Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 84
Þetta er ótrúlega f ljótt að líða,“ segir Reynir Traustason, blaðamað-ur og rithöfundur, sem gerði stormandi lukku í jólabókaflóðinu 2004
með Sonja – Líf og leyndardómar
Sonju W. Benjamínsson de Zorrilla.
Bókin er nú gengin í endurnýjun líf-
daga í upplestri útvarpsstjörnunnar
Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur
og er á einni viku meðal vinsælustu
íslensku bókanna á Storytel.
„Þetta er bara ánægjulegt. Bæk-
urnar eru náttúrulega löngu farnar
úr sölu og allt það, þannig að nú fá
þessar sögur nýtt líf og ég er í sjálfu
sér alveg sáttur við það,“ segir Reyn-
ir og bætir við að allar hafi þessar
bækur fyrir löngu skilað sínu. Séu
löngu uppseldar og jafnvel illfáan-
legar.
Sonja vekur enn umtal
„Það er bara svoleiðis, en það var
náttúrlega svolítið mikið til af Sonju
á tímabili vegna þess að hún var
prentuð í eitthvað yfir tíu þúsund
eintökum. Hún hefur alveg haldið
vinsældum og er mikið umtöluð
enn þá. En þetta er allt að baki og
svo veit ég svo sem ekkert um pen-
ingahliðina á þessu. Ég held það sé
nú ekkert mikið sem þetta gefur
manni en eitthvað kannski,“ segir
Reynir og hlær.
„Þetta eru fjórar bækur frá mér
sem eru komnar þarna inn. Sonja,
Ragna á Laugabóli, sem reyndar
seldist aðeins meira en Sonja á
sínum tíma og vakti gríðarlega
athygli,“ segir Reynir um bókina
Ljósið í Djúpinu - Örlagasaga Rögnu
Aðalsteinsdóttur frá 2006.
Hina r bæk u r na r t vær er u
Skuggabörn, blaðamannabók um
ungt fólk sem er fast í of beldisfull-
um heimi fíkniefna, og Afhjúpun,
sem ef til vill er best lýst sem ein-
hvers konar starfsævisögu Reynis í
blaðamennsku.
Meira drama
Ævisögur alls konar fólks eru
hryggjarstykkið í höfundarverki
Reynis en hann sýndi á sér aðra og
jafnvel nokkuð óvænta hlið í smá-
sagnasafninu Þorpið sem svaf, sem
kom út fyrir tveimur árum. Þá situr
hann nú við skriftir fjarri veirufári
þéttbýlisins og þótt hann gefi ekki
mikið upp má ætla að hann muni
koma úr enn einni áttinni með
næstu bók.
„Ég held mig afsíðis enda get ég
unnið hvar sem er,“ segir Reynir
sem ritstýrir Man.is, Mannlíf i
á vefnum, í hálfu starfi. „Þetta
verður samt alltaf einhvern veginn
meira en 50% vinna,“ segir hann
og bendir á að það sé ærið verk að
fóðra hungraðan vef, þótt prentuð
útgáfa tímaritsins liggi í ótíma-
bundnum dvala.
Reynir lætur hins vegar f ljóta
með að hann sé að skrifa bók
en gefur lítið upp þegar hann er
spurður um efni hennar. „Það er
ekki opinbert en það er ákveðin
sagnfræði og mikið drama í þessu
á köflum,“ segir blaðamaðurinn og
rithöfundurinn, sem hefur margar
fjörurnar sopið á löngum ferli en
þyrstir þó enn í dramatískar sögur
af áhugaverðu fólki.
toti@frettabladid.is
Lífið í
vikunni
11.10.20-
17.10.20
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@
frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Reynir leitar í drama
Reynir Traustason er kominn á Storytel með fjórar bækur þar
sem sextán ára metsölubók hans um Sonju de Zorrilla ber hæst.
„Hún er skemmtileg og les Sonju með sinni fínu rödd,“ segir Reynir Traustason
ánægður með að útvarpsstjarnan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hafi verið
fengin til þess að lesa bókina um Sonju Zorrilla. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
HEIMSENDING Í ÞYRLU
Jón Þór Þorleifsson hreifst af
hugmyndinni um 101 Mathöll á
vefnum og þar sem hann er þyrlu-
flugmaður bíður hann spenntur
eftir tækfæri til að senda mat heim
eins og fuglinn fljúgandi með þyrlu.
SÖGUR AF FÓLKI
Almar Örn Hilmarsson, fyrrverandi
forstjóri Sterling og Iceland Ex-
press, nýtur þess að vera búa í Prag
þar sem styttir sér stundir með því
að ræða við áhugavert fólk í hlað-
varpi sem hann kallar The Bunker.
ENGIN DISNEY-MYND
Þriðja þáttaröð Venjulegs fólks hóf
göngu sína í Sjónvarpi Símans og
sem fyrr eru vinkonurnar Vala og
Júlíana í forgrunni og Júlíana segist
hafa notað nokkrar sögur eigin lífi í
þættina og það er ekkert Disney.
HREKKJAVÖKUÓVISSA
Fólk er víða byrjað að undirbúa
hrekkjavöku í skugga COVID.
Almannavarnir telja þó of fljótt
að taka afstöðu til Halloween og
bíða eftir endurskoðun sam-
komutakmarkana á mánudaginn.
Heimskonan Sonja
D u lúði n s em ha f ði
umlukið líf Sonju Wen-
del Benjamínsson de
Zorrilla varð síst til þess
að draga úr almennum
áhuga á bók Reynis um
heimskonuna, sem gat
ekki sætt sig við þær
skorður sem líf ið í
Reykjavík setti henni
og lagði ung af stað út
í heim.
Hún dvaldist í Þýska-
landi á valdatíð Hitlers og kynntist
þar bæði verðandi fyrirmönnum
o g fór n a rlömbu m .
Skömmu síðar hélt hún
til London þar sem hún
lifði hinu ljúfa lífi innan
um hina ríku og frægu.
Í París komst Sonja í
kynni við ýmsa frægustu
tískuhönnuði heims en
eftir að heimsstyrjöldin
síðari brast á komst hún
með naumindum með
skipi til New York. Þar
bjó hún lengst af ævinnar
og haslaði sér völl í karlaveldinu á
Wall Street.
DALBY
hægindastóll
með skemli
Nettur og fallegur hægindastóll úr svörtu PU-leðri ásamt
skammeli, á frábæru verði. Fáanlegur bæði með krómuðum
fæti eða svörtum. Stærð: 125 x 72 H: 108 cm.
Fullt verð: 59.900 kr.
Aðeins 41.930 kr.
Við eigum afmæli
og nú er veisla
Láttu drauminn rætast
SENDUM
FRÍTT
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Við sendum þér vörurnar frítt hvort sem
þú kaupir á dorma.is eða í DORMA-verslun
Nature’s REST LUXURY
heilsurúm með Classic botni
• Svæðaskipt poka-
gormakerfi (20 cm háir)
• 5 misjöfn lög af svampi
• Sterkur botn
• 320 gormar á m2
• Góðar kantstyrkingar
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á Classic botni.
Verðdæmi á Nature’s Rest Luxury með Classic botni og fótum:
90 x 200 cm. Fullt verð: 69.900 Aðeins 55.920 kr.
160 x 200 cm. Fullt verð: 99.900 Aðeins 79.920 kr.
30%
AFSLÁTTUR
AFMÆLIS
20%
AFSLÁTTUR
AFMÆLIS
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð