Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 24
Hug my ndina fék k Sigga Dögg, eins og hún er alltaf kölluð, á fjölskylduferða-lagi í Mexíkó.„Þá hvíslaði lítil
rödd að mér að ég ætti að skrifa
barnasögu um alls konar f jöl-
skyldur og alls konar ást. Ég bægði
þessu frá mér, enda hafði ég engan
áhuga á því að skrifa barnasögu. En
hugmyndin hafði loksins náð í gegn
og ég heyrt í henni svo hún fór ekki
neitt, alveg sama hversu mikið ég
streittist við,“ segir hún.
Sagan ruddist fram með offorsi
„Svo þegar allt skilnaðarferlið fór af
stað hjá mér persónulega, sem ég á
þessum tíma var ekki meðvituð um
að væri að fara að hefjast, þá ruddist
sagan fram með offorsi. Ég gat ekki
annað en hamrað á lyklaborðið. Ég
í raun skrifaði hana á algerum met-
tíma þar sem ekkert annað komst
að hjá mér. Hún varð einhvern
veginn minn griðastaður á tímum
óvissunnar og eins og ef laust
margir foreldrar hafa upplifað sem
hafa gengið í gegnum skilnað, þá er
maður svo hræddur um börnin sín.
Þetta er ekki ferðalag sem neinn
leggur út í af léttúð og mér leið eins
og ég væri í einhvers konar hvirfil-
byl, sem feykti mér áfram og það
þýddi ekkert að streitast á móti,
vindurinn bara dreif mig áfram.
Þannig að þetta var í raun ég að
skrifa til mín, ég að fullvissa mig um
að þetta yrði allt í lagi, en bókin er
einmitt skrifuð áður en allt ferlið fer
formlega af stað hjá mér. Það er það
magnaða við þetta,“ segir hún ein-
læg, en Sigga og fyrrverandi eigin-
maður hennar skildu í vor.
Upplifði mikla sektarkennd
Bókin Að eilífu, ég lofa, er fyrsta
barnabók Siggu Daggar og er hún
hugsuð fyrir miðstig grunnskóla,
þó að hún telji að yngri og jafnvel
eldri börn muni geta speglað sig í
henni.
„Hún er hugsuð sem smá var
fyrir þau börn sem eru að ganga í
gegnum skilnað í fjölskyldunni.
Mig langaði að færa smá vonar-
glætu inn í þetta óvissuferli og gefa
foreldrum eitthvert verkfæri til að
ræða saman við börn sín um þessi
mál og spegla sig í sögupersónunum
og þeirra hugsunum.“
Sigga Dögg var opinská um eigin
tilf inningar í skilnaðarferlinu
frammi fyrir um átta þúsund fylgj-
endum sínum á Instagram og segir
það hafa hjálpað sér.
„Okkur er svo tamt að þjást í
þögninni og ef það er eitthvað sem
samtíminn stendur fyrir þá er það
samstaða. Mér fannst þetta þung
byrði að bera og upplifði mikla
sektarkennd og alls konar óreiðu-
kenndar tilfinningar. Og ég fann
virkilega stuðning í að deila með
fólki minni upplifun. Við erum
svo ótrúlega mörg að fara í gegnum
þetta og það er svo gott að opna á
sársaukann og finna að maður er
ekki einn.“
Skilnaður massíf sjálfsvinna
Sigga segist hafa tamið sér að opna
á leyndarmál sem þungt sé að
burðast með allt frá því hún missti
fóstur í fyrsta sinn.
„Þá áttaði ég mig á því að fólk
talaði ekki um sorgina og þetta
var afgreitt sem eitthvað ómerki-
legt. Það var ótrúlega gott að fá að
létta á sér og hleypa fólki að sér. Mér
finnst líka eins og margir hafi skilið
en það sé ekkert talað um það frá
mörgum hliðum og oft ekki neitt,
nema bara þegar að leita á einhvers
konar skýringa á því af hverju fólk
fer í sundur.
Ég er ekki einu sinni viss um að
mér þyki það skipta miklu máli.
Skilnaður er massífasta sjálfsvinna
sem maður fer í, ef maður nýtir
hana þannig, og það þykir mér í
raun mjög dýrmætt. Mér þykir
magnað að læra inn á sjálfa mig í
Gott að opna á sársaukann
Þegar Sigríður Dögg Arnardóttir undirbjó sig undir að segja börnum sínum þremur
að foreldrar þeirra væru að fara að skilja, las hún allt sem hún komst í varðandi áhrif
skilnaðar á börn. En þegar hún vildi lesa um efnið með börnum sínum greip hún í tómt
og ákvað að taka málin í sínar hendur og skrifaði bókina Að eilífu, ég lofa.
Sigga Dögg skildi sjálf fyrr á árinu og segist í raun hafa verið að skrifa til sín, til að fullvissa sig um að allt yrði í lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
EN AUÐVITAÐ EINS OG
ALLIR SEGJA MYNDI ÉG
ALDREI MÆLA MEÐ ÞESSU
FYRIR NEINN OG ÞETTA
ER EKKI EITTHVAÐ SEM
MAÐUR LEGGUR UPP MEÐ.
gegnum sársauka. En auðvitað eins
og allir segja myndi ég aldrei mæla
með þessu fyrir neinn og þetta er
ekki eitthvað sem maður leggur upp
með. En svo er lífið alls konar og við
verðum að vera í stakk búin til að
taka ábyrgð á því og okkur sjálfum.
Þó að það sé sárt og erfitt.“
Sigga Dögg hefur lesið bókina
fyrir börnin sín og segir hana hafa
snert alls konar taugar hjá þeim.
„Bæði þótti mér erfitt að lesa sumt
en gaman að lesa annað, svona eins
og ljósið við enda ganganna.“
Vildi vera vel undirbúin
Áður en Sigga Dögg og fyrrverandi
eiginmaður hennar tilkynntu börn-
um sínum um skilnaðinn segist hún
hafa lesið allt sem hún mögulega gat
fundið um sálræn áhrif skilnaðar á
börn, bæði eftir kyni og aldri.
„Ég vildi vita allt og vera undirbú-
in fyrir þetta ferli. Eða eins undir-
búin og ég taldi mig geta verið. Svo
auðvitað er ekkert hægt að undir-
búa sig. En þegar ég fór að leita mér
að lesefni fyrir okkur að lesa saman,
greip ég í tómt. Ég ætlaði eiginlega
ekki að trúa því,“ segir hún hissa.
„Ég fann enga bók sem fjallaði
nákvæmlega um þennan tíma-
punkt í lífi barns og foreldra. Því var
kjörið að skapa það sem mig sjálfa
vantaði.“
Börn Siggu Daggar eru þriggja
ára, sjö ára og níu ára og segir hún
mikið líf og fjör á heimilinu og að
margir hafi bent henni á að betra
væri að bíða með skilnað þar til þau
væru orðin eldri.
„En ég held að það sé ekkert rétt-
ara en annað í þessu, maður þarf að
mæta hverju barni á því þroskastigi
sem það er og það er aldrei réttur
tími til að skilja, það er bara þann-
ig.“
Sigga Dögg segir nýjan veruleika
venjast ágætlega, þó að það sé auð-
vitað áskorun að vera einstætt for-
eldri aðra hvora viku og alein hina
vikuna.
Stundum pínu einmanalegt
„Stundum er það pínu einmanalegt
að hafa ekki annan fullorðinn til að
tala við, og stundum er það f lókið
að hafa aðra fullorðna með því
börnin keppast um athygli manns,
eðlilega.
Það tekur mig samt svolítinn
tíma að finna jafnvægið í þessari
viku og viku skiptingu, ég neita
því ekki. Það er eins og um leið og
takturinn er kominn hjá okkur þá
sé tími til að skipta.
Mér finnst samt börn hafa ótrú-
lega aðlögunarhæfni og þau eru
oft langt á undan okkur fullorðna
fólkinu að aðlagast breyttu lífi. Ég
hef reynt að temja mér að tala opin-
skátt við börnin og vil að þau geti
sagt hvað sem er við mig og tjáð
allar þær tilfinningar sem berjast
um í þeim, en að þau taki ekki
ábyrgð á mínum tilfinningum.“
Ekki alltaf nammi og partí
Sigga segist reyna að verja sem
mestum tíma með börnum sínum
þegar þau eru hjá henni. „Og njóta
þess án þess þó að við séum að gera
eitthvað merkilegt. Ég held að það
sé freistandi að tjalda öllu til þá
viku sem þau eru hjá manni, en ég
hef lagt mikla áherslu á ákveðna
ró og nánd og hversdagslegheit,
því þetta ferli ýfir upp svo margar
tilfinningar og allt taugakerfið er
undir álagi. Það er ekki hægt að
kaupa bara nammi og halda alltaf
partí því lífið heldur svo áfram og
þetta breytta form þarf að fá að vera
nýja normið.“
Aðspurð segist Sigga telja f lesta
sem skilja átta sig á því að það
muni kosta einhver átök en það sé
þó ómögulegt að spá um hvernig
gangi.
„Maður þarf að passa sig að hafa
gott fólk í kringum sig sem speglar
mann en styður einnig við mann og
sýnir manni kærleika og virðingu,
hlátur og eyra.
Ég held að við fullorðnu þurfum
frekar að læra inn á þetta, og okkur,
svo við getum verið til staðar fyrir
börnin. Ef börnin upplifa öryggi,
traust og kærleika þá geta þau
fundið gleði á báðum heimilum og
þá verður þetta bara hluti af þeirra
lífssögu en ekki eitthvert ævarandi
mar. Það verða alls konar áföll á lífs-
leiðinni og við sem foreldrar gerum
okkar besta til að skýla börnunum
fyrir þeim, en svo er sumt sem við
getum ekki tekið á okkur eða þurf-
um að taka á okkur til að þeim líði
sem best.
Vildi að börnin ættu
hamingjusama mömmu
Ég vildi að börnin mín ættu ham-
ingjusama mömmu sem stæði með
sér og tæki ábyrgð á sér og sínu
lífi með því að geta tekið erfiðar
ákvarðanir og að þau tileinki sér
viðhorfið að það stytti alltaf upp
um síðir. Það er alltaf ljós við enda
ganganna. Það er þessi von sem ég
vona að bókin veiti lesendum.“
1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð