Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 37

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 37
Landspítali auglýsir eftir framkvæmdastjóra innviðaþróunar til að leiða öfluga uppbyggingu og sókn næstu ára. Framtíðaruppbygging Landspítala við Hringbraut er stærsta verkefni í íslensku heilbrigðiskerfi frá upphafi. Þessi uppbygging og endurnýjun á innviðum Landspítala verður bylting í aðstöðu, þjónustu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leitað er að kraftmiklum og reyndum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra, öðrum stjórnendum Landspítala, Nýjum Landspítala ohf. (NLSH) og stjórnvöldum að þessu verkefni. Framkvæmdastjórinn heyrir beint undir forstjóra Landspítala. Hæfnikröfur • Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og innleiðingu á stefnu spítalans. • Mikil og farsæl stjórnunar-, breytingastjórnunar- og rekstrarreynsla. • Jákvætt lífsviðhorf, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar. • Hæfni til að móta jákvætt vinnuumhverfi og góða liðsheild. • Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku. • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun. • Háskólapróf auk viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi er skilyrði. Helstu verkefni og ábyrgð • Að stýra aðkomu Landspítala að: » hönnun og uppbyggingu meðferðarkjarna, rannsóknahúss og annarra tengdra bygginga í Landspítalaþorpinu við Hringbraut. » tækjavæðingu og þróun upplýsingakerfa fyrir nýbyggingarnar. » undirbúningi fyrir flutning starfseminnar, innleiðingu nýbygginga og samþættingu þeirra við eldri byggingar ásamt þróun flæðis og ferla. • Heildaráætlun um nýtingu og framtíðarþróun húsnæðis og innviða Landspítala, við Hringbraut og víðar. • Stefnumótun, markmiðasetningu, áætlanagerð og eftirfylgni í ofangreindum verkefnum. • Ábyrgð á fjármálum og starfsmannamálum sem tengjast innviðaþróun og á samhæfingu hennar við önnur verkefni í þróun spítalans í heild. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Gert er ráð fyrir að ráðning fram kvæmda stjóra taki gildi 1. desember 2020 og er hún ótímabundin í samræmi 41. gr. laga um opinbera starfsmenn (nr. 70/1996), að loknum reynslu tíma. Mat á umsóknum verður í höndum valnefndar þar sem forstjóri Landspítala tekur virkan þátt. Forstjóri tekur ákvörðun um ráðningu í störfin. Umsækjendur eru beðnir að skila ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi er innihaldi framtíðarsýn umsækjanda fyrir verkefnið og rökstuðning fyrir hæfni til að gegna stöðunni. Hægt verður að sækja um starfið á í gegnum heimasíðu Landspítala eða www.starfatorg.is frá og með 14. október. Starfshlutfall er 100% og umsóknarfrestur rennur út 2. nóvember 2020. Nánari upplýsingar: Páll Matthíasson, pallmatt@landspitali.is, 543 1000 og Anna Sigrún Baldursdóttir, annasb@landspitali.is, 543 1154. FRAMKVÆMDASTJÓRI INNVIÐAÞRÓUNAR Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með um 6.000 starfsmenn. Spítalinn hefur víðtæku hlutverki að gegna sem þjóðarsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús, og veitir bæði almenna og sérhæfða þjónustu, auk þess að vera miðstöð menntunar og rannsókna í heil brigðis­ vísindum. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Erum við að leita að þér? ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.