Fréttablaðið - 17.10.2020, Blaðsíða 6
ATVINNULÍF „Við sem erum í forystu
hér innan félagsins erum dálítið
undrandi að við skyldum bara frétta
þetta í fjölmiðlum,“ segir Finnbogi
Sveinbjörnsson, formaður Verka-
lýðsfélags Vestfirðinga, um 3,3
milljarða króna fjárfestingu lífeyris-
sjóðsins Gildis í Arnarlaxi.
Fram hefur komið að Gildi og
sjóður á vegum Stefnis, sjóðastýr-
ingarfyrirtækis Arion banka, ásamt
norskum fjárfesti, hafi verið horn-
steinafjárfestar í hlutafjárútboði
Arnarlax sem lauk á miðvikudag. Í
tilkynningu frá kauphöllinni í Osló
kom fram að umframeftirspurn
hefði leitt til þess að útboðið var
stækkað úr jafnvirði 6,5 milljarða
íslenskra króna í 7,6 milljarða.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga á
aðild að Gildi. Hátt á áttunda tug
félagsmanna verkalýðsfélags-
ins starfar hjá Arnarlaxi, að sögn
Finnboga Sveinbjörnssonar. Alls
eru starfsmenn Arnarlax um eitt
hundrað.
„Stóra fréttin er að fagfjárfestir
skuli viðurkenna þessa starfsgrein
og fara að fjárfesta í henni, meira að
segja í landsfjórðungi þar sem líf-
eyrissjóðir hafa almennt ekki verið
mikið að fjárfesta í atvinnulífinu.
Auðvitað finnst okkur það mjög
jákvætt en okkur fannst skrítið, þótt
það sé ekki nein skylda, að kanna
ekki hjá stéttarfélaginu hvernig
samskiptin við fyrirtækið séu, þegar
um er að ræða atvinnugrein sem er
að stækka svona mikið,“ segir Finn-
bogi, sem bendir þó á að auðvitað
eigi stjórnarmenn í lífeyrissjóðum
að vera óháðir.
„En yfirleitt þegar lífeyrissjóðir
eru að fara að fjárfesta í fyrir-
tæki sem er tiltölulega ungt en þó
búið að festa sig í sessi og komið á
markað, þá hefði maður haldið að
þeir myndu kanna einmitt þennan
samfélagslega þátt. Mér hefði ekki
þótt óeðlilegt að lífeyrissjóðurinn
hefði verið í sambandi til að kanna
hvort þeir séu ekki með allt sitt á
þurru gagnvart verkafólkinu sem er
að vinna hjá þeim,“ segir Finnbogi.
Þrátt fyrir þetta tekur Finnbogi
fram að ef Gildi hefði spurt Verka-
lýðsfélag Vestfirðinga um sam-
skiptin við Arnarlax, hefði svarið
verið að þau væru góð. „Við gætum
í raun ekki sett út á neitt,“ undir-
strikar formaðurinn.
Nokkur núningur mun þó áður
hafa verið til staðar milli Arnar-
lax annars vegar og starfsmanna
og verkalýðsfélagsins hins vegar.
Finnbogi segir að greitt hafi verið
úr slíku. „Það er ljóst að fyrirtækið
metur það þannig að það sé betra að
vera í góðum samskiptum við félagið
og trúnaðarmennina. Það var farið í
breytingar sem starfsfólkið er mjög
ánægt með og þetta er allt önnur
staða,“ segir hann.
Aðspurður kveðst Finnbogi ekki
endilega tengja breytinguna gagn-
vart starfsfólkinu áðurnefndu hluta-
fjárútboði. „Ég held að breytingin
sem þeir gerðu hafi aðallega verið
til að koma hlutum á hreint innan-
húss, að það væri ekki þessi stöðuga
barátta og núningur á milli stéttar-
félags starfsmanna og fyrirtækisins,“
segir formaður Verkalýðsfélags Vest-
firðinga. gar@frettabladid.is
Það er ljóst að
fyrirtækið metur
það þannig að það sé betra
að vera í góðum samskipt-
um við félagið og trúnaðar-
mennina.
Finnbogi
Sveinbjörnsson,
formaður
Verkalýðsfélags
Vestfirðinga
NAGORNÓ-KARABAK Minnst 600 eru
látnir vegna átaka Armena og Asera
í Nagornó-Karabak. Þetta kemur
fram í tölum héraðsstjórnarinnar
og Asera, en Aserar gefa ekki upp
hversu margir hermenn hafa fallið.
Átökin eru orðin þau mannskæð-
ustu frá því í stríðinu á tíunda ára-
tugnum er 30 þúsund manns létust.
Nikol Pashinyan, forsætisráð-
herra Armeníu, sagði á miðvikudag
vopnahlé ekki vera í augsýn. Mike
Pompeo, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í vikunni að Banda-
ríkin væru hlutlaus, en að vonandi
gætu Armenar varist þar til komið
væri á vopnahlé. Hann gagnrýndi
Tyrki fyrir að styðja Asera. – ab
Rúmlega 600
létust í árás
Þrír létust í sprengjuárás á kirkju-
garð í Aserbaísjan. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Í leiðara Fréttablaðsins í
gær sagði að borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar hefði sagt í
fjölmiðlum að Reykjavíkurborg
bæði ríkið um 50 milljarða
fjárframlag til viðbótar við
jafnhátt framlag sem Samband
sveitarfélaga óskaði eftir. Hið rétta
er að borgin óskar eftir 50 milljarða
fjárstuðningi frá Seðlabankanum.
ATHS. RITSTJÓRA
COVID-19 Valtýr Stefánsson Thors,
barnasmitsjúkdómalæknir, skrifar
í minnisblaði til skóla- og frístunda-
ráðs að flest barna sem hafa greinst
í Reykjavík hafi verið fremur ein-
kennalítil.
Flest börnin fá væg einkenni;
hálssærindi, hósta og hita. Í f lest-
um tilfellum eru þetta skammvinn
veikindi sem líða hjá á tveimur til
þremur, kannski fjórum dögum.
Valtýr bendir á að það sé býsna
stór hópur þessara barna sem
er algerlega einkennalaus og fái
aldrei nein einkenni. Skóla- og frí-
stundaráð hittist í vikunni til að
fara yfir stöðu mála á vettvangi
skóla- og frístundastarfs í Reykja-
vík á tímum COVID-19, þar sem
minnisblaðið var lagt fram.
Áheyrnarfulltrúar skólastjóra
og kennara í grunnskólum lögðu
fram bókun á fundinum, um að
starfsmenn hefðu upplifað kvíða
og vanlíðan í þessu ástandi.
„Mikilvægt er að hugað verði
að starfsfólki við þessar aðstæður
á raunsæjan hátt, það verður að
finna fyrir jákvæðum stuðningi
í önnum dagsins auk þess að fá
upplýsingar um stöðu mála inni á
sínum vinnustöðum,” segir í bók-
uninni. Verkefni grunnskólanna í
þessum aðstæðum sé stórt og enn
allsendis óvíst um framtíðina.
„Mikilvægi hreinskiptinnar,
jákvæðrar og öflugrar mannauðs-
stjórnar er algert um leið og allar
aðgerðir verða að miðast við að
hraða því ferli að samfélagssmit
náist niður og að neyðarstigi sé
aflétt.“ – bb
Stór hópur smitaðra barna einkennalaus og flest einkennalítil
Aukning er á smiti hjá börnum sem eru fædd 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verkalýðsfélagið ekki spurt
áður en fjárfest var í Arnarlaxi
Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, undrast að lífeyrissjóðurinn Gildi, sem félagið á aðild að, hafi
ekki spurst fyrir um samskipti við Arnarlax áður en sjóðurinn fjárfesti 3,3 milljarða í fyrirtækinu. Sam-
skipti starfsmanna og félagsins við Arnarlax séu þó reyndar góð, eftir að hafa verið lagfærð nýlega.
HEILBRIGÐISMÁL Ekki hefur dregið
úr komum í krabbameinsskimun
hjá Krabbameinsfélaginu vegna
kórónaveirufaraldursins, ólíkt því
sem búist var við. „Í vor fundum
við fyrir minni mætingu áður en
ákveðið var að skimun yrði hætt
tímabundið vegna COVID-19,“
segir Sigríður Sólan Guðlaugs-
dóttir, kynningarstjóri Krabba-
meinsfélagsins.
Komum kvenna í skimun fjölg-
aði mjög á milli áranna 2018 og
2019. Komum í brjóstaskimun
hjá konum á aldrinum 40 -69
fjölgaði um 24 prósent, úr 16.540
í 20.580. Komum í leghálsskimun
hjá konum á aldrinum 23-65 ára
fjölgaði um 15 prósent milli ára,
úr rúmum nítján þúsund komum
í rúmar 22 þúsund.
Þá segist Sigríður telja líklegt að
ef ekki væri fyrir áhrif faraldursins
á starfsemi Krabbameinsfélagsins
mætti sjá svipaða aukningu og síð-
ustu tvö ár fyrir árið 2020.
„Ef frá er talið tímabundið hlé á
skimunum vegna COVID-farald-
ursins síðastliðið vor sést að fjöldi
koma í skimun er áþekkur fjöld-
anum árið 2019 svo árangurinn
er varanlegur. Mjög aukin aðsókn
var í skimanir þegar Leitarstöð
var opnuð aftur eftir lokun vegna
COVID, svo það náðist að vinna
upp hluta þeirra koma sem höfðu
fallið niður,“ segir Sigríður.
Áhrif faraldursins segir hún helst
vera vegna sóttvarna innan Leitar-
stöðvarinnar þar sem passa þurfi
bæði starfsfólk og viðskiptavini,
„og endurskipuleggja starfsemina
ef einhver þarf að fara í sóttkví“.
Krabbameinsfélagið hefur verið
til umræðu undanfarið vegna mis-
taka við greiningu sýna úr legháls-
skimunum. Sigríður segir að þrátt
fyrir fréttir um atvikið hafi ekki
dregið úr komu kvenna í skimun
hjá félaginu. Nokkurt álag hafi þó
verið vegna fyrirspurna í síma og
tölvupósti.
Hú n seg ir au k na þát t tök u
kvenna í skimun afar ánægjulega
og leggur áherslu á mikilvægi þess
að konur nýti sér boð í skimun og
dragi það ekki að leita til lækna
þrátt fyrir faraldurinn, hafi þær
einkenni sem geti bent til krabba-
meins. „Reynslan sýnir að umræða
um skimanir eykur komur í skimun
enda hafa konur lýst því í þjónustu-
könnun Leitarstöðvar að helsta
ástæðan fyrir því að þær mæta
ekki í skimun sé framtaksleysi, svo
áminningar hafa áhrif.“ – bdj
Ekki hefur dregið úr komum í krabbameinsskimun
Aukning hefur orðið á komum í brjóstaskimum. MYND/GETTY
Arnarlax sem stóraukið hefur umsvifin á undanförnum árum er með vinnslu á Bíldudal í Arnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SKIPULAGSMÁL „Bæjarráð Mosfells-
bæjar mótmælir harðlega þeim yfir-
gangi sem Reykjavíkurborg hefur
sýnt Mosfellingum við f lutning á
iðnaðarstarfsemi á Esjumela,“ segir í
samþykkt frá bæjarráðsfundi í Mos-
fellsbæ.
Yfirgangurinn er meðal annars
sagður felast í heimild til uppbygg-
ingar tveggja malbikunarstöðva, án
þess að tillit sé tekið til áhrifa á Mos-
fellsbæ og hagsmuni Mosfellinga.
Áformin og aðalskipulag á Esjumel-
um séu á skjön við skipulagsreglu-
gerð. Mosfellsbær munu leita allra
leiða til að gæta hagsmuna sinna.
„Sveitarfélagið hefur nú í annað
skipti neyðst til þess að kæra skipu-
lag á Esjumelum til Úrskurðarnefnd-
ar umhverfis- og auðlindamála auk
þess sem kvörtun hefur verið send
til umboðsmanns Alþingis sem snýr
að stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á
Esjumelum.“ – gar
Saka borgina
um yfirgang
Ásgeir Sveinsson,
formaður bæjar-
ráðs Mosfells-
bæjar.
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð