Fréttablaðið - 17.10.2020, Side 39
Sótt er um öll störfin á vefsíðu Póstsins, posturinn.is/atvinna og þar eru einnig
nánari upplýsingar. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf með
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Pósturinn er með Jafnlaunavottun og samfélagsleg ábyrgð skiptir okkur miklu máli.
Markþjálfi tekur þátt í að móta og byggja upp markþjálfunarkerfi Póstsins. Hann sér um framkvæmd markþjálfunarsamtala
og vinnur með mannauðsteyminu að persónulegri leiðtogaþjálfun stjórnenda í samræmi við þarfir hvers og eins. Markþjálfi
sinnir alhliða mannauðsþjónustu þvert á öll svið félagsins í samræmi við mannauðsstefnu ásamt því að koma að mótun
fyrirtækjamenningar Póstsins þar sem einkunnarorðin eru: Engin meðvirkni – Frumkvæði og ábyrgð – Hvatning og gleði.
Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2020.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að finna á posturinn.is/atvinna og hjá Sigríði Indriðadóttur, mannauðsstjóra
í netfanginu sigriduri@postur.is.
Pakkaðu mér
saman hvað þetta
er spennandi!
Við leitum að kraftmiklum einstaklingum í spennandi störf. Hjá okkur starfar
lausnamiðað keppnisfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum
um öflugar og hraðar dreifingarlausnir sem standast kröfur viðskiptavinarins.
Markþjálfi í mannauðsteymi
Söluteymi Póstsins leitar að öflugum söluráðgjafa sem hefur brennandi áhuga á netverslun og veflausnum. Við leitum að
aðila sem á auðvelt með að sýna frumkvæði, hefur ríka þjónustulund og jákvætt viðmót. Helstu verkefni felast í sölu og
ráðgjöf til viðskiptavina Póstsins, samninga- og tilboðsgerð, greiningu á þörfum viðskiptavina og frumkvæði í öflun nýrra
viðskiptasambanda.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2020.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að finna á posturinn.is/atvinna og hjá Elvari Bjarka Helgasyni, forstöðumanni
söludeildar í netfanginu elvarh@postur.is.
Söluráðgjafi með áhuga á netverslun og veflausnum
Gæða- og upplýsingaöryggistjóri ber ábyrgð á gæðastefnu og rekstri gæðastjórnunarkerfis ásamt því að sjá um viðhald og
þróun upplýsingaöryggiskerfis. Hann sér um rekstur og uppfærslu gæðahandbókar, ber ábyrgð á innri og ytri úttektum og
sér um fræðslu til starfsfólks.
Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2020.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að finna á posturinn.is/atvinna og hjá Héðni Gunnarssyni, forstöðumanni umbóta
og þróunar í netfanginu hedinng@postur.is.
Gæða- og upplýsingaöryggisstjóri
Pósturinn leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi til starfa sem þjónustufulltrúi hjá Þjónustuveri Póstsins.
Þjónustufulltrúi tekur á móti símtölum og sinnir netsamtali ásamt því að veita almennar upplýsingar og ráðgjöf. Hann
meðhöndlar ábendingar frá viðskiptavinum og sinnir öðrum tilfallandi verkefnum.
Umsóknarfrestur er til og með 20.október 2020.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að finna á posturinn.is/atvinna og hjá Lilju Gísladóttur, þjónustustjóra
í netfanginu liljag@postur.is.
Þjónustufulltrúi á Akureyri