svíar eru að ferðast sjálf- ir til að mynda til Kanaríeyja og svona. Grímunotkun er ekki al- menn hér. Það er mælst til þess að þær séu nýttar í al- menningssamgöngum eða þar sem fólk er þétt saman. En þú sérð ekki grímur á götum úti, eða í verslunum. Sóttvarna- læknir hefur sagt að fyrir því séu nokkrar ástæður. Það þýði ekki að segja ákveðnum hluta þjóðarinnar að nota grímur en sleppa öðrum – það eigi jafnt yfir alla að ganga – og eins geti menn sett grímurnar vit- laust á sig og með því skapað falskt öryggi sem er hættu- legt.“ Ekki hjarðónæmi Misskilnings gætir oft í um- ræðunni um viðbrögð Sví- þjóðar við kórónaveirufaraldr- inum. Sumir virðast halda að til engra aðgerða hafi verið gripið og markmiðið sé að ná fram hjarðónæmi. Sóttvarna- læknir Svíþjóðar, Anders Tegnell, hefur hafnað þeim Dauðsföll vegna COVID-19 Látnir Íbúar Svíþjóð 5.892 10.343.000 Ísland 10 364.134

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.