Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7DV 30. OKTÓBER 2020 Róbert og fjölskylda búa í 400 fm einbýlishúsi við Tjaldanes í Garðabæ. MYND/AÐSEND un á fasteignaverði í London árið 2020 en að þá fari að hægja á hækkunum. Þess má geta að 2,5% af kaupverði fast- eignar Róberts í London eru um 73 milljónir sem myndu nægja fyrir skuldlausum kaupum á fjögurra herbergja íbúð í Vesturbænum. Þó segir Financial Times að dregið hafi úr kaupum erlendra aðila á dýrum fasteignum í borginni, svo kannski er þetta hárréttur tími til slíkra viðskipta. Athafnamaður og virkur í viðskiptum til lengri tíma Róbert Wessman var áður for- stjóri Actavis og var virkur í viðskiptalífinu með Björgólfi Thor Björgólfssyni þar til slitnaði upp úr því viðskipta- sambandi og Róbert stofnaði Alvogen. Samkvæmt heimasíðu fyrir- tækisins Alvogen og dóttur- fyrirtækja þeirra eru fyrir- tækin nú með starfsemi í 34 löndum og þar starfa um tvö þúsund starfsmenn. Það sér- hæfir sig í þróun og fram- leiðslu samheitalyfja, lausa- sölulyfja og líftæknilyfja. Unnusta Róberts er Ksenia Shakhmanova og eignuðust þau son í mars síðastliðnum sem þau skírðu Robert Ace Wessman. Ksenia útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskól- anum í Reykjavík 2018. Róbert er mikill áhugamað- ur um lystisemdir lífsins og keypti vínekru fyrir nokkru þar sem hann og unnusta hans framleiða kampavín, rauðvín og hvítvín undir nafn- inu Wessman no 1. Róbert og Ksenia skáluðu vaflaust fyrir nýja húsinu í kampavíni, enda virðist það hafa verið útpæld og álitleg fjárfesting. n Financial Times spáir 2,5% hækk- un á fast- eignaverði í London árið 2020. Loftmynd af húsinu sýnir vel skipulagða lóð. Húsið er staðsett við Holland Villas Road í Kensing- tonhverfi Lundúnaborgar. Barna og fullorðins Íþróttafatnaður og skór 30% til 70% afsláttur Sundaborg 1 NÆG BÍLASTÆÐI Opnunartími Virka daga 12-18 Laugardaga 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.