Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 12
12 FRÉTTIR 16. OKTÓBER 2020 DV
og strikamerki. Tillit er orð
dagsins. Síðan verð ég kominn
með annað orð á morgun.“
Knáir epalhommar
Auglýsingastofan Branden
burg er til húsa á Lækjar
torgi en flytur á næstu vikum
í Grósku – hugmyndahús í
Vatnsmýrinni. Húsinu er ætl
að að vera suðupottur nýsköp
unar og samstarfs háskóla og
atvinnulífs. Hönnunarmiðstöð
Íslands, CCP og Nýsköpunar
setur eru meðal þeirra sem
þarna verða til húsa, ásamt
hinum ýmsu sprotafyrirtækj
um. „Og síðan verður þarna
ein auglýsingastofa. Þarna
verður líka World Class – nýja
stöðin sem mátti ekki opna um
daginn.“
Bragi var upphaflega ráð
inn inn á auglýsingastofuna
Fíton árið 2005 þar sem hann
starfaði við textagerð. Þeir
fóru síðan nokkrir út úr Fíton
og stofnuðu sína eigin stofu
– Brandenburg – árið 2012.
„Þetta er magnaður bransi.
Maður er aldrei að gera það
sama og alltaf krafa um að
gera eitthvað skemmtilegt og
öðruvísi.“
Hann segist almennt stoltur
af þeim verkefnum sem stofan
sinni hverju sinni. „Mér finnst
skemmtilegast að vinna að
stórum verkefnum og her
ferðum sem vekja mikla at
hygli. Við höfum gert margar
herferðir fyrir Krabbameins
félagið sem ég er mjög
ánægður með. Mottumars
hefur tekist mjög vel síðustu
ár. Sopranosherferðin fyrir
Sorpu var vel heppnuð og
vakti mikla athygli. Við gerð
um líka skemmtilega auglýs
ingu fyrir Epal sem var eins
konar skyndiverkefni. Orðið
epalhommi kom þá upp í sam
félagsumræðunni og við grip
um þetta á lofti. Ég hringdi þá
í Ara Magg ljósmyndara og
svo nokkra knáa epalhomma
á borð við Bergþór Pálsson,
og við skelltum í auglýsingu
fyrir Epal. Það er mjög gaman
þegar hugmynd kviknar, hún
er útfærð og auglýsingin er
komin út um allt. Þetta var til
dæmis bara þriggja daga pró
sess.“
Verkefni Brandenburg hafa
síðustu mánuði að hluta litast
af því sérstaka samfélags
ástandi sem ríkir. Í sumar
stóð yfir herferð sem miðaði
að því að hvetja fólk til að
ferðast innanlands og nýlega
hófst herferð þar sem fólk
er hvatt til að velja íslenskt
undir yfirskriftinni Láttu það
ganga. „Við höfum tekið þátt
í að reyna að peppa mann
skapinn. Það hefur ekki verið
vanþörf á því.“
Allt botnfrosið
Bragi er formaður STEFs,
samtaka um höfundarrétt
tónskálda og textahöfunda,
og sömuleiðis formaður FTT,
félags tónskálda og textahöf
unda. Hann segir fólk í þess
um samtökum upplifa að það
hafi verið skilið eftir í björg
unaraðgerðum stjórnvalda
vegna áhrifa COVID. „Fólk er
orðið mjög örvæntingarfullt.
Þau úrræði sem hafa verið
kynnt grípa ekki þetta fólk.
Það kemur skýrt í ljós núna að
það er ekkert net sem grípur
fólk í þessari tegund starfa.
Hér erum við ekki bara að
tala um tónlistarfólk heldur
líka sjálfstætt starfandi lista
menn og sviðslistafólk.“
Hann segir þessa endalausu
bið og óvissu taka á. „Sumir
eru búnir að vera tekjulausir
í tíu mánuði. Það er búið að
auka við styrktarfé á ýmsum
sviðum sem og listamanna
laun. Þetta er hins vegar ekki
sú innspýting sem gagnast
þessum hópi. Eðli málsins
samkvæmt eru tónlistarmenn
og sviðslistafólk bara heima
núna þegar það má ekki koma
fram. Fólk er ekki einu sinni
að syngja í afmælum og ferm
ingum. Stjórnvöld hafa lofað
aðgerðum sem eiga einnig að
gagnast aftur í tímann. Ég hef
hins vegar miklar áhyggjur ef
ástandið verður svona áfram.
Þá er þessi skapandi fram
komubransi í svokölluðum
djúpum skít, vægast sagt.“
Sem formaður þessara sam
taka hefur Bragi setið fjölda
funda síðustu mánuði og upp
lifað örvæntingu fólks á eigin
skinni. „Það er bara allt botn
frosið. Það er líka sorglegt því
þetta er það fólk sem er fyrst
til að stökkva til þegar þarf að
hjálpa öðrum og halda styrkt
artónleika. Í sumar var komin
smá bjartsýni í mannskapinn
og margir ferðuðust um landið
og héldu tónleika. Ýmsir náðu
jafnvel tveimur góðum mán
uðum. Í september var síðan
farið af stað með miðasölu á
þessa hefðbundnu jólatónleika
og þá bankar þriðja bylgja CO
VID upp á. Desember er risa
vaxinn mánuður og ég hef
ekki tölu á öllum þeim jóla
tónleikum sem eru haldnir
árlega. Þá eru ótaldar allar
kirkjuathafnirnar sem tón
listarfólk tekur þátt í. Fólk
vill halda í gleðina á jólunum
og það er hart að þagga það
niður.“
Grúskar í gömlum ljóðum
Mögulegar takmarkanir á tón
leikahaldi fyrir jólin snerta
Braga beint sem meðlim
Baggalúts. „Við höfum verið
með átján jólatónleika árlega
síðustu ár. Þetta er hins vegar
stærra en hljómsveitin því það
er heilt hagkerfi sem myndast
í kringum stóra tónleikaröð.
Það eru hátt í fjörutíu manns
sem hafa unnið að tónleik
unum okkar í desember. Síðan
er það starfsfólk í miðasölu,
Háskólabíói, Tix, veitingasala
í tengslum við tónleika. Um
fang tónleikahalds á Íslandi er
vel rannsakað og senan hefur
blásið út síðustu ár. Við eigum
líka frábært tónlistarfólk sem
hefur verið að gera það gott á
erlendri grundu, svo sem Of
Monsters and Men, Kaleo,
Ólafur Arnalds og Björk. Allt
þetta fólk er núna bara heima
hjá sér.“
Af Baggalúti er það annars
helst að frétta að sveitin er
að gefa út plötu með lögum
við texta vesturíslenska
skáldsins Káins. „Káinn dó
árið 1936 þannig að þetta er
kannski ekki mest hipp og kúl.
Ég komst í ljóðasafnið hans og
byrjaði að búa til lög við þau.
Mér finnst virkilega gaman að
grúska í svona gömlum ljóðum
og stundum gjörsamlega missi
ég mig í nördaskapnum. Káinn
bjó í NorðurDakóta, starf
aði sem vinnumaður og var
sagður svolítið blautur. Ævi
sagan hans, eftir Jón Hjalta
son, er einmitt að koma út í
haust, þannig að það er algert
Káin æði í uppsiglingu. Oft eru
þessi gömlu ljóð frekar stirð
en ljóð Káins eru alþýðleg.
Hann hefur verið kallaður
grínskáld en ljóðin voru líka
gjarnan melankólísk. En þetta
er svona það sem ég hef verið
að dunda mér við í heimsfar
aldrinum.“
Bragi segir að sér hafi
tekist að raða lífi sínu þann
ig niður að hann fái tæki
færi til að gera skemmtilega
hluti. „Stundum verður maður
þreyttur á atinu en ég hef
gaman af því að hafa mikið að
gera. Ég fann snemma að það
átti ekki við mig að hjakka í
sama hjólfarinu og vil vinna
við skapandi hluti. Ég vil líka
sýna stelpunum mínum að
það er hægt að framkvæma
skrýtna og skemmtilega
hluti. Yfirleitt er bara aðeins
hægt að draga andann og sjá
að maður getur gert það sem
maður vill við lífið. Ég bara
vona að þessi vetur verði ekki
eitthvert helvítis fokking
fokk.“ n
Í heimsfaraldrinum hefur Bragi verið „að dunda sér“ við að semja lög við ljóð Káins. MYND/VALLI
Ég brjálaðist á netinu um
daginn. Hvatti fólk til að
fara inn á netspjallið hjá
Mikka mús og taka trylling-
inn yfir því að það sé ekkert
efni á íslensku á Disney plús.