Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 37
Í þessum fallega haustmánuði er viðeigandi að spá fyrir einni Vogardís og afmælis-stúlku, henni Sögu Sig listakonu. Spákonan þekkir Vogina í húð og hár enda Vog sjálf og hefur því margt um hana að segja. Eins og áður hefur komið fram þá horfir hún á heiminn í gegnum rósrauð gleraugu, hún er rómantísk tilfinningavera sem elskar að skapa. Hún er mjög listræn hvort sem hún skapar list sjálf eða safnar list. Oft á tíðum er hún safnari að alls kyns hlutum en þó leynast inn á milli Vogir sem eru ofurmínímalískar. Vogin er bæði hlédræg og gefandi út á við á sama tíma, það fer bara eftir því hvaða dagur er. Hún er einnig mjög næm og á það til að vera óumbeðið sálfræðingur fyrir sig og sína. Sjöa í bikurum Tækifæri | Val | Óskhyggja | Blekking Við finnum það strax að þú ert rammgöldrótt, ein af okk- ur. Þú ert með djúpt og magnað innsæi sem þú neitar að hlusta á. Þetta spil kemur hér til að minna þig á þennan styrkleika sem þú býrð yfir og biður þig um að nýta þér hann. Hvað þarftu að gera til að jarðtengja þig svo að þú farir eftir þessum leiðbeiningum sem alheimurinn færir þér á silfurfati? Ás í sverðum Bylting | Nýjar hugmyndir | Skýrleiki | Velgengni Já, vissulega einhver vonbrigði en það þýðir ekkert að dvelja þar. Þér líður eins og fargi sé af þér létt, ef þú ert ekki komin þangað þá er mjög stutt í það. Þokan hverfur og þú finnur nýjan kraft koma til þín, kraft til að skapa, vera til og hafa gaman. Það er svo gaman að þróast og þroskast, spennandi tímar eru fram undan þar sem þér líður vel í eigin skinni og finnst þú loks skilja hvað þú vilt. Tvistur í bikurum Ást | Samstarf | Gagnkvæm virðingl Hér kemur einhver inn, eitthvert fallegt samstarf. Vinur sem þú hefur kannski ekki séð í smá tíma birtist aftur inn í líf þitt og tenging ykkar verður dýpri en nokkru sinni áður. Þetta er þessi vinur þar sem alveg er sama hversu langt líður, alltaf er eins og þið hafið síðast hist í gær. Skilaboð frá spákonunni Ekki hunsa innsæi þitt þótt þú sért ekki sammála því eða það sé þvert á vilja þinn. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Saga Sig SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 16.10. – 22.10. Þú ert rammgöldrótt, ein af okkur… Orðin fimm manna fjölskylda MYND/AÐSEND stjörnurnarSPÁÐ Í L andsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnars-son og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónas-dóttir eignuðust sitt þriðja barn fyrir skemmstu. DV lék á forvitni á að vita hvernig hjónin eiga saman ef litið er til stjörnumerkj- anna. Aron og Kristbjörg eru bæði Naut. Ást tveggja Nauta er lostafull og parið getur gleymt sér í félagsskap hvort annars tímunum saman. Þau tengjast sterkum böndum og geta lesið tilfinningar hvors annars jafn auðveld- lega og dagblaðið. Þau deila sömu fjölskyldugildum og er þeim ekkert mikilvægara en fjölskyldan. Þau bera samt virðingu fyrir áhugamálum hvort ann- ars, en passa upp á að deila einhverjum þeirra saman. Stærsta vandamál þeirra er að þegar eitt- hvað bjátar á er það tvö sett af hornum sem mætast og þau geta orðið einstaklega illkvittin ef þau vilja. Heiðarleg samskipti eru lykillinn til að komast hjá því vandamáli. n Aron Einar Gunnarsson Naut 22. apríl 1989 n Þolinmóður n Áreiðanlegur n Hagsýnn n Ábyrgur n Þrjóskur n Ósamvinnuþýður Kristbjörg Jónasdóttir Naut 15. maí 1987 n Áreiðanleg n Þolinmóð n Trygglynd n Ábyrg n Þrjósk n Ósamvinnuþýð MYND/GETTY Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Æ, þér leiðist alveg hræðilega þessi höft og takmarkanir og þráir tilbreytingu. Nú reynir á hugmyndaflugið. Hvernig væri að hækka í ofnunum, skella í „Sex on the Beach“-kokteil og labba um í flip-flops og silkislopp eins og þú værir á Balí. Það er ekkert sem tak- markar þig nema hugurinn. Naut 20.04. – 20.05. Nautið er svo fallega jarðbundið og hjálpar öllum í kringum sig að jarðtengja sig sem er einstak- lega mikilvægt í þessum breyttu aðstæðum. Þú finnur köllun til þess að mastera enn frekar þessa gjöf, er nám í sálfræði eða markþjálfun að kalla á þig? Tvíburi 21.05. – 21.06. Einhverjar rekstrarhugmyndir krauma innra með þér. Eitt af því fallega sem gerist á svona skrýtnum tímum er að þá fá margir tíma til þess að láta gamla drauma rætast. Skref í áttina að nýju verk- efni hefjast í vikunni… Krabbi 22.06. – 22.07. Ef það er einhver sem þarf gúrkur á augun, jógúrtmaska og fótabað, þá ert það þú. Þú hefur staðið þig svo vel í baráttunni við breyttar að stæður að þú gerir þér ekki grein fyrir spennufallinu sem tauga- kerfi þitt hefur upplifað. Smelltu í heimaspa! Ljón 23.07. – 22.08. Passaðu að þú tjáir þig jafn mikið og þú hlustar þessa vikuna. En annars er nokkuð kósí haustvika í kortunum þar sem þú nýtur þín vel og finnur fyrir góðu jafnvægi sem er mikið sagt um þessar mundir. Meyja 23.08. – 22.09. Þú gætir fengið verðlaun fyrir að ofhugsa hlutina og þessa vikuna er mögulegt ofhugsunarmaraþon í gangi. Við erum hér til að minna þig á að í flestum aðstæðum eru hlutirnir mun einfaldari og betri en þú sérð í augnablikinu. Ekkert vandamál er of stórt. Vog 23.09. – 22.10. Þú ert óvenju bjartsýn þessa vikuna miðað við aðstæður sem er frábært og margir fagna. Þú hlærð kannski smá manískum hlátri sem gæti hrætt nána vini en ert bjartsýn engu að síður. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Þú ert óvenju lítið eins og „excel- skjal“ þessa vikuna og nýtur þess að kafa dýpra í mýktina. Fólk kann ekki alveg á þessa vanilluhjúpuðu hlið á þér en það kann svo sannar- lega að meta hana. Það er aldrei of seint að kanna nýjar hliðar á sér. Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú átt magnaðan innsta hring sem dýrkar þig og dáir. Þetta er samfélag sem þú hefur skapað og speglar þig á allan máta. Þessa vikuna færðu óvæntan glaðning frá einum af þeim og lærir smám saman að þiggja jafn mikið og þú gefur. Steingeit 22.12. – 19.01. Þú er svo mikil félagsvera og nær- ist á vinum þínum sem upphefja þig. Nú reynir á hugmyndaflugið, hvernig þú getur fengið að hitta þessa einstaklinga með núverandi sóttvarnareglum, því þú þarft óvenju mikið á þeim að halda. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Þér finnst smá eins og engar reglur gildi lengur. Þig langar helst að hætta borga leigu og LÍN, búa í kommúnu og býtta á varningi. Við elskum þennan stjórnlausa hippaling sem býr innra með þér en biðjum þig að lenda aðeins á jörðinni. Fiskur 19.02. – 20.03. Af öllum stjörnumerkjum þá finnum við mest til með Fisknum því þetta ár er endalaust verið að reyna á takmörk þín. Þessar upplifanir eru misþægilegar en þær eru allar mannbætandi þrátt fyrir að þú sjáir það ekki á þeirri stundu. Þú finnur þó innra með þér að þessar breytingar eru spenn- andi framför. 7 BIKARAR 1 SVERÐ 2 BIKARAR Slík vinátta er afar dýrmæt því maður getur verið alveg maður sjálfur og sýnt allar sínar hliðar. Þessi vinur birtist á fullkomnum tíma því þú þarft á honum að halda, eftir eitt gott trúnókvöld verðið þið búin að plana stórkost- legt vinnusamstarf sem mun lukkast vel, eitthvað til að hlakka til. FÓKUS 37DV 16. OKTÓBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.