Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 2
Nú orðaði ég
spurningarnar
skýrar hvað varðar stúlkur
undir 18 ára því athygli
hefur verið vakin á að-
gerðum á
börnum.
Líneik Anna
Sævarsdóttir,
þingmaður Fram-
sóknarflokksins
Veður
Hæg suðlæg átt í dag, en suðvestan
8-13 NV-til seinni partinn. Skýjað
veður og dálítil væta með köflum
S- og V-lands. Hiti 3 til 9 stig að deg-
inum, en heldur svalara á NA- og
A-landi. SJÁ SÍÐU 40
Álftirnar snæddu á háborðinu
Flætt hafði yfir gangstéttina við Reykjavíkurtjörn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í gær. Þessar álftir nýttu tækifærið til að fá betri
yfirsýn yfir Tjörnina við leit að mat og gæddu sér á kræsingum. Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem Fréttablaðið ræddi við sagði að það væri ekk-
ert nýtt að vatn f læddi yfir lægstu punkta gönguleiðarinnar en að það væri ekki svo algengt að grípa þyrfti til aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HEILBRIGÐISMÁL Enn þá hefur
Landlæknisembættinu ekki tekist
að fá upplýsingar frá lýtalæknum
um aðgerðir á börnum, svo sem
skapa barmaaðgerðir og brjósta-
stækkanir. Aðgerðir sem taldar eru
fegrunaraðgerðir og ekki greiddar
af Sjúkratryggingum Íslands.
Málið hefur verið bitbein á
milli Landlæknis og lýtalækna
um nokkurt skeið. Félag íslenskra
lýtalækna hefur haldið því fram
að fyrirspurnir séu of ítarlegar og
brjóti persónuvernd sjúklinga og
Persónuvernd hefur sagt að þörf sé
á skýrari ákvæðum um heilbrigðis-
skrár.
Embættið óskaði eftir því í
byrjun september á þessu ári að
heilbrigðisráðuneytið hefji vinnu
við endurskoða ákvæði um vinnslu
persónuupplýsinga til að hægt
verði að brjóta múrinn.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins, hefur
haldið málinu á lofti í þinginu í
gegnum árin en ekki tekist að fá
upplýsingar um fjölda aðgerðanna,
þar á meðal þeirra sem gerðar eru
á stúlkum undir 18 ára aldri. Hún
bar í þriðja skiptið á sjö árum fram
fyrirspurn um þetta fyrr í vikunni.
Segist hún fá spurningar frá heil-
brigðisstarfsfólki, bæði hjúkrunar-
fræðingum og ljósmæðrum, sem
hafi áhyggjur af þessu.
Segist Líneik efast um réttmæti
þess að gera slíkar aðgerðir á börn-
um en hafi þó séð viðtöl við lýta-
lækna sem bendi til þess að þetta sé
stundað. Einnig að auglýsingar frá
lýtalæknum bendi til þess. Í ljósi
skorts á tölulegum upplýsingum
sé þó ekki hægt að fullyrða hvort
aðgerðunum sé að fjölga.
„Þegar ég talaði við ljósmæður
árið 2013 var tilfinning þeirra sú að
þessum aðgerðum hefði fjölgað,“
segir Líneik. „Ég hef ekki orðið
mikið vör við kynningarefni frá
lýtalæknum síðan fyrr en á þessu
ári.“
Líneik lagði fyrst fram fyrirspurn
árið 2013 um fjölda aðgerða, svo
sem skapabarmaaðgerðir, legganga-
þrengingar, endaþarmshvíttun og
brjóstastækkanir. Kom þá fram að
þó að Landlæknir hefði fengið starf-
semisupplýsingar frá 90 prósentum
sjálfstætt starfandi lækna, þá væru
lýtalæknar ekki þar á meðal. Gilti
einu hvort um væri að ræða stúlkur
undir 18 eða ekki. Þegar hún bar
fyrirspurnina aftur upp árið 2016,
höfðu skil á upplýsingum ekki
lagast.
„Það er áhyggjuefni að Land-
læknir fái ekki upplýsingar um
þetta. Nú orðaði ég spurningarnar
skýrar hvað varðar stúlkur undir 18
ára því athygli hefur verið vakin á
aðgerðum á börnum,“ segir Líneik.
Í svari frá Landlæknisembættinu
til Fréttablaðsins segir að ungling-
ar verði sjálfstæðir þjónustuþegar
heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur.
Þeir geti því leitað til heilbrigðis-
starfsfólks án samþykkis eða vit-
undar foreldra.
„Embætti landlæknis er ekki
kunnugt um ákvæði sem banna
aðgerðir sem þessar á börnum en
slíkt getur ekki verið gert án sam-
þykkis foreldra,“ segir í svarinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Óttast fjölgun aðgerða
á kynfærum stúlkna
Þar sem kynningarefni um fegrunaraðgerðir á kynfærum og brjóstum hefur
aukist á árinu grunar þingmnn Framsóknarflokksins að aðgerðum á stúlkum
fjölgi. Landlæknir biður um lagabreytingu svo fá megi svör frá lýtalæknum.
Engin lög munu vera til sem banna fegrunaraðgerðir á börnum. MYND/GETTY
• Málningarvinna
• Flísa- og parketlögn
• Múrviðgerðir
• Tjón vegna myglu
• Nýsmíði og viðhald
• Vatnstjón
• Rakaskemmdir
892 0688
NORÐURLAND Karlmaður á fertugs-
aldri var í gær úrskurðaður í fimm
vikna gæsluvarðhald, svokallaða
síbrotagæslu, í Héraðsdómi Norður-
lands eystra.
Lögreglan rannsakar nú fjölmörg
ofbeldisbrot mannsins, þar á meðal
gegn unnustu, sambýlisfólki og
nágrönnum í Hrísey. Telur lögregla
að maðurinn haldi áfram brotum á
meðan málum hans er ólokið. Hann
var fluttur í fangelsið á Hólmsheiði.
Hríseyingar sem Fréttablaðið
hefur rætt við vegna mannsins hafa
verið uggandi yfir stöðunni og segja
þeir að afbrot þar megi flest, ef ekki
öll, rekja til hans.
RÚV á Norðurlandi greindi frá
því í vikunni að lögreglan hygðist
koma upp eftirlitsmyndavélum í
Hrísey. Í svari Akureyrarbæjar segir
að ekki sé hægt að tjá sig um einstök
mál, en að málið sé í vinnslu. – ab
Síbrotamaður
úr Hrísey í
gæsluvarðhald
SAMFÉLAG Það sem af er ársins hafa
að meðaltali 42,5 einstaklingar látist
í hverri viku. Árin 2017-2019 dóu að
meðaltali 43,3 á viku.
Flestir sem dóu á þessu ári og á
tímabilinu frá 2017-2019 voru að
jafnaði 85 ára eða eldri. Flestir sem
dóu á fyrstu 39 vikum þessa árs voru
83 ára. Tíðasti aldur látinna 2017-
2019 var 87 ára.
1.233 einstaklingar, 70 ára og eldri,
hafa látist það sem af er ári. Er það 34
einstaklingum færri en þeir sem lét-
ust í sama aldurshópi á sama tíma-
bili 2019. Á fyrstu 39 vikum ársins
2018 létust 1.311 manns í aldurshóp
i 70 ára og eldri . - bdj
Færri dánir
í ár en í fyrra
COVID-19 Samkvæmt nýjustu sótt-
varnaráðstöfunum er nú komin
tveggja metra regla um allt land.
Gerð er krafa um andlitsgrímur þar
sem ekki er hægt að tryggja tveggja
metra fjarlægð utan höfuðborgar-
svæðisins.
Þetta kom fram í minnisblaði
sóttvarnalæknis sem heilbrigðis-
ráðherra samþykkti.
Sett hafa verið tuttugu manna
fjöldatakmörk á viðburðum úti á
landi. Íþróttalíf fær að halda áfram
en án áhorfenda.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
íþrótta- og tómstundastarf barna
á leik- og grunnskólaaldri með
snertingu og skólasund stöðvað.
Iðkendur íþrótta sem ekki krefjast
snertingar fá að halda sínu striki
háð fjölda- og fjarlægðatakmörk-
unum. – kpt
Herða tökin á
landsbyggðinni
Alls hafa látist 1.233 sem
voru sjötíu ára eða eldri á
þessu ári.
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð