Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 64

Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 64
Dýr vikunnar: Svæfla „Hér er sko alvöru stafasúpa, Róbert minn,“ sagði Konráð og glotti. „Þetta er orðarugl og þú átt að nna orðin sem eru falin í gátunni, bætti hann við. „Þau geta verið skrifuð til vinstri, en líka lóðrétt eða á ská.“ Róbert horfði drykklanga stund á orðaruglið skelfdur á svip. „Þetta er svo agalegur hrærigrautur af stöfum að ég fæ bæði hausverk og svima,“ sagði hann hálfringlaður og bætti við: „Og hvaða orð á ég eiginlega að nna?“ spurði hann vonleysislega. „Það eru falin 10 mannanöfn í gátunni,“ sagði Konráð. „Og hver eru þau?“ spurði Lísaloppa. „Hvernig eigum við að nna þau ef við vitum ekki að hvaða nöfnum við erum að leita?“ bætti hann við. „Ja, ég veit það ekki,“ sagði Konráð og var heldur ekki farið að lítast á blikuna. „En við látum það ekki stoppa okkur,“ sagði hann ákveðinn. „Upp með ermarnar og einhvers staðar verðum við að byrja, sjái þið einhvers staðar nafnið Arna?“ Konráð á ferð og ugi og félagar 424 Getur þú fundið 10 mannanöfn í orðaruglinu ?? ? ? ? Svæflur, eða svefnmýs, lifa í Evrópu, Asíu og Afríku. Þær halda sig einkum í skógum og klifra fimlega í trjám og runnum. Líkjast músum, eru náttförular og nærast einkum á ávöxtum, hnetum og skordýrum. Nafnið fá þær af því að þær liggja í dvala í sjö mánuði eða lengur. Þá hnipra þær sig saman og minna á örlitla loðna bolta þar sem þær liggja í bæli sínu, undir trjáblöðum eða mosa, eða í feysknum trjábol. Svæflurnar byrja að troða í sig mat snemma hausts til að búa sig undir þennan langa vetrar- svefn. Þær éta eins mikið af hnetum, fræjum og aldinum og þær geta. Um það leyti sem þær leggjast til svefns hafa þær næstum tvöfaldað þyngd sína og eru mjög bústnar. Fituforðinn heldur lífinu í svæflunum meðan þær liggja í  Sofa samfleytt í sjö mánuði yfir vetrartímann Svæflurnar keppast við að éta sem mest á haustin, áður en þær sofna. MYND/WIKIPEDIA Lausn á gátunni Nöfnin 10 eru, Arna, Gunnar, Mónika, Unnur, Óskar, Pétur, Stefán, Vala, Védís, og Víðir. ? dvala. En þegar þær vakna á vorin eru þær ákaflega mjóslegnar, enda láta þær það verða sitt fyrsta verk að leita sér að æti. Heimildir: Íslenska alfræðiorða- bókin III. Útg. Örn og Örlygur og Lifandi heimur dýranna. Útg. Mál og menning Húsvíkingurinn Aron Bjarki Krist- jánsson, 13 ára, varð nýlega Íslands- meistari, ásamt liði sínu í Völsungi. Hann er í 4. f lokki drengja sem háði úrslitakeppni í átta manna fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Áður höfðu  drengirnir unnið Norður- lands-riðilinn. Þetta kemur fram í Vikudegi. Hverjir eru bestir! Völsungur og Arsenal. Síðan held ég með KR í Pepsi Max-deildinni. Hvernig fóruð þið stákarnir að því að verða Íslandsmeistarar? Með því að vinna alla þrjá leikina í úrslitakeppninni. Eru f leiri titlar á ferilskrá liðsins? Ekki Íslandsmeistaratitlar en ég hef verið í liðum sem hafa unnið bæði Króksmótið og Goðamótið. Hverju þakkar þú þennan árang- ur? Miklum æfingum og góðum þjálfurum. Sá sem þjálfar okkur núna heitir Sasha Romero og er leik- maður í meistaraflokki Völsungs. Hvaða stöðu spilar þú í liðinu? Ég hef verið framherji, en var að skipta um stöðu og byrja að spila djúpur á miðju. Hvað varstu gamall þegar þú byrj- aðir að æfa fótbolta? Ég held ég hafi verið fjögurra ára. Æfir þú f leiri íþróttir? Já, ég hef líka æft blak í nokkur ár og einu sinni æfði ég handbolta og frjálsar. Áttu f leiri áhugamál? Fyrir utan fótboltann og blakið eru það ferða- lög og að vera í sveitinni hjá afa og ömmu. Síðan á ég krossara sem ég hef mjög gaman af að leika mér á. Hver finnst þér skemmtilegasta námsgreinin í skólanum? Íþróttir eru númer eitt, tvö og þrjú, svo kemur samfélagsfræði. Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráins. En skemmtilegasti tölvuleikur- inn? FIFA og NBA. En hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Humar og kjúklingasúpa. Gerðir þú eit t hvað sérleg a skemmtilegt í sumar? Já, ég varð Íslandsmeistari og svo ferðaðist ég líka um landið. Hefur þú róið til fiskjar – eða veitt í á? Já, ég veiddi urriða í sveitinni hjá vini mínum. Síðan fer ég stundum að veiða með pabba, en við fáum aldrei neitt! Hvað langar þig svo mest að verða þegar þú verður stór? Mig hefur alltaf langað að verða atvinnu- maður í fótbolta. Byrjaði fjögurra ára í fótboltanum Aron Bjarki Kristjánsson, 13 ára, hefur verið framherji en er að skipta yfir í að vera djúpur á miðjunni. MYND/KRISTJÁN FRIÐRIK SIGURÐSSON ÉG HEF VERIÐ FRAM- HERJI, EN VAR AÐ SKIPTA UM STÖÐU  OG BYRJA AÐ SPILA DJÚPUR Á MIÐJU. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.