Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Side 2
Það ber sig enginn vel H elgi Björns hafði rangt fyrir sér. Það bera sig ekki allir vel þessa dagana. Hvort sem það eru Ingjalds fíflin sem fara ekki eftir sóttvarnareglum, þeir sem eru orðnir þreyttir á þessu öllu saman, þeir sem eru að fara í sína þriðju sóttkví og jafnvel þríeykið er farið að láta að sjá. Svarthöfði sjálfur er orð- inn hundleiður á upplýsinga- óreiðunni og taugaveikluninni sem henni fylgir. Sjálfur ber hann alltaf grímu, og gerði löngu áður en COVID-19 skall á. Svarthöfði kærir sig jafn- framt lítið um að vera í ná- vígi við ókunnuga sem bera ekki grímu. Þess vegna kætt- ist Svarthöfði nokkuð þegar einhvers konar grímuskyldu átti að koma á í verslunum. Bros Svarthöfða var þó fljótt að breytast í grettu. Skilaboð Þórólfs voru þessi: „Skylt að bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.“ Hvað í fjandanum þýðir það? Grímuskylda í Melabúðinni en ekki í Krónunni á Granda? Grímuskylda í Bónus á Smára- torgi en ekki Bónus á Nýbýla- vegi? Svo eru Íslendingar allt of miklar brussur til að geta fyllilega tryggt tvo metra. Allir eru voða duglegir og prúðir í biðröðunum, en inni í verslunum gilda lögmál frum- skógarins. Fólk gerir hluti eins og að troðast fram fyrir hvert annað í mjólkurkælinum til að ná örugglega síðustu hrís- mjólkinni með sultu. Eða velur sér þrengsta ganginn í búðinni til að stoppa með risakörfu og tala við Stínu frænku sem þeir hafa ekki hitt í sex mánuði, líklega vegna þess að Stína er leiðinleg en íslenska kurteisin krefst þess að menn stoppi í 5-7 mínútur og tali um nákvæm- lega ekki fokking neitt. Á meðan þarf fólk að fara allan hringinn til að komast að matnum sem það vantar, eða teygja sig yfir Stínu og félaga, eða ganga þétt upp að þeim og hvæsa AFSAKKIÐÐÐ!? Við allt þetta þarf að brjóta 2 metra regluna. Stína frænka má bara fara til fjandans, það er alveg hægt að senda henni skilaboð á Facebook. Og ef allir væru með grímu þá hefði maður líklega ekki þekkt Stínu frænku og hún ekki þekkt þig. Svona óskýr fyrirmæli skapa bara stress og leiðindi. Hinir hræddu og kvíðnu sem bera grímuna líkt og um helgiathöfn sé að ræða ættu að geta treyst því að komast í verslun án þess að mæta grímulausu fólki sem getur ekki virt tvo metra nema bara rétt í biðröðinni. Tveggja metra reglan gildir alls staðar í verslunum. Og það þýðir heldur ekkert að passa tvo metra í biðröð bara til að vera svo hrúgað saman með mörgum viðskiptavinum til að koma vörunum í pokann. Það er bara greinilega svo að Íslendingar eru eins og lítil þrjósk börn. Eitt sinn bað Svarthöfði afkvæmi um að gæta þess að brjóta ekki múm- ínbollann hennar mömmu. Stuttu síðar heyrðist brothljóð úr eldhúsinu. Afkvæmið rölti svo bara rólega fram, virtist hvorki skömmustulegt né nið- urdregið. „Þetta er allt í lagi, pabbi. Ég braut bara venju- legan bolla.“ Afkvæmið þurfti skýrari reglur. Íslendingar þurfa það líka. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Að standa í lappirnar Þ egar ég var ólétt að mínu fyrsta barni gaf góð vinkona mín mér ráð sem hefur fylgt mér síðan og ég ósjaldan gripið til. „Nú þarft þú að vera hörð og taka ákvarðanir fyrir barnið þitt af því að það getur það ekki sjálft.“ Við höfðum verið að ræða tilhneigingu fólks til að vaða ofan í vagna með nokkurra vikna gömlum börnum til að kjassa þau. Ónæmiskerfi mjög ungra barna er veikt og því mælast heilbrigðisyfirvöld til þess að fáir um- gangist það til að byrja með og fólk spritti eða þvoi á sér hendurnar þegar það sinnir barninu. Vinkonan minnti mig á þetta samtal fyrir skemmstu. Hún sagði að sér liði á vissan hátt eins og hún væri aftur með kornabarn með veikt ónæmis- kerfi. Það sé mikilvægt að setja sín mörk sjálfur og ekkert nema sjálfsagt að aðrir virði þau. Sama hvað viðkomandi finnst um sóttvarnareglur þá er lágmarkskurteisi að virða óskir annarra. Eins sýnir fjöldi smitaðra barna og barna í sóttkví að börn geti vissulega líka smitast af veirudjöflinum og lítið er vitað um eftirmál sjúkdómsins þó að þeir sem smitast verði ekki mikið veikir. „Þú veist ekki hvaða aðstæðum aðrir eru í. Hvort eða hvaða undir- liggjandi sjúkdómar eru hjá heim- ilisfólkinu eða hvort fólk er bara hrætt og kvíðið,“ sagði vinkonan og vísaði til þess að hún hafði nokkrum sinnum fengið leiðinlegt viðmót þegar hún lagði höndina yfir brjóstið til þess að heilsa í stað þess að faðma fólk eins og hún gerir venjulega. Hún hafði átt afmæli fyrir nokkrum dögum og þurfti ítrekaðað víkja sér undan faðmlögum. Það er vissulega ekki notalegt að forðast faðmlag sem venju- lega er kærkomið. Fólk bregst mismunandi við. Sumir hlæja og rétt fram olbogann og muldra „úps“ eða „gleymdi mér“ á meðan aðrir verða reiðir „láttu ekki svona“ eða „það má bara ekki lifa lengur“. Jú, það má nefnilega alveg lifa – og það eftir eigin höfði. Það er fallegt að bera virðingu fyrir fólki og aðstæðum þess. Að virða tveggja metra regluna er lágmarkskurteisi og grímunotkun líka. Önnur vin- kona mín fékk COVID-19 fyrir rúmlega 6 mánuðum og er enn að eiga við eftirköstin. Hún setur þó á sig grímu ef hún fer inn í verslanir. „Af hverju gerir þú það?“ spurði ég. „Mér finnst það kurteisi. Fólkið í kringum mig í búðinni veit ekkert að ég er með mótefni og það er sjálfsögð kurteisi að valda fólki ekki vanlíðan og kvíða ef ég get sleppt því.“ Og þarna er það komið gott fólk – Bingó í sal! „Sjálfsögð kurteisi.“ n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Fallegar grímur fást víða. MYND/HILDURYEOMAN.COM Lilja Björk Ketilsdóttir þjálfari í Hreyfingu og vöru- merkjastjóri hjá Icepharma segist alltaf eiga þessa hluti í ísskápnum. 1 Smjör Hreinlega af því að það er svo gott, ég borða mikið smjör og mætti segja að ég fái mér brauð eða hrökkkex með smjörinu. 2 Ostur Af því að ostur gerir svo margt svo miklu betra. Á mínu heimili er osturinn algjörlega ómissandi hvort sem það er ostur á brauðið, pitsuna, í sósuna eða réttinn. Ostur gerir matinn hreinlega betri. 3 Egg Þegar þú átt egg er alltaf til eitthvað að borða, egg á ótal vegu geta búið til alls konar máltíðir og svo er alltaf hægt að baka eitthvað gott þegar maður á egg. 4 Alls konar sósur Af því ég er algjör sósukona og sósur af öllum gerðum gera allan mat betri. 5 Möndlumjólk Mér finnst Isola-mjólkin í bleiku fernunum best. Smooth ie-gerð er mjög vinsæl á okkar stóra heimili og þessi því nauðsynleg í ísskápnum. Svo er hún svo agalega góð í kaffið! Góðgerlar Að lokum ekki matur en samt nauðsynlegt! Góðgerlar. Til að halda öllu í jafnvægi og líða vel. Ég tek Womens pro- biotic frá Now og mæli með þeim. Í ÍSSKÁPNUM 2 EYJAN 16. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.