Fréttablaðið - 17.10.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 17.10.2020, Síða 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það er því ekki hlaupið að því að skipta út þrautreyndri stjórnarskrá fyrir nýja. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Undanfarið hefur staðið yfir undirskrifta-söfnun þeirra sem krefjast þess að lýðveld-inu verði sett ný stjórnarskrá. Er í því sam-bandi vísað til niðurstöðu stjórnlagaráðs frá árinu 2011 sem lagði til nýja stjórnarskrá með 114 greinum og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012. Margt af þeim atriðum sem fjallað er um í tillögu stjórnlagaráðs er til bóta. Nefna má auðlindaákvæði, náttúruvernd og jafnt atkvæðavægi óháð búsetu. Allt frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur hópur fólks krafist þess að Alþingi lögfesti hina nýju stjórnarskrá. Þetta fólk ber hag lands og þjóðar fyrir brjósti og í stórum dráttum er virðingarvert hversu einarðlega það hefur háð sína baráttu. Þó verður að minnast þess að þjóðaratkvæðagreiðsl- an var ráðgefandi og kjörsókn var minni en æskilegt hefði verið. Engu að síður var vilji þeirra sem í henni tóku þátt leiddur fram. Þá leiðir nýleg könnun í ljós að tæplega 60 prósent þátttakenda segja mjög mikilvægt eða frekar mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. Þarna hefði þurft að spyrja skýrar því leiða má að því rök að „ný stjórnarskrá“ geti haft mismunandi þýðingu í huga svarenda. Er það ný stjórnarskrá í heilu líki eða úrbætur á þeirri sem dugað hefur vel? Í rökum þeim sem færð hafa verið fram fyrir þörfinni á nýrri stjórnarskrá hefur meðal annars því verið teflt fram að gildandi stjórnarskrá sé aðlögun á þeirri dönsku og hún sé gömul og úr sér gengin. Það er ekki alls kostar rétt. Gildandi stjórnarskrá hefur margsinnis verið breytt og aukið við hana eins og sést þegar lög númer 33 frá 1944 eru skoðuð á vef Alþingis. Stjórnarskrá er æðst réttarheimilda og þarf að hvíla á traustum grunni. Flest ákvæði hennar hafa verið marg- prófuð fyrir æðsta dómstóli landsins og hafa ítrekað fengið ítarlega umfjöllun og túlkun dómstóla. Það er því ekki hlaupið að því að skipta út þrautreyndri stjórnar- skrá fyrir nýja. Því getur fylgt réttaróvissa sem óráðlegt er að stofna til og langdregið getur verið að greiða úr. En henni má breyta eins og gert hefur verið. Lagfæra brýn atriði eins og dæmin sanna og færa til aðstæðna sem áður voru óþekktar en skipta nú miklu máli. Auð- lindaákvæði, umhverfisvernd og jafn atkvæðisréttur eru til dæmis um það. Katrín Jakobsdóttir skrifar í nýlegri grein sem birtist í Fréttablaðinu að það sé hennar sannfæring að Alþingi skuldi samfélaginu að ljúka vinnu við stjórnarskrár- breytingar og að hún hyggist sem þingmaður leggja fram frumvarp til breytinga á tveimur ákvæðum hennar undir lok kjörtímabilsins. Annars vegar ákvæði um auð- lindir og hins vegar um náttúru- og umhverfisnefnd. Þó óvitað sé um hvert inntak þessara breytinga verður er þetta er skynsamleg nálgun hjá Katrínu og fagnaðarefni að stjórnarskránni sé sýnd sú virðing að breyta og lagfæra hana í skrefum, fremur en með umbyltingu. Ísland þarf ekki nýja stjórnarskrá en henni þarf að breyta í tilteknum og afmörkuðum atriðum. Það er brýnt að auk þeirra þátta sem forsætisráðherra nefnir verði tekið á misvægi atkvæða. Stjórnarskrá Síðastliðinn þriðjudag voru Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt. Eins og lífið sjálft um þessar mundir var verðlaunaafhendingin látlausari en venja er. Vegna heimsfaraldursins voru úrslitin ekki tilkynnt með pompi og prakt við hátíð- lega athöfn heldur tók höfundurinn við verðlauna- skjali og blómvendi í kyrrþey við Tjörnina í félags- skap styttu skáldsins Tómasar Guðmundssonar. Sama dag átti pabbi minn stórafmæli. Hátíðahöldin urðu með öðru sniði en óprúttin afkvæmi hans höfðu áformað; við hugðumst gera okkur mat úr tímamót- unum – bókstaflega – og láta þann gamla splæsa í fínt út að borða fyrir hjörðina. Pabbi slapp. Þegar ég hringdi í hann úr sóttkví í London til að óska honum til hamingju var hann nýkominn úr bíltúr og hugðist gæða sér á eggjum, beikoni og bökuðum baunum og það í kvöldverð. Tilveran er öll önnur en við eigum að venjast. Hátíðarstundir eru lágstemmdar. Stóru andartök- unum er slegið á frest. Ég á frænku sem hefur frestað brúðkaupinu sínu tvisvar. Aðra sem blés af fermingar- veisluna. Sjálf sit ég í London með splunkunýtt þriggja mánaða barn, heitt á könnunni en enga ættingja sem geta komið að skoða það. Að jarða drauma sína Verðlaunahafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guð- mundssonar árið 2020 er Ragnheiður Lárusdóttir. Ragnheiður er fædd árið 1961. Hún hefur kennt íslensku og ljóðlist um áratugaskeið. „Það er dásamleg og merkileg lífsreynsla þegar draumar rætast,“ sagði Ragnheiður í tilefni verðlaunanna. Ragnheiður hefur skrifað ljóð í leyni frá því að hún var barn. „Ég jarðaði ljóðin mín,“ sagði Ragnheiður. „Ég er viss um að það er til fullt af svona krökkum og fullorðnu fólki sem reynir dag hvern að jarða drauma sína, því vil ég segja við alla krakka á öllum aldri: Ekki gera drauma þína að lífsleyndarmáli og ekki jarða drauminn þinn, leyfðu honum að lifa og vaxa, annars grefurðu þína eigin gröf.“ Það fennir yfir drauma í kófinu. Í vikunni mátti lesa fréttir af óvissu tónlistarfólks um hvort hægt verði að halda jólatónleika í ár. Söngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á Jólagestum Björgvins. Afleiðingar samkomubanns eru ekki síður miklar fyrir annan hóp listamanna. Rithöfundar verða seint þekktir fyrir úthverfu. Þeir koma þó margir út úr skelinni í aðdraganda jóla til að kynna afrakstur oft margra ára vinnu með upplestrum á bókakvöldum. Ljóðabókin 1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárus- dóttur, handhafa Tómasarverðlaunanna 2020, er mér ekki alveg óviðkomandi, en ég sat í dómnefnd verð- launanna. Í verkinu segir frá prestsdóttur að vestan, vegferð hennar um torfarnar heiðar jafnt sem lífsins rangala. Bókin samanstendur af tærum hversdags- myndum sem í fyrstu virðast léttvægar; hálfdauðar flugur í gluggakistu kirkjunnar; póstskorturinn sem skellur á þegar ófært er yfir heiðina. En þegar líða tekur á verkið verður lesanda ljóst að það er einmitt í þessum léttvægu stundum sem lífið liggur og örlögin ráðast. Eða eins og segir í umsögn dómnefndar: „Það fellur að og fjarar út, bönd verða til og þau slitna, draumar rætast og vonir bresta, allt yfir kaffibolla, nýveiddum silungi og Andrésblöðum.“ Hömlurnar á tilverunni nú um stundir varpa ljósi á stórfengleika hins smáa og áhrifamátt hversdagsleik- ans. En eins og hin nýkrýnda skáldkona bendir jafn- framt á megum við ekki missa sjónar á draumunum. Mikilvægi þess að lesa bækur er á allra vitorði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Nú er við gerum okkur að góðu hið smáa – blóm- vönd og bakaðar baunir – er rétt að hvetja þá sem tök hafa á til þess að styðja við stóra drauma. Því til að bókmenning þrífist þarf fólk ekki aðeins að lesa bækur, það þarf að kaupa bækur. Blómvöndur og bakaðar baunir Styrkirnir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt eru veittir styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2020 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á islit.is Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrki 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.