Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 64
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Herdís Gunnlaugsdóttir Holm Helgadal, Mosfellsbæ lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 13. október. Útförin fer fram í Mosfellskirkju, föstudaginn 23. október klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd útförina. Streymi frá útförinni verður tilkynnt síðar. Hreinn Ólafsson Gunnlaugur Jón Hreinsson Lára Marelsdóttir Svanhvít Hreinsdóttir Ingólfur Þór Baldvinsson Garðar Hreinsson Hulda Jónasdóttir Jóhanna Hreinsdóttir Guðmundur Magnússon Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, Kristín Þóra Birgisdóttir Markarflöt 25, Garðabæ, lést mánudaginn 5. október á líknardeild Landspítala. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 23. október kl. 15. Streymt verður á: www.facebook.com/groups/359010605218005/about Óðinn Viðar Grímsson Elsa Rut Óðinsdóttir Stefán Logi Magnússon Óskar Freyr Óðinsson Bríet Birgisdóttir Birgir Orri Óðinsson Auður Margrét Pálsdóttir Isabella Ósk, Emelía Björk og Alexander Þór Stefánsbörn Birgir Birgisson Guðrún J. Gunnarsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Bókaútgáfa á tímum COVID Héraðsbúinn Björg Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skógræktarinnar, situr við að árita sína fyrstu ljóðabók sem nefnist Árhringur – undirtitillinn er: Ljóðræna dagsins. „Sem blaðamaður hafði ég verið með ákveðinn ramma að vinna í, nú ákvað ég að sleppa þeirri hugsun og örva skapandi flæði. Því skrifaði ég daglega í eitt ár afmarkaðan texta,“ segir Björg um ljóðagerðina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eldgos hófst í Kötlu gömlu þennan mánaðardag árið 1755. Þetta var stórt gos og því fylgdi jökulhlaup og gríðar- legt öskufall. Hlaupið olli litlu tjóni á bújörðum þó það væri með allra stærstu Kötluhlaupum en það skildi eftir mikla hryggi úr ís og aur á sand- inum sem voru lengi illfærir. Gosið stóð í fjóra mánuði. Upp kom 1,5 km3 af gjósku sem gerir það að einu af stærstu gjóskugosum á sögu- legum tíma á Íslandi. Um 30 cm gjóskulag féll í Skaftár- tungu í 20 til 25 km fjarlægð frá eld- stöðinni. En vegna gjóskufallsins fóru um 50 jarðir í eyði og að minnsta kosti tveir menn létust af völdum eldinga í gosinu. Þ E T TA G E R Ð I S T: 17. O K T Ó B E R 1755 Kröftugt gos hófst í Kötlu í Mýrdalsjökli Við ætluðum að halda útgáfuhóf í þessari viku í bókaútgáfunni Bjarti en urðum að af lýsa því út af kófinu,“ segir Björg Björnsdóttir sem keyrði frá Egilsstöðum til borgarinnar síðasta sunnudag, til móts við nýja ljóðabók sína, Árhringur. „Svo hugðist ég vera á ákveðnum tímum í Eymundsson svo fólk gæti komið þangað að sækja sér bók en enginn vill verða valdur að hópsmiti þannig að það var slegið af líka,“ heldur hún áfram. „Við notum bara netið og ég er með pantanir á um 300 bókum sem ég er að árita.“ Björg kveðst dvelja í stéttarfélagsíbúð og varla þora að hitta nokkurn mann. „Annars tók ég tveggja metra prik með til að halda örugg fjarlægðamörk,“ segir hún glettin. „Hitti systur mína í gær, við fórum bara í gönguferð og kölluðumst á.“ Ég spyr hvort reynt hafi verið að stemma stigu við f lakki hennar fyrir austan. „Nei, en á Austurlandi er ekkert smit og auðvitað viljum við halda því þannig. Þar er mælst til að fólk sem á brýn erindi til Reykjavíkur haldi sig til hlés í hálfan mánuð eftir að það kemur heim og ég hlíti því.“ Alltaf verið að skrifa Árhringur – Ljóðræna dagsins er bók upp á 40 síður. Í fyrri hlutanum sækja ljóðin nöfn sín til gömlu mánaðaheit- anna. Síðari hlutinn nefnist Hringur. Jón Ágúst Pálmason sá um kápu- hönnun. „Hann er listamaður, einn þessara grafísku hönnuða sem kunna að teikna fríhendis,“ bendir Björg á. Þetta er hennar fyrsta bók en hún kveðst þó allt- af hafa verið að skrifa, unnið smásagna- samkeppni í menntaskóla og fengið birt eftir sig í ljóðabók stúdenta þegar hún var í háskólanum. „Svo lærði ég blaða- mennsku í Frakklandi og starfaði hjá Ríkisútvarpinu hér heima, bæði útvarpi og sjónvarpi, var fréttaritari þess í Istan- bul um tíma og fór svo til Parísar og vann á stórblaðinu Le Figaro,“ rifjar hún upp. Byrjaði að yrkja á fésbók Björg er uppalin á Egilsstöðum og flutti heim á æskuslóðirnar árið 2013. Þá hófst nýr kafli. „Í gegnum Herborgu Eðvalds- dóttur, vinkonu mína og leirlistakonu, kynntist ég hugmyndinni um flæði. Í því felst að hægt er að byrja á einhverju án þess að hafa hugmynd um hvernig það á að enda. Mér fannst það áhugavert. Sem blaðamaður hafði ég verið með ákveðinn ramma að vinna í, nú ákvað ég að sleppa þeirri hugsun og örva skapandi flæði. Því skrifaði ég daglega í eitt ár afmarkaðan texta sem ég kallaði ljóðrænu dagsins og fékk mikil viðbrögð á fésbók. Páll Vals- son útgáfustjóri hjá Bjarti skrifaði að ef ég vildi gera eitthvað meira með efnið skyldi ég láta sig vita. Það kitlaði.“ Þegar Björg fór að vinna að bókinni þóttu henni ljóðrænur dagsins misgóðar og áhugaverðar, eins og dagarnir, að eigin sögn. „Ég sökkti mér í efnið. Það sem mér fannst standa upp úr er sú hringrás sem árstíðirnar skapa og við stöðvum ekki, hversu miklu sem við þykjumst geta stjórnað. Ég fann líka hvað náttúran spil- ar stórt hlutverk í okkar daglega lífi og að við verðum ríkari eftir því sem tímanum vindur fram, líkt og árhringir bætast í tré og jarðlög í landi.“ Bókina Árhringur tileinkar Björg föður sínum, Birni Þór Pálssyni, sem lést árið 2012. „Síðari kaflinn, Hringur, byrjar um jól og endar um jól. Það má hugsa hann sem árstímabil en hann er kannski meira æviskeið. Við erum bara ferðalangar í tíma og ég velti fyrir mér arf leifð kynslóðanna, hvað við fáum frá öðrum og hverju við miðlum sjálf áfram.“ gun@frettabladid.is Gormánuður - fyrri hluti Hann er kominn Þessi morgun, þegar himinninn verður að dökkum striga fyrir skugga trjánna, fyrir fjallið sem ávallt vakir og þig. Rökkrið mjúk voð sem ég hyl mig með. Þannig búin held ég út. Ósýnileg. Vindurinn í fangið. Trylltur haustlaufadans. 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.