Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 33
Matseðill
Geirs Gunnars
Morgunmatur
Hafragrautur úr tröllahöfrum,
chia-fræjum, möndlum, kókos-
flögum, niðurskornu epli og
kanil. Þessi klikkar aldrei og
hefur haldið mér gangandi frá
því að ég man eftir mér.
Millimál nr. 1
Lífkornabrauðsneið eða hrökk-
brauð með smjöri, osti og gúrk-
um. Hálf appelsína og eitt egg.
Þetta er svona týpískt.
Hádegismatur
Ýmis eldaður matur á vinnu-
stöðum mínum, annars afgangar
að heiman.
Millimál nr. 2
Lúkufylli af möndlum, epli og ein
teskeið hnetusmjör.
Kvöldmatur
Heimilismatur. Síðasta kvöld-
máltíðin mín var soðin ýsa með
soðnu grænmeti og ég bætti við
súrkálinu mínu og nokkrum tóm-
ötum. Í eftirrétt er alltaf eitt gott
epli. Borða ekkert eftir klukkan
19 og aðhyllist 12:12 föstu sex
daga vikunnar. Það er að segja
ég borða ekkert í tólf klukku-
stundir, frá sjö á kvöldin til sjö
á morgnana, en borða reglulega
hinar tólf klukkustundirnar.
Það er hægt er að fylgjast með
Geir Gunnari á Facebook og
Insta gram undir „Heilsugeirinn“.
Gúllassúpa lögfræðingsins (konunnar)
Nú er haustið komið og við erum þó
nokkuð með súpur og matarmikil
gúllassúpa er eitthvað sem klikkar
ekki núna þegar farið er að kólna í
veðri. Ekki skemmir fyrir að dætur
mínar elska þessa súpu.
500 g nautagúllas
2-3 rauðlaukar
2 msk. ólífuolía
2 nautateningar
1 grænmetisteningur
2 dósir hakkaðir tómatar
3 tsk. tómatkraftur/puré
2 lítrar vatn
1 -2 tsk. paprikuduft
6 hvítlauksrif
6-8 kartöflur, skornar
4 gulrætur, skornar
1 paprika
1 peli rjómi
Salt, pipar og timían
Fersk steinselja
Sýrður rjómi
Hitið olíu og snöggsteikið lauk og
kjöt. Bætið þá hvítlauk, papriku og
tómatkrafti út í og eldið í 10 mín.
Bætið síðan vatni út í ásamt tómöt-
um, krafti, paprikudufti, kartöflum og
gulrótum og látið sjóða í a.m.k. 1 klst.
Hellið rjómanum saman við og
kryddið með salti, pipar og timían.
Látið sjóða í aðra klst. og lengur ef
tími gefst. Það ætti eiginlega að vera
sér töluliður, en á þessum tveimur
tímum sem súpan fær að malla er
virkilega mikilvægt að smakka til og
krydda og smakka svo meira. Jafnvel
að bæta krafti út í ef með þarf.
Berið fram toppað með sýrðum
rjóma og steinselju.
Hugmynd að framreiðslu
Borið fram með nýbökuðu brauði til
að dýfa í súpuna. Rauðvín smakkast
alveg sérlega vel með þessari súpu
fyrir þá sem það þiggja.
Geir Gunnar fær sér að minnsta kosti tvö til þrjú epli á dag. MYND/STEFÁN
G eir Gunnar Markússon starfar sem næringar-fræðingur á Reykja-
lundi. Hann er ritstjóri heima-
síðu Náttúrulækningafélags
Íslands, nlfi.is, og skrifar
mikið um hin ýmsu heilsu-
tengdu málefni. Hann sinnir
einnig næringar- og heilsuráð-
gjöf í formi fyrirlestra í fyrir-
tækjum, félagasamtökum og
íþróttafélögum, en þó lítið
undanfarna mánuði vegna
COVID-19.
Við fengum Geir Gunnar til
að fara yfir venjulegan dag í
lífi sínu. „Flesta virka daga
vakna ég um klukkan sex og
útbý minn daglega morgun-
mat, sem ég hef gert síðan ég
man eftir mér. Kem mér svo
hjólandi í vinnuna og seinni-
partinn eftir vinnu næ ég í
dæturnar í skóla, skutlast í
frístundir, eltist við dæturnar
heima, elda mat og kem dætr-
unum niður. Kvöldin eru róleg
og oftast er ég dauðþreyttur
eftir langa daga. Ég reyni að
vera kominn í háttinn fyrir
klukkan 22.30 svo ég fái nægi-
legan svefn. Æfingar síðustu
árin hafa aðallega verið í formi
20-30 kílómetra hjólreiðatúra
til og frá vinnu. Um helgar
hleyp ég, eða hjóla, lengri túra
og hef sérlega gaman af því að
hlaupa tvær til þrjár ferðir á
Helgafellið í Hafnarfirði. Ef
tími gefst til næ ég einni til
tveimur styrktar æfingum á
viku í vinnunni, eða á kvöldin
ef ég hef orku, sem er sjaldn-
ast,“ segir hann.
Alæta með áherslu
á „flexitarian“
Geir Gunnar segist ekki fylgja
neinu ákveðnu matar æði. „En
ætli mitt mataræði sé ekki
mest í ætt við „flexi tarian“
mataræði þar sem áherslan
er á jurtafæði, en dýraafurðir
eru takmarkaðar og þá sér-
staklega rautt kjöt. Af kjötaf-
urðum er meira neytt af fiski,
alifuglakjöti og eggjum. Mikið
af próteinum kemur úr hnetum
og baunum. Þetta mataræði á
einnig að stuðla að meiri sjálf-
bærni og umhverfis vernd og
rímar það vel við mig, sem
er mikill umhverfisverndar-
sinni,“ segir hann.
„En ég er enginn 100 pró-
sent „flexitarianisti“ og fæði
mitt er alætufæði. Sem nær-
ingarfræðingur reyni ég
að borða sem fjölbreyttast,
fiskur tvisvar í viku, borða
reglulega, mikið af græn-
meti og ávöxtum, að minnsta
kosti tvö til þrjú epli á dag
og drekka aðallega vatn. Allt
er þetta nú mjög týpískt en
þetta þrælvirkar fyrir mig og
þetta gefur mér þá orku sem
ég þarf yfir daginn. Minn
helsti löstur í mataræði væri
of mikil kaffidrykkja.“
Samdi við konuna
Aðspurður hvort hann verji
miklum tíma í eldhúsinu og
sé góður kokkur segir Geir
Gunnar: „Ég veit ekki hvort
ég á að segja þetta, en jú, ég
MATARMIKIL GÚLLASSÚPA
Á KÖLDU HAUSTKVÖLDI
Næringarfræðingnum Geir Gunnari er mjög umhugað um heilsu.
Hann fylgir fjölbreyttu mataræði með áherslu á svokallað „flexi
tarian“ mataræði. Hvað ætli hann borði á venjulegum degi?
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
læt það flakka. Ég var orðinn
svo þreyttur á spurningunni:
„Hvað eigum við að hafa í
matinn?“ að ég samdi við kon-
una fyrir nokkrum mánuðum
um að við myndum skiptast á,
á vikufresti, að sjá um mat-
inn og matarinnkaupin. Þetta
hefur gengið vonum framar
og ég er hættur að fá þessa
leiðindaspurningu. Ég hvet
fleiri pör til að prófa þetta,
það einfaldar lífið og útrýmir
leiðinlegustu spurningu allra
tíma,“ segir hann.
„Almennt er ég nú ekki mik-
ill matgæðingur eða kokkur
og konan segir stundum í
gríni að ég gæti bitið gras og
skolað því niður með lýsi, ef
það gæfi mér öll næringarefni
sem ég þarf.“ n
MATUR 33DV 9.OKTÓBER 2020