Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Síða 20
BÖRNIN HEIMA Í SJÖ MÁNUÐI
OG RÓLUVELLIR INNSIGLAÐIR
Ína Valgerður býr í Bandaríkj-
unum ásamt fjölskyldu sinni.
Takmarkanir þar eru mun meiri
en hérlendis en skólar hafa loks
verið opnaðir að hluta til aftur.
Enn er margt lokað og aðeins
má kaupa eina klósettpappírs-
pakkningu í einu.
Ína Valgerður Péturs-dóttir söngkona fluttist til Bandaríkjanna fyrir
þremur árum þegar eigin-
maður hennar Þórarinn Árni
Bjarnason hóf sérnám í lyf-
læknisfræði og stundar nú
áframhaldandi sérnám í
hjartalækningum.
Bandaríkin hafa síðast-
liðið ár verið land innri átaka
en þrátt fyrir það segir Ína
að fjölskyldunni líði þar vel.
„Ekkert land í heiminum er
fullkomið og USA er engin
undantekning. Hins vegar
höfum við aðlagast vel hér og
liðið vel frá fyrsta degi. Við
erum búin að eignast vini frá
öllum heimshornum og það
að flytja til útlanda stækkar
svo sannarlega sjóndeildar-
hringinn hjá manni. En auð-
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Fjölskyldan á
góðri stundu.
MYNDIR/
AÐSENDAR
vitað erum við að búa hér á
sögulegum tímum þetta árið.
COVID, Black Lives Matter
og Trump er forseti, svo þetta
ár er búið að vera svolítið eins
og að vera fastur í einhverri
bíómynd.“
Fjölskyldan býr í hjarta
miðvestursins, Iowa City í
Iowa, en hefur varið sumr-
unum á Íslandi þar til veiran
lét til sín taka. „Ég kom síðast
heim til Íslands sumarið 2019.
Við höfum farið heim á hverju
ári og að sama skapi er alltaf
gestagangur hjá okkur, en að
sjálfsögðu er 2020 undanskil-
ið. Við höfum ekki farið heim
til Íslands og ekki fengið gesti
á árinu. Nema systur manns-
ins míns sem er búsett og í
námi í Washington DC. Hún
kom og var hjá okkur í allt vor
og sumar sem hjálpaði mikið
við að létta undir á heimilinu.
Það var ómetanlegt. Ég og
dætur mínar ætluðum að eyða
sumrinu á Íslandi með fólkinu
okkar en auðvitað varð ekkert
úr því, vonandi komumst við
til Íslands næsta sumar,“ seg-
ir Ína og vísar til þess hversu
erfitt til lengdar það er að
vera fastur inni á heimilinu.
Langaði að smúla
eiginmanninn
„Það er klárlega erfitt að vera
svona mikið fastur heima.
Ég hef samt reynt að vera
alltaf jákvæð og bara láta
þetta allt ganga sem best og
reyna að hafa hlutina þann-
ig að við séum öll hamingju-
söm saman. Það er í raun það
eina sem hægt er að gera í
stöðunni. Fyrst var ég líka
auðvitað áhyggjufull yfir
manninum mínum í vinnunni.
Það var skortur á hlífðar-
búnaði í byrjun fyrir heil-
brigðisstarfsfólk. Mig langaði
því helst að smúla hann með
garðslöngunni og sótthreinsa
hann úti í bílskúrnum þegar
hann kom heim af vöktum,
en ég gerði það nú auðvitað
ekki. En við þurftum að út-
skýra fyrir stelpunum að þær
mættu ekki hlaupa í fangið á
honum eins og þær gera vana-
lega þegar hann kemur heim,
engin pabba knús fyrr en hann
væri búinn að fara í sturtu.“
Auka ísskápur og frystir
Ína segist hafa lengi vel aðeins
hafa farið út af heimilinu til að
versla á tveggja vikna fresti.
„Við þurftum að fá okkur
auka ísskáp og frysti til þess
að koma öllum matnum fyrir.
Einu búðirnar sem ég fór í
voru búðirnar sem settu strax
grímuskyldu eins og Costco,
Trader Joe’s og Target. Það
var líka alveg ótrúlega skrítið
að fara í búð þessa fyrstu mán-
uði í ástandinu. Klósettpappír
var uppseldur í öllum búðum í
margar vikur, einu sinni kom
ég í búðina og þá var ekki til
neinn kjúklingur, næst kom
ég og þá var engin mjólk eða
egg. Hillurnar stóðu tómar
í stórum stíl, þetta var alveg
ótrúlegt ástand.“
Hún segist hafa verið mjög
hrædd til að byrja með en með
tímanum læri fólk að lifa með
ástandinu.
„Núna erum við aðeins slak-
ari, en samt mjög varkár. Við
gerum engan óþarfa eins og
að fara út að borða. Ég er búin
að fara einu sinni í klippingu
á þessu ári og hef ekki stigið
20 FÓKUS 16. OKTÓBER 2020 DV