Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2020, Blaðsíða 27
FÓKUS 27DV 9. OKTÓBER 2020 Áhrifavaldur- inn Nicole Coulter próf- aði að drekka sellerísafa í viku og deildi upplifun sinni á YouTube. Myndbandið hefur fengið yfir átta millj- ón áhorf. RÁÐ • Gefðu þér allavega hálftíma í að drekka safann fyrsta daginn og gerðu ráð fyrir að vera heima næsta hálftíma eftir á, því þú þarft alveg örugglega á kló- settið fljótlega eftir að þú ert búin/n að innbyrða safann. • Geymdu hratið sem verður eftir, settu það til dæmis í klakabox og svo þegar það er frosið geturðu sett það í box eða poka og geymt í frystinum og notað í súpur og þeytinga. • Það er þægilegra að nota lífrænt sellerí. Það var eina selleríið sem ég þurfti ekki að skrúbba og svo var minnst af laufum á því. • Notaðu hanska. Ég var með ein- nota plasthanska sem ég skolaði og hengdi upp með síunarpok- anum eftir hvert skipti. Fyrsta daginn sem ég gerði safa notaði ég ekki poka og hendurnar á mér lyktuðu eins og sellerí allan dag- inn, sama hversu oft ég þvoði þær með sápu. • Ef þú hefur smá tíma settu saf- ann inn í ísskáp í smá stund, þó það sé ekki nema í 15-30 mín., hann er mikið skárri kaldur en við stofuhita. Skotheldur sellerísafi Hráefni Ca. 1 og ½ búnt sellerí Vatn eftir þörfum Ég reiknaði þetta gróflega að um 500 grömm af skoluðu og skornu selleríi gæfu tæplega 500 ml af safa. Ég notaði ekki laufin. Skolaðu selleríið vel. Skerðu það í bita áður en þú setur það í blandara. Annars geta „strengirnir“ í selleríinu verið til vandræða. Settu smá vatn með í blandarann, það kom mér á óvart hvað það þurfti lítið vatn. Bættu við eftir þörf- um. Þú þarft meira vatn ef þú ert ekki með „plastprik“ til að hræra í blandaranum á meðan hann er í gangi. Settu síunarpokann yfir skál og helltu selleríinu í pokann. Kreistu allann safann úr pokanum. Helltu safanum í glas og drekktu. Ég mæli með að klaufar eins og ég noti trekt í þetta skref. myndi hreinlega umturna lífi mínu til hins betra, þá verð ég að viðurkenna að þetta var smá bömmer. Var alla- vega að vonast til að losna við smá bólur og prumpa ekkert í nokkra daga. Sam- kvæmt öllum sögunum frá fólki sem lofsamar safann þá virkar hann greinilega fyrir einhverja, bara ekki fyrir mig. Svo gæti verið að ég hefði þurft að drekka hann lengur, og sumir finna fyrir áhrifum á undan öðrum. Það má heldur ekki gleyma „pla- cebo“ áhrifunum og öllu öðru því sem gæti spilað inn í að fólki líður betur þegar það innbyrðir safann. Ætla samt ekki að neita því að sellerí er meinhollt og allir hafa gott af því að innbyrða meira græn- meti. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er sellerísafi engin töfralausn en gæti látið þér líða aðeins betur. Mér fannst þetta skemmtileg tilraun og miðað við allar jákvæðu um- sagnirnar sem þessi einfaldi safi hefur fengið þá er það þess virði að prófa, að mínu mati. Kannski mun ég ein- hvern tíma prófa að drekka safann í mánuð og sjá hvort það hafi einhver áhrif. En miðað við verð og vesen þá er ég ekki að fara að gera það á næstunni. n Sími:5516659 Staðsetning: Síðumúla 33 108 Reykjavík „verð frá 4.900.- og sendum um allt land“ „Einu íslensku framleiðendur á axlaböndum síðan 1942“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.