Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 4

Fréttablaðið - 17.10.2020, Page 4
LOÐNUVEIÐAR Þrátt fyrir að Haf- rannsóknastofnun hafi mælt með því að engar loðnuveiðar verði leyfðar á yfirstandandi fiskveiðiári eru útgerð- armenn sannfærðir um að loðnan muni finnast í næsta leiðangri. Hafrannsóknastofnun tilkynnti á föstudag að niðurstöður rannsóknar- leiðangurs, sem stóð yfir frá 7. sept- ember til 5. október, gefi ekki tilefni til að mæla með loðnuveiðum. Loðnubrestur hefur orðið síðustu tvær vertíðir, en útflutningsverðmæti afurðarinnar á hverju ári nemur allt að 30 milljörðum króna. Útgerðar- menn segja að mælingar Hafrann- sóknastofnunar á ungloðnustofnin- um gefi tilefni til bjartsýni, þrátt fyrir að ekki hafi verið mælt með úthlutun aflamarks að þessu sinni. „Fregnir af andláti loðnustofnsins eru stórlega ýktar,“ segir Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað, sem á tæplega 19 prósent af af lamarki loðnu. Gunnþór bendir á ungloðnu- mæling Hafró hafi verið sú næstbesta í undanfarin 30 ár. „Við höfum því þá vísbendingu um að loðnustofninn sé sannarlega sterkur, hún er þarna og næsta verk- efni er að staðfesta það í samstarfi við vísindamennina. Ég er bjartsýnn á að vertíðin verði að veruleika,“ segir hann, en stofnmæling ungloðnu Hafró hljóðaði upp á 746 þúsund tonn. Gunnþór bendir jafnframt á að ungloðnumælingin síðasta haust hafi bent til þess að aflamarks úthlutun fyrir veiðistofn þessa árs hefði átt að verða um 170 þúsund tonn. Stefán Friðriksson, framkvæmda- stjóri Ísfélags Vestmannaeyja, tekur í svipaðan streng. Hann bendir á að sökum veðurfars á miðunum og mik- illar útbreiðslu hafíss hafi ekki verið mögulegt að kanna allt svæðið sem til stóð í rannsóknarferð Árna Frið- rikssonar í september: „Það er full ástæða til að gera sér góðar vonir um að janúarmælingin verði betri, í ljósi þess að mikið af hafís hindraði rann- sóknirnar í september. Þar að auki var veður slæmt,“ en næsta loðnu- rannsóknarferð Hafró er fyrirhuguð 15. janúar næstkomandi. Ísfélagið á um 20 prósent af afla- marki loðnu. Stefán bendir jafn- framt á að ekki sé endilega hyggilegt að flýta næsta loðnuleiðangri Haf- rannsóknastofnunar, þar sem best sé að finna loðnuna þegar hún hefur göngu í janúar. Sigurgeir Brynjar Kristleifsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, segir að ekki séu öll kurl loðnuleitarinnar komin til grafar enn. Ekki sé ástæða til að örvænta enn sem komið er: „Ungloðnan var einnig sterk í fyrra þannig að ég á ekki von á öðru en að hún eigi eftir að skila sér í janúarmælingunni. Það jákvæða er auðvitað að við erum að sjá þessa stóru árganga koma aftur inn, um það verður ekki villst,“ segir hann og bætir við: „Það var mikill ís á svæðinu þar sem þeir bjuggust við að finna loðnuna. Loðnan er þarna og við munum finna hana.“ thg@frettabladid.is ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI Sigrún Birna Steinarsdóttir landfræðinemi var kjörin for- maður Ungra Vinstri grænna á landsfundi sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Í ályktun segir UVG tímabært að ungt fólk fái raunverulegt sæti við borðið og ekki sé komið fram við það „eins og skrautmuni sem gott er að auglýsa á tyllidögum“. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur braut reglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugar- dalsvöll til að knúsa leikmenn íslenska lands- liðsins eftir leik þeirra gegn Rúm- enum. Þorgrímur, sem smitaðist af COVID-19 og setti tólf starfsmenn KSÍ í sóttkví, var hvorki á leik- skýrslu í leiknum gegn Rúmenum né Dönum og mátti því ekki stíga inn á völlinn. Fyrir vikið var var þjálfarateymið í sóttkví gegn Belgum. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi ráðherra fékk fjölmörg óvænt símtöl í vikunni þegar hlustendur Útvarps Sögu voru hvattir til að hringja í símanúmerið hans og biðja hann um að skrifa undir áskorun til að samþykkja nýju stjórnarskrána. Þrátt fyrir að símanúmerið hafi verið birt fyrir slysni styður Össur verkefnið heils hugar. 2.823 sæta nú sóttkví á Íslandi. 5 helsingjar með senditæki á hálsinum eru flognir til vetrar- stöðvanna í Skotlandi. 16.000 krónur er meðalverð á þriggja rétta máltíð fyrir tvo í Reykjavík. 23.500 laxar veiddust á stöng í sumar, margir oftar en einu sinni. 43 verslanir, minnst, í miðbænum byggja afkomu sína að lang- mestu leyti á ferðamönnum. TÖLUR VIKUNNAR 11.10.2020 TIL 17.10.2020 Þrjú í fréttum Nýr formaður, reglubrot og skakkt númer Útgerðarmenn fullyrða að loðnustofninn sé enn sterkur Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi ekki séð sér fært að mæla með loðnuveiðum á yfirstandandi vertíð telja útgerðarmenn að loðna muni finnast í næsta rannsóknarleiðangri í janúar. Mæling sýnir stofnstærð ungloðnu sem þá næststærstu frá 1980. Fréttir af andláti loðnustofnsins sagðar mjög ýktar. Útgerðarmenn fullyrða að loðnuveiðar séu að komast í gang eftir loðnubrest síðustu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Fregnir af andláti loðnustofnsins eru stórlega ýktar. Gunnþór Ing- varsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað Loðnan er þarna og við munum finna hana. Sigurgeir Brynjar Kristleifsson, framkvæmda- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.