Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 32
Ég elska þegar fólk sýnir af sér náunga kærleik og finnst dásamleg hugmynd að konur setji sitt uppáhaldssælgæti í kassa til að senda öðrum konum um heimsbyggðina alla. Það sýnir hvað fólk er gott og hvernig hjartalag þess er, að gleðja ókunnuga, af engri sérstakri ástæðu,“ segir Íris Davíðs- dóttir, rekstrarstjóri hjá Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands. Íris komst á snoðir um skemmti- lega Facebook-grúppu þar sem meðlimir skiptast á að senda snakk og sætindi sín á milli, hvaðanæva úr heiminum. „Grúppan heitir „Sisterhood of the International Snack Swap“ og var stofnuð til að tengja saman konur úr öllum heimshornum til að býtta á sælgæti frá löndunum sem þær búa í,“ upplýsir Íris. „Það er leikur einn að vera með í grúpp- unni; maður tilgreinir einfaldlega hvað mann langar í, hvar maður er staddur í heiminum og fyrir hvaða upphæð maður vill kaupa nammi. Þá bítur einhver á agnið, eða maður bítur á agnið hjá öðrum, og sælgætispakkar eru sendir á milli, en allt er þetta byggt á trausti enda er heiðarleiki hafður í hávegum í þessum hópi,“ upplýsir Íris. Eins og litlu jólin Algeng viðmiðunarupphæð fyrir nammi kaupin eru 30 Bandaríkja- dalir, sem er um 5.000 krónur íslenskar, en Íris segir allt opið í þeim efnum. „Ég komst fljótt í samband við tvær konur í Bandaríkjunum og Kanada og dreif mig í Bónus þar sem ég keypti íslenskt sælgæti fyrir eitthvað meira en 5.000. Ég ákvað að velja eingöngu íslenskt gotterí: súkkulaði, lakkrís, brjóstsykur, karamellur og eitt og annað pipar- húðað,“ segir Íris sem pakkaði tveimur kílóum af íslensku nammi ofan í kassa og sendi vestur um haf, til Kanada og Ameríku. „Ég verð sennilega ekki jafn stórtæk næst og reyni að halda mig undir tveimur kílóum, því send- ingarkostnaðurinn slagaði upp í sælgætiskostnaðinn. Pakkarnir fóru svo af stað í júlí og bárust f ljótt til Kananda en voru lengur á leiðinni til Bandaríkjanna, senni- lega vegna lítils f lugframboðs þar í landi nú,“ segir Íris. Allt komst þó til skila á end- anum, líka til Írisar. „Það var ofurspennandi að fá pakkana að utan og nánast eins og litlu jólin, ekki síst fyrir strákana mína tvo,“ segir Íris sem fann bæði freistandi og framandi góðgæti í kössunum að vestan. „Það var greinilegt að stöllurnar höfðu valið sitthvað sérstakt frá sínu heimasvæði. Kanadíska nammið var margt unnið úr hlynsírópi og frá Ameríku kom til dæmis snakkpoki með tómatsósu- bragði. Sú sending var verulega rífleg og tók okkur margar vikur að klára allt innihaldið,“ segir Íris. Jólagóðgætið freistar nú Íris kveðst vægur sælgætisgrís en þó höll undir gott súkkulaði. „Það var gaman að smakka það sem kom upp úr sælgætis- kössunum þótt ekki væri það allt gott. Úr samskiptunum varð líka til ánægjulegur kunningsskapur við þessar indælu konur, því við gerðumst vinkonur á Facebook, eigum ýmislegt sameiginlegt og önnur á stráka á sama aldri og ég. Sú hefur lengi átt sér draum um að koma til Íslands og ég sagði henni að hafa samband ef hún birtist þegar kórónaveiran víkur. Ég sagði þeim líka að þær mættu spyrja mig út í allt sem þær skildu ekki á íslensku umbúðunum og þá sagðist önnur vera mikil tungu- málamanneskja og þegar búin að kynna sér íslensku nöfnin og hráefnið á Google Translate.“ Íris notar sælgætissendingarnar líka til að lífga upp á landafræði- kunnáttu sona sinna. „Við fórum til dæmis á Google Earth til að skoða húsin þeirra í Ameríku og Kanada og átta okkur á hversu langa vegalengd sælgætis- kassarnir fóru til að komast heim til okkar. Heimurinn er orðinn svo lítill og aðgengilegur, og með heimilisfang í höndunum er hægt að sjá húsin í nærmynd og næstum veifa,“ segir Íris og hlær. Hún er í þann mund að setja inn nýja færslu og óska eftir sælgætis- býttum fyrir jól. „Það væri skemmtilegt að fá jólagóðgæti frá Norðurlöndunum eða Evrópu þar sem mestar líkur eru á að það næði til Íslands fyrir hátíðina. Kannski karamellu- húðuð jólaepli eða sænskt pipar- kökunammi,“ segir Íris og lætur sig dreyma. „Það er auðvitað engu líkt að eiga fullan kassa af dýrindis sæl- gæti frá öðrum heimshornum til að njóta á nammidegi og prófa eitthvað nýtt. Mér fannst spenn- andi að vita hvað vinkonum mínum vestra þótti um íslenska nammið. Sú ameríska fór með íslenska gottið í vinnuna og það vakti mikla lukku, sérstaklega lakkrísinn, en Kananum þótti piparnammið heldur of sterkt. Sú bandaríska skrifaði til mín: „I really liked your rice balls,“ og ég skildi hvorki upp né niður, en þá var um að ræða uppáhalds nammið mitt sem eru Hrískúlur frá Freyju, þessar í grænu og gylltu pokunum.“ Þetta sýnir hvað fólk er gott, að gleðja ókunnuga, af engri sérstakri ástæðu. Það var svo ofurspenn- andi að fá nammipakk- ana að utan og nánast eins og litlu jólin. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Heimsdömur býtta á sælgæti Það er viðeigandi á nammidegi að segja frá hjartnæmum gotteríbýttum heimshorna á milli og Íris Davíðsdóttir staðfestir að það sé ævintýri að eiga framandi og freistandi sælgæti í kassavís. Freistandi gott og snakk frá Kanada. Sendingin frá Bandaríkjunum var svo ríflega útilátin að það tók Írisi og fjölskyldu langan tíma að gæða sér á öllu gotteríinu. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús hefur góða reynslu af vörunum frá Arctic Star. Magnús Friðbergsson, verkefna- stjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj- unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingar- daginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæ- bjúgnahylki fást í flestum apó- tekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Íslenskt sælgæti þykir lostæti. Íris Davíðs- dóttir heillaðist af fagurri hugmyndinni sem býr að baki býtti grúppunni, þar sem góður hugur, gleði og náungakær- leikur stýrir för. MYND/KRISTINN INGVARSSON 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.