Fréttablaðið - 10.10.2020, Síða 36
REKSTRARSTJÓRI ORA
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
ORA, sem er eitt elsta og rótgrónasta matvælafyrirtæki landsins, var stofnað 1952 og er nú hluti af ÍSAM.
ORA framleiðir mikið úrval matvæla fyrir innlendan markað og einnig til útflutnings.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020 og skulu umsóknir berast rafrænt á heimasíðu
www.isam.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðila í starf rekstrarstjóra ORA.
Starfið er í senn fjölbreytt og krefjandi. Leitað er að aðila með brennandi áhuga á innlendri
framleiðslu matvæla og reynslu af stjórnun. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og faglegur, auk
þess að búa yfir getu til að forgangsraða verkefnum og fylgja þeim eftir. Umfram allt, leitum við þó
að aðila sem er tilbúinn að leggjast á árarnar með okkur í krefjandi umhverfi innlendrar framleiðslu,
tekur upp símann frekar en að senda tölvupóst og er tilbúinn að fara í slopp af og til.
STARFSSVIÐ
• Umsjón og ábyrgð á daglegri starfsemi
• Umsjón og ábyrgð á framleiðslunni
• Umsjón og ábyrgð á starfsmannahaldi
• Umsjón og ábyrgð á birgðahaldi
• Umsjón og ábyrgð á öryggismálum
• Umsjón og ábyrgð á upplýsingakerfi
• Gerð framleiðsluáætlana
• Kostnaðarverðsútreikningar
• Þátttaka í starfi gæðadeildar
• Þátttaka í vöruþróunarstarfi
• Umsjón og ábyrgð á húsnæði, lóð og vélbúnaði
• Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
MENNTUNAR – OG HÆFNISKRÖFUR
• Reynsla af stjórnun er skilyrði
• Háskólapróf sem nýtist í starfi er kostur
• Þekking á matvælaframleiðslu er kostur
• Skipulag og drifkraftur
• Góð almenn tölvufærni og góð kunnátta
á Excel er skilyrði
• Góð samskiptafærni og reynsla
af teymisvinnu
• Frumkvæði og áreiðanleiki
• Ákveðin og fagleg vinnubrögð
Nánari upplýsingar:
Elísabet Þóra Jóhannesdóttir, mannauðsstjóri
elisabet@isam.is eða í síma 522 2703
Fiskeldi Austfjarða hf.
leitar að fjármálastjóra
Félagið er skráð á Merkúr hlutabréfamarkaðinn í
Noregi og er með yfir 500 hluthafa. Fjöldi starfsmanna
er orðinn meira en 100 og félagið er með starfsstöðvar
víða um land. Fjármálastjórinn verður með starfsstöð í
Reykjavík.
Sótt er um starfið á LinkedIn-síðu Góðra samskipta.
Umsóknarfrestur er til og með
20. október 2020
Tækifæri fyrir öflugan einstakling sem vill vinna
fyrir skráð félag í örum vexti í alþjóðlegu umhverfi.
Viðkomandi mun vinna í mikilli nálægð við eigendur og
öfluga fagfjárfesta þar sem fjölmargir möguleikar eru
til frekari þróunar.
FJÁRMÁLASTJÓRI
Menntunarkröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af fjármálastjórn
• Reynsla af uppgjörum samstæðu
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
Norska er kostur.
• Reynsla af notkun Agressó er kostur
• Geta til að vinna í hóp, setja upp ferla og
framfylgja þeim
Starfssvið:
• Verkstjórn daglegra verkefna fjármálasviðs
• Umsjón með fjármálum, reikningshaldi,
uppgjörum og fjárreiðum
• Regluleg skýrslugerð
• Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana
• Fjárhagslegar úttektir og greiningar
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R