Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 10
REYK JAVÍK Vigdís Hauksdóttir,
oddviti Miðflokksins í Reykjavík,
hyggst senda fyrirspurn á borgar-
lögmann til að kanna hvort yfir-
stjórn borgarinnar haf i verið
heimilt að skipta upp greiðslum
borgarinnar til Vinnustofu Kjarvals
milli sviða.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í
gær keyptu yfirstjórn og starfsmenn
áfengi fyrir rúma hálfa milljón
króna á Vinnustofu Kjarvals í gegn-
um eins árs samning við borgina.
„Tilraunin að semja við Kjarvals-
stofu í stað þess að vera með starfs-
daga og fundi víða, hefur gengið vel
og hefur líklega leitt til sparnaðar
fyrir borgina þótt endanlegt upp-
gjör á því liggi ekki fyrir,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
„Varðandi áfengiskaup hjá starfs-
fólki borgarinnar þá eru 500 þús-
und hjá tíu skrifstofum og sviðum
yfir nánast heilt ár til marks um
ábyrgð og hófsemi. Það er eðlilegt
í hvaða starfsemi sem er að halda
starfsdaga og ef la liðsandann.
Útgjöld og áfengiskaup þurfa að
vera í hófi og það eru þau hjá borg-
inni,“ segir Dagur.
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálf-
stæðisf lokksins í innkaupa- og
framkvæmdaráði, segir að tilviljun
ein hafi ráðið því að kjörnir full-
trúar hafi frétt af samningum.
„Allir samningar borgarinnar
sem eru yfir eina milljón króna
fara fyrir innkauparáð, þessi samn-
ingur er fyrir 1,6 milljónir króna,
en þar sem upphæðinni var skipt
milli sviðanna þá sjáum við aldrei
greiðslurnar,“ segir Björn. „Við frétt-
um þetta fyrir tilviljun og sendum
inn fyrirspurn, þá var þetta búið að
vera í gangi í marga mánuði.“
Vigdís Hauksdóttir segir borgina
hafa skipt greiðslunum milli sviða
til að þurfa ekki að segja frá þessu.
Hyggst hún leita svara hjá borgar-
lögmanni um hvort þetta sé heimilt.
„Það er einn lögaðili sem gerir
samninginn, það er borgin, síðan er
þessu dreift milli sviða til að þetta
lendi aldrei fyrir augum kjörinna
fulltrúa. Ég tel víst að þetta sé brot
á innkaupareglum. Þetta er óhuggu-
legt, það gæti verið að það séu, eða
hafi verið, f leiri svona samningar í
gangi,“ segir Vigdís.
Tveir sviðsstjórar borgarinnar
eru ekki með aðgangskort að
Vinnustofu Kjarvals. Regína Ást-
valdsdóttir, sviðsstjóri velferðar-
sviðs, taldi að ekki væri þörf á því.
„Ég taldi ekki þörf á því, velferð-
arsvið er til dæmis með fjölmargar
félagsmiðstöðvar fyrir eldri borgara
víða um borgina og við nýtum þær
oft fyrir fundi,“ segir Regína.
Ómar Einarsson, sviðsstjóri
íþrótta- og tómstundasviðs, segir
það sama eiga við um sig. „Ég taldi
að ég, eða ÍTR, hefði ekki þörf fyrir
svona þjónustu sem þarna er í boði,“
segir Ómar. arib@frettabladid.is
Það er eðlilegt í
hvaða starfsemi
sem er að halda starfsdaga
og efla liðsandann.
Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra
húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr.
577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa
menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og
mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.
• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í
samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016
um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í
byggð.
Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs
ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna
á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2020. Umsóknir sem berast
eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af
hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit
um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og
varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir
Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf
um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á
heimasíðu safnsins www.borgarsogusafn.is).
Suðurgötu 39,101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2021
Alþjóðlegur
baráttudagur
gegn fátækt
EAPN á Íslandi minnir á að í dag,
17. október, er alþjóðlegur
baráttudagur gegn fátækt.
Af því tilefni bjóðum við upp á
samtal um fátækt á Íslandi á
Samstöðinni, róttækri netsjón-
varpsstöð en við verðum með
skipulagða dagskrá frá kl 12 til 17
með fróðlegum viðtölum við ýmsa
aðila sem ýmist hafa búið við
fátækt eða lagt baráttunni lið.
samstodin.is
facebook.com/samstodin
Hálf milljón í áfengi
til marks um hófsemi
Borgarstjóri segir tilraun með aðstöðu í Kjarvalsstofu líkega hafa sparað fé.
Borgarfulltrúi Miðflokksins spyr hvort heimilt sé að deila greiðslum milli sviða.
Tilviljun að „uppvíst“ varð um samninginn að sögn fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10