Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 23
sem togast til og frá.“ Unnur vildi þó helst búa hjá mömmu sinni. „Án þess að átta mig á því þá gat ég ekki farið frá mömmu.“ Nokkrum árum eftir að mæðg- urnar f luttu á Vatnsstíginn bauðst Eddu að fá Notendastýrða persónu- lega aðstoð (NPA) og opnuðust þar með nýjar dyr. „Ef ég man rétt þá er mamma ein af fyrstu sjúkling- unum til að fá að prófa þetta.“ Það breytti öllu. „Þetta varð til þess að við gátum átt eðlilegra samband og notið samveru hvor annarrar sem mæðgur, en ekki sem veikur ein- staklingur og umsjáraðili.“ Aðstoðin sé nauðsynleg fyrir fólk í þessum sporum. „Það er nóg að vera veikur og þurfa að kljást við að vera lamaður, án þess að þurfa í ofanálag að hafa áhyggjur af dýnamík innan fjölskyldunnar,“ segir Unnur for- viða. NPA aðstoði fólk við að festast ekki í hlutskipti sjúklings. „Fólk vanmetur hvað það skiptir miklu máli að geta haldið eðlilegu fjölskyldulífi og tengslum, þó svo að auðvitað sé það aldrei hægt hundrað prósent.“ Bombaði hjólastólnum í hurðina Edda var þó aldrei bara sjúklingur í augum Unnar og veigraði hún sér ekki við að rífast við mömmu sína eins og unglingum einum er lagið. „Við áttum auðvitað líka rosalega eðlileg mæðgnasamskipti. Utanað- komandi aðilar sáu hana oft bara sem sjúkling en ég var bara, hey þetta er mamma og var pirruð út í hana vegna þess að hún skammaði mig.“ Á morgnana greip Edda iðulega til sinna ráða þegar Unnur var að sofa yfir sig. „Þá keyrði mamma bara hjólastólnum inn og bombaði honum í hurðina,“ segir Unnur hlæj- andi. Mæðgurnar eigi það sameigin- legt að vera mjög tilfinningaríkar manneskjur. „Hún var aldrei að passa sig að sýna ekki veikan blett á sér og talaði opinskátt um alls konar hluti. Það var alltaf allt á yfirborðinu hjá henni.“ Sá eiginleiki kom sér vel á kyn- þroskaaldrinum, þar sem Unnur gat átt í opinskáum samræðum við móður sína. „Það voru aldrei nein formlegheit okkar á milli, sem gerði samskiptin okkar svo miklu þýð- ingarmeiri.“ Fordómar gegn lömuðum Edda var alla tíð kýrskýr í kollinum og hafði sjúkdómurinn engin áhrif á huga hennar. Þrátt fyrir það var iðu- lega komið öðruvísi fram við hana, að sögn Unnar. „Fólk gerði ráð fyrir því að mamma væri ekki bara lömuð heldur að sjúkdómurinn hefði líka áhrif á heilann í henni.“ Slíkt tíðkast yfirleitt ekki hjá MND sjúklingum. „Það sem fólk gerir sér ekki grein fyrir er að þegar vöðvarnir hætta hægt og rólega að virka eins og með MND, þá veikist röddin.“ Það sé oft túlkað sem vitsmunabrestur. „Það var stundum rosa erfitt fyrir mig að vera með mömmu innan um almenning.“ Það fór fyrir brjóstið á Unni þegar fólk starði, og þá kunni hún illa við þegar fólk beindi orðum sínum að henni en ekki móður hennar. „Ég þurfti oft að útskýra fyrir fólki að ég ætti ekkert erindi við það, heldur væri mamma mín sú sem ætti að tala við.“ Það hafi verið algengt að fólk beindi sjónum sínum að fólkinu fyrir aftan hjólastólinn en ekki að manneskjunni sem sat í honum. Gafst aldrei upp Það fór þó aldrei á milli mála að Edda væri ofurkona, að mati Unnar. „Mamma var með svo sterka nær- veru og þessi nærvera var alltaf til staðar, líka þegar hún var í hjóla- stól.“ Það hafi verið auðvelt fyrir hana að fá fólk í lið með sér. „Sem er líklega ein ástæða þess að henni tókst að safna í kringum 200 millj- ónum fyrir endurbætur á endur- hæfingarstöðinni Grensás, þar sem hún eyddi miklum tíma.“ Annað sem einkenndi Eddu var óbilandi jákvæðni. „Hún bara hélt áfram og gafst aldrei upp.“ Eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist hætti Edda að leikstýra og opnaði verslunina Súkkulaði og rósir. Þegar búðinni var lokað árið 2008, tók hún upp myndlist og fór að mála með munninum, eins og lands- menn muna f lestir eftir. Neyðin kennir naktri konu að spinna var ætíð mottóið hennar Eddu að sögn Unnar. „Það var alveg magnað að fylgjast með henni,“ segir Unnur sem kveðst ekki geta sett sig í spor móður sinn- ar. „Ég gerði mér stundum ekki grein fyrir því hversu rosalega dugleg mamma var. Hún þreyttist aldrei á því að tala um jákvæðu hliðarnar á þessu.“ Torveld unglingsár Unnur kveðst ekki hafa erft skap móður sinnar, en það sé þó allt að þokast í rétta átt. „Hún var alltaf í besta skapinu og var alveg þekkt fyrir það.“ Annað var uppi á teningnum hjá Unni á táningsárunum. „Þegar ég var unglingur var ég alveg rosalega reið manneskja.“ Ástæða reiðinnar lá ekki alltaf í augum uppi en tengd- ist, eftir á að hyggja, veikindum Eddu. „Þegar ég þurfti að horfast í augu við veikindi hennar, þegar þau urðu bersýnileg eða kölluðu á athygli, fylltist ég af reiði.“ Þetta tímabil var Unni erfitt og var hún í stöðugu basli með sjálfa sig. „Sem er kannski eðlilegt þar sem ég hafði ekki öðlast tilfinn- ingalegan þroska til að takast á við hlutina sem voru að gerast í mínu lífi.“ Reiðin hafi í raun bara verið útrás fyrir sorgina sem fylgi því að eiga veikt foreldri. „Ég var bara ekk- ert meðvituð um að ég væri leið, þar sem þetta var allt hluti af mínu dag- lega lífi.“ Á þessum tímapunkti var draum- urinn um að tilheyra leikhúsheim- inum verulega fjarlægur. „Ég vildi bara ekkert með þetta hafa og þvertók fyrir að ég myndi nokkurn tímann verða leikkona.“ Afneitunin hafi sennilega náð yfir allan lista- heiminn eins og hann lagði sig, þar sem Jón Axel, faðir Unnar, er mynd- listarmaður. „Óháð því hvort maður elst upp með veiku foreldri eða ekki, þá eru unglingsárin alltaf tileinkuð uppreisn gegn foreldrum og æðra valdi.“ Svo margt ósagt Listagyðjan sigraði þó að lokum og gengst Unnur fúslega við því að hennar tvær helstu ástríður, mynd- Unnur nálgast leiklistina út frá sínum eigin forsendum og forðast að setja á sig pressu í tengslum við velgengni Eddu á sviðinu. MYND/ EYÞÓR Þegar Unnur svaf yfir sig átti Edda það til að keyra hjóla- stólnum sínum í hurðina til að koma dóttur- inni á lappir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Mæðgurnar skrópuðu stundum í skólanum til að geta átt daginn saman. og leiklist, komi beint frá foreldrum hennar. Hún hóf nám við Listahá- skóla Íslands á síðasta ári þar sem hún nemur leiklist, ásamt því sem hún sinnir myndlistinni í frítíma sínum. Ljúfsár tilfinning fylgdi þeim áfanga að stíga inn í heiminn sem tilheyrði áður móður hennar. „Það er svo skrítið að vera búin að opna á þetta núna en geta ekki farið til mömmu. Ég get ekki farið og sagt henni frá, eða spurt hana að neinu. Það er svo rosalega margt sem við náðum ekki að tala um.“ Gaman að líkjast mömmu Frá því Unnur byrjaði í listaháskól- anum hefur hún þó fengið að heyra ófáar sögur frá ýmsum skeiðum í lífi móður hennar. „Pabbi minn er líka búinn að vera rosa duglegur að skjóta inn alls konar sögum tengdum hennar ferli sem leikkonu, hvernig hún nálgaðist sína atvinnu og hvaða tól hún var að nota,“ segir Unnur brosandi. „Það er mjög verð- mætt þar sem ég get ekki átt þessar samræður við hana.“ Unnur nálgast leiklistina út frá sínum eigin forsendum og forðast að setja á sig pressu í tengslum við vel- gengni Eddu á sviðinu. „Hún hefur samt alltaf verið mér mikil fyrir- mynd og ég finn það innra með mér að ég er með mömmu í hjartanu.“ Eitthvað af krafti hennar hafi orðið eftir. „Mér finnst líka mjög fallegt þegar vinir mínir koma upp að mér og segja mér að ég sé alveg eins og mamma mín.“ Unni hefur hingað til frekar verið líkt við föður sinn. „En í einstaka tjáningu og svipbrigðum finnst vinum mínum ég vera svo- lítið lík henni.“ Hent í djúpu laugina Með tímanum líkist Unnur móður sinni alltaf meira og meira, en það virðast vera örlög allra uppreisnar- gjarnra unglinga. „Það er rosa mikið af hlutum sem ég áttaði mig á eftir að hún fór. Hún var svo mikill fagurkeri og heimilið var heilagur staður fyrir henni.“ Auðvelt var fyrir ungling að vanmeta þann kost og gaf Unnur lítið fyrir smámuna- semina. „Ég skildi aldrei hvað hún var að pirra sig á einhverjum eyrna- pinnum við vaskinn.“ Í dag er tónninn annar. „Mér var hent í djúpu laugina þegar ég var átján ára og hún mamma deyr,“ segir Unnur. „Þá stóð ég allt í einu frammi fyrir því að þurfa að halda heimili.“ Þakklæti einkennir minn- ingar af því að færa eyrnapinna í ruslið og kveðst Unnur gleðjast við að finna að hún hafi óafvitandi erft ótal einkenni frá móður sinni. „Það er eins og hún hafi skilið eftir eitthvað ljós þegar hún fór.“ Þannig sé tilfinningin. „Með tím- anum finn ég hægt og rólega að mér skjátlaðist þegar ég hélt að ég yrði ótrúlega reið og ómöguleg eftir að mamma myndi deyja.“ Það hafi komið þannig dagar inn á milli en þeir hafi aldrei staldrað við lengi. „Ég hef lært svo margt eftir að mamma dó og tekið út mikinn þroska.“ Himinn og haf aðskilji lífið í dag og fyrir fjórum árum. „Sorgar- ferlið er líka mikið upp og niður. Þetta er ferðalag sem hættir aldrei.“ Jákvæðnin veiti þó góða liðveislu. „Þessi ljóstýra sem hún skildi eftir hefur alveg bjargað mér síðustu ár.“ HÚN VAR ALLTAF Í BESTA SKAPINU OG VAR ALVEG ÞEKKT FYRIR ÞAÐ. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.