Fréttablaðið - 17.10.2020, Side 18

Fréttablaðið - 17.10.2020, Side 18
Eva Laufey segir einfald-leikann lykilatriði þegar kemur að bakstri með börnum, en hvetur fólk til að leyfa börnunum að njóta sín og fara sínar eigin leiðir. „Við bökum almennt mjög mikið saman en í kórónafaraldr- inum höfum við gefið í, erum meira heima og okkur finnst mjög gott að fá okkur kökur. Ég tók eftir því að fólk var að sækja mun meira í bakstursuppskriftir á vefsíðunni minni og mér datt í hug að baka með fylgjendum mínum í beinni á Instagram í fyrstu bylgjunni og það tókst ótrúlega vel,“ segir Eva Laufey, en dætur hennar Ingibjörg Rósa og Kristín Rannveig eru báðar liðtækar í eldhúsinu þrátt fyrir ungan aldur. Eva Laufey gaf fyrir fram upp hráefnin sem þær mæðgur ætluðu að nota í baksturinn svo aðrir þátt- takendur gætu undirbúið sig, en hvað ætti að baka kom bara í ljós þegar hafist var handa. „Móttökurnar voru frábærar enda er fátt skemmtilegra en að baka með börnum.“ Eva Laufey hafði bakað í beinni í fyrstu bylgju faraldursins og fannst tilvalið að endurtaka leikinn nú í þeirri þriðju. „Nú þegar við erum aftur komin á þann stað að vera meira heima.“ Um síðustu helgi bökuðu þær mæðgur pönnukökur í beinni og hafa nú um 15 þúsund manns séð baksturs-upptökuna og voru fylgj- endur duglegir að senda inn eigin myndir. „Það var þvílíkt gaman að fá myndir af snillingum sem bökuðu með okkur. Bakstur er svo mikil snilld, fyrir bæði börn og fullorðna. Þetta er eitthvað sem ég kem klár- lega til með að gera aftur og aftur, ég og stelpurnar mínar höfum mjög gaman af þessu.“ Fékk stundum fyrir hjartað Eins og fyrr segir er aðstoðarkona Evu, Ingibjörg Rósa, í yngri kant- inum og ýmislegt getur komið upp á í beinni útsendingu. „Þetta er auðvitað í beinni og það getur verið svolítið fjör, Ingibjörg Rósa mín byrjaði til dæmis að þylja upp ættartréð og ég fékk stundum smávegis fyrir hjartað því ég veit aldrei hvað þeim dettur í hug að segja og ég get þá ekkert gert fyrst við erum í beinni – en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ segir Eva og hlær. Þar sem fram undan er enn ein helgin sem fjölskyldan ver saman heima í samkomubanni er um að gera að finna eitthvað skemmtilegt að gera, eins og til dæmis að baka! „Þessar uppskriftir eru tilvaldar til þess að baka með börnunum ykkar, þær eru fremur einfaldar og það er lykillinn að bakstri með börnum að mínu mati, að hafa baksturinn ekki of f lókinn og ekki of mörg hráefni. Það getur verið gott að vera búin að mæla hráefnin áður og setja í skálar, þá eru færri skref í bakstrin- um, en þolinmæðin ræður stundum ekki við of mörg stig í bakstri, eins og gengur og gerist, bæði hjá börn- um og fullorðnum. Svo er aðalmálið auðvitað að hafa gaman af þessu og njóta þess á meðan. Leyfa börnunum að njóta sín og fara sínar leiðir, þó það kosti aðeins meiri frágang þá er það vel þess virði. Hér eru uppskriftir sem eru einfaldar og góðar og börn eru algjörir snillingar í að leika þær eftir.“ Bakað með börnunum Eva Laufey Kjaran hefur í samkomubanni tekið upp á því að stytta ungum fylgjend- um sínum stundirnar ásamt sex ára dóttur sinni, Ingibjörgu Rósu. Þær hafa bakað með fylgjendum Evu í beinni á Instagram og hafa mæðgurnar slegið rækilega í gegn. Eva Laufey viðurkennir að hafa stundum fengið fyrir hjartað í beinni ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Rósu, enda viti hún aldrei hvað henni detti í hug að segja og til að mynda hafi hún farið að þylja upp ættartré sitt. MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Döðlukaka með karamellusósu 5 msk. sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 100 g ristaðar kasjúhnetur 210 g döðlur 1 tsk. matarsódi ½ tsk. kanill ½ salt 1 tsk. vanilludropar eða -sykur 1½ tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki fara heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mis- tökum nokkrum sinnum). Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli. Setjið þurrefnin saman við ásamt vanillu. Þeytið í smástund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum ásamt ristuðum kasjúhnetum. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur. Hitið öll sósuhráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum, eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1½ dl rjómi 120 g púðursykur Berið kökuna fram með rjóma eða ís... eða hvorutveggja! Amerískar pönnukökur 2 egg 5 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft Salt á hnífsoddi 3 msk. brætt smjör 3 dl hrein AB-mjólk 3 – 4 dl mjólk 1 tsk. vanillusykur eða -dropar 1 msk. sykur Bræðið smjör á pönnu, setjið öll hráefnin í skál og hellið smjörinu saman við. Hrærið vel í deiginu og ef ykkur finnst það of þykkt þá bætið þið meiri mjólk saman við. Þegar deigið er orðið slétt og silki- mjúkt er það tilbúið. Á þessu stigi má gjarnan bæta út í deigið öllu því sem hugurinn girnist til dæmis bláberjum, súkkulaði- bitum eða öðru góðgæti. Hitið smjör á pönnu og steikið pönnukökurnar á báðum hliðum þar til þær verða gullinbrúnar. Dúnmjúkar súkkulaðismákökur 140 g púðursykur 200 g sykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk. vanilludropar eða sykur 375 g hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi Salt á hnífsoddi 150 g rjómasúkkulaðidropar 150 g suðusúkkulaðidropar Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Blandið þurrefnum og van- illu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum að minnsta kosti einu sinni. Í lokin blandið þið súkku- laðinu saman við. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna) Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofn- plötu. Bakið við 180°C í 12 mínútur. Kökurnar eru fremur mjúkar eftir þann tíma og því gott að leyfa þeim að kólna á plötunni í rólegheitum. Berið strax fram og njótið! 1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.