Fréttablaðið - 17.10.2020, Side 70
Skrýtlur
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
425
„Jæja þá, tvær nýjar sudoku
gátur,“ sagði Kata glottandi.
„Nú er ég orðin svo góð í að
leysa sudoku gátur að við
skulum koma í kapp um hver
verður fyrstur til að leysa
þær,“ bætti hún við. „Allt í
lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“
Lísaloppa var líka góð í að
leysa sudoku gátur svo hún
var alveg til í keppni. „Við
glímum öll við þær báðar
og þá kemur í ljós hversu
klár þú ert orðin,“ sagði hún.
„En ég vara ykkur við, ég er
orðin mjög klár,“ sagði Kata
montin. “Við getum byrjað
á þessari léttari,“ sagði
Lísaloppa. „Þeirri léttari
fyrst,“ sagði Kata hneyksluð.
„Ekki ég, ég byrja á þeirri
erfiðari fyrst,“ sagði hún og
glotti. „Ég yrði fljótari en þið
bæði til samans þótt þær
væru báðar þungar.“ Kata var
orðin ansi klár. En skildi hún
vera svona klár?
Heldur
þú
að þú g
etir ley
st
þessar
sudoku
gátur h
raðar e
n
Kata?
?
?
?
Dregið var nýlega úr réttum lausn-
um í Ratleik Hafnarfjarðar 2020 og
í f lokknum Göngugarpur Hafnar-
fjarðar 2020 var Elísa Björt Ágústs-
dóttir, tólf ára, sigurvegari.
Hverju ertu stoltust af, Elísa Björt,
þegar þú hugsar um göngugarps
titilinn? Að hafa náð að klára átján
pósta þetta sumar.
Hvað fékkstu í verðlaun? Ég fékk
svart 66°Norður-vesti.
Er leikurinn bundinn við einn
dag, eða f leiri? Hann er í gangi allt
sumarið og getur tekið marga daga.
Voru margir á þínum aldri? Maður
veit aldrei hverjir taka þátt því fólk
fer þegar það vill og getur. Ég fór
alltaf með fjölskyldunni minni og
við hittum ekki neina krakka á leið-
inni en ég er viss um að sumir fara
með foreldrum sínum eins og ég.
Hefur þú tekið þátt áður? Já, þetta
var í fjórða skipti sem ég tek þátt.
Af hverju byrjaðir þú? Mér finnst
þetta góð og skemmtileg útivera
með fjölskyldunni.
Er alltaf fundin ný og ný leið?
Það eru merktir staðir sem þarf að
finna, með hjálp frá landakorti, nýir
á hverju ári og það er gaman að sjá
nýja, f lotta staði sem maður vissi
ekki af.
Hefur þú einhvern tíma villst af
leið? Ekki beint villst en stundum
hef ég ekki fundið staðsetninguna
sem er merkt á skiltinu, þá hef ég
þurft að labba aftur annan dag.
Hefur þú lent í ævintýrum? Ekki
beint ævintýrum en þegar við
vorum að leita að einu skilti gengum
við yfir mikið og hvasst hraun og ég
datt í hrauninu, þá kom hundurinn
minn hlaupandi til að bjarga mér.
Það var skemmtilegt.
Ertu vön göngum – þó enginn rat
leikur sé? Ég fer stundum með fjöl-
skyldunni og hundinum mínum í
fjallgöngur eða að labba einhvers
staðar í náttúrunni. Systir mín gekk
kringum landið í fyrrasumar og
fjölskyldan er vön að ganga mikið.
Hvað finnst þér best við göngur?
Maður fær frískt loft og fær líka að
sjá nýja og flotta staði.
Hefur þú alltaf átt heima í Hafnar
firði? Nei, ég átti einu sinni heima í
Noregi rétt hjá Osló í fimm ár.
Hver eru helstu áhugamálin þín?
Mér finnst gaman í handbolta, fót-
bolta og að syngja og leika við vini.
Hvað langar þig helst að verða
þegar þú verður stór? Atvinnu-
maður í handbolta.
Hundurinn
kom að bjarga mér
Göngugarpurinn Elísa Björt hefur fengið að kynnast hafnfirska hrauninu.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SYSTIR MÍN GEKK
KRINGUM LANDIÐ Í
FYRRASUMAR OG FJÖLSKYLDAN
ER VÖN AÐ GANGA MIKIÐ.
Konan við manninn: Læknir-
inn er kominn.
Maðurinn: Ég vil ekki hitta
hann, segðu honum að ég sé
veikur!
Maður fór til læknis og sagðist
eiga við vandamál að stríða.
Læknirinn: Hvert er vanda-
málið?
Maðurinn: Jú, sjáðu til, ég þarf
alltaf að kúka klukkan átta á
morgnana.
Læknirinn: Er það eitthvert
vandamál?
Maðurinn: Já, ég vakna aldrei
fyrr en klukkan níu!
Í réttarsal:
Dómarinn: Ertu sek?
Sakborningurinn: Nei, herra
dómari.
Dómarinn: Hefurðu stolið
einhverju áður?
Sakborningurinn: Nei, þetta
var í fyrsta skipti.
Daman við kærastann: Það er
svo góð lykt af þér í dag.
Kærastinn: Já, ég fór í hreina
sokka!
Upphaf Rómaborgar
Vissir þú að…..
… Það voru tveir bræður
sem sagan segir að hafi
stofnað Rómaborg?
…Þeir hétu Rómulus og
Remus?
…Þetta var árið 753 fyrir
Krists burð?
…Móðir þeirra var prins-
essan Rhea Silvi?
…Faðir þeirra var stríðs-
guðinn Mars?
…Þeim var hent í ána Tíber
en flutu að bakka?
…Mars sendi þeim úlfynju
til bjargar sem ól þá upp?
…Þeir stofnuðu borg við
árbakkann?
…Þeir börðust um að ráða
yfir borginni?
…Það var Rómúlus sem
sigraði og varð konungur?
1 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR