Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Aldrei segja
aldrei
Þingmaðurinn Helgi Hrafn Gunnarsson mun ekki
gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu, en er þó
hvergi hættur í pólitík. Hann talar beint frá hjartanu
um starfið, guðlast, einelti sem mölvar menn og
mikilvægi þess að elska börnin sín skilyrðislaust.
V indar haustsins feykja laufblöðum um götur borgarinnar og boða
væntanlegar breytingar. Bráð-
um verður borgin skreytt jóla-
ljósum og árið 2021 nálgast
með ógnarhraða og með því
alþingiskosningarnar næsta
haust. Stjórnmálamenn eru
því í óðaönn að þurrka rykið
af kosningaloforðum sínum
og pressa sparigallana til að
heilla kjósendur á nýju ári.
En ekki Helgi Hrafn Gunn-
arsson, þingmaður Pírata.
Hann hugar heldur að nýjum
og spennandi tækifærum enda
mun hann ekki sækjast eftir
að halda sæti sínu á þingi.
Á flótta í skjálfta
Það er varla hægt að hefja
samtalið öðruvísi en að víkja
að viðbrögðum Helga í síðustu
viku er jarðskjálfti reið yfir
höfuðborgarsvæðið. Helgi
stóð þá í ræðustól á Alþingi
og vakti myndskeið af honum
hlaupa í burtu töluverða lukku
í netheimum.
„Það eru nokkrir fjölmiðla-
menn búnir að spyrja mig:
„Hvernig var þetta?“ Þetta
er til á filmu og hægt að sjá
hvað gerðist þarna. Það þýð-
ir ekkert annað en að hafa
húmor fyrir þessu. Ég held
að fólki finnist bara fyndið að
horfa á fólk bregðast við jarð-
skjálftum. Það var líka gert
grín að Steingrími J. fyrir að
vera sallarólegur og Kötu Jak.
fyrir að rétt svo bregðast við.
Þetta var náttúrulega engin
smásmíði þessi jarðskjálfti.
Það væri áhugavert og fyndið
að sjá viðbrögðin ef það væru
allir landsmenn á myndbandi
að bregðast við. Síðan er að
koma annar, stærri, innan
fárra ára,“ segir Helgi Hrafn,
sem er þeim kosti gæddur að
geta gert grín að sjálfum sér.
Það sást bersýnilega í sjón-
varpsþætti Gísla Marteins
Baldurssonar síðasta föstu-
dagskvöld, þegar Helgi Hrafn
skokkaði án orða í gegnum
upptökuver RÚV meðan á
þættinum stóð.
Farinn en ekki hættur
Helgi Hrafn kveður þing-
störfin á næsta ári en segist
þó ekki vera að hætta á þingi.
„Fólk lítur á það sem ég sé að
hætta, því í venjulegu starfi þá
vinnurðu þar til þú hættir. En
í stjórnmálum ertu að bjóða
þig fram fyrir ákveðið tímabil.
Það þarf ekki breytingu til að
hætta á þingi, það þarf breyt-
ingu til þess að halda áfram.
Ef þú ætlar að ráða þig til
þess að skrifa bók þá myndir
þú ekki segja að þú værir að
hætta sem rithöfundur þegar
bókin er búin. Þú bara kýst
kannski ekki að skrifa nýja.“
Helgi segir að þó að hann
stígi út af þingi sé hann ekki
að stíga út úr stjórnmálum.
„Ég verð áfram í flokknum og
vonandi meira en áður. Það er
ýmislegt í grasrótinni sem ég
hef verið að sinna og langar
að sinna meira, þá sér í lagi
tæknimálum. Ég sé fyrir mér
að gera meira af því.
Þingmennskan, andstætt
því sem margir halda, er mjög
tímafrek og óútreiknanleg.
Það er rosalega erfitt að ráð-
stafa tíma sínum þegar maður
er í þingstörfum, vegna þess
að þú veist aldrei með góðum
fyrirvara hvað þú þarft að
gera,“ segir Helgi, en hann er
sjálfmenntaður forritari.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Helgi segir skilið við
þingstörfin. Hann bauð sig
ekki fram í kosningunum 2016
og hefur því aldrei setið á Al-
þingi tvö kjörtímabil í röð.
„2016 var afskaplega ham-
ingjusamt ár. Svo náttúrulega
komu strax aftur kosningar
og þá ákvað ég að bjóða mig
aftur fram. Þá taldi ég mig
vera búinn að fá minn skerf af
borgaralega lífinu aftur. En
svo hef ég bara dauðsaknað
þess líka. Það er svo fínt að
vera bara óbreyttur borgari.“
Ekki þarf þetta þó að þýða
að Helgi sé farinn af Alþingi
fyrir fullt og allt. „Aldrei
segja aldrei,“ segir hann og
bendir á að hann hafi ekki lagt
í vana sinn að gera áform í lífi
sínu mörg ár fram í tímann.
Forritun sem afslöppun
Helgi Hrafn hefur verið í
sjálfboðastarfi í tæknimálum
hjá Pírötum um nokkurt skeið.
„Ég forrita til að slappa af.
Ég byrjaði að forrita þegar ég
var barn. Ellefu eða tólf ára.
Ég byrjaði þegar pabbi byrjaði
að kenna mér forritun. For-
ritun er rosalega náttúruleg
fyrir mér. Það er allt annað,
held ég, að læra eitthvað svona
ungur vegna þess að þá verður
það bara hluti af því hvernig
þú skilur heiminn, frekar en
eitthvað sem þú tileinkar þér
eftir á. Nákvæmlega eins og
að læra tungumál. Það er ekk-
ert mál fyrir mig að tala ensku
því ég lærði hana svo ungur,
það er mun erfiðara fyrir mig
að tala spænsku því ég var
eldri þegar ég lærði hana.“
Þó svo að Helgi hafi tilkynnt
að hann ætli ekki að halda
áfram á Alþingi, segir hann
vel hægt að nýta það ár sem
hann á þar eftir. Hins vegar
taldi hann rétt að tilkynna um
þessa ákvörðun sína tímalega
svo aðrir í flokknum hefðu
færi á að sækja fram í hans
stað. „Það er svo mikilvægt að
við fáum nýtt fólk inn, að við
séum alltaf að endurnýjast.“
Stjórnarskráin og
forréttindablinda
Á komandi ári eru mörg mál-
efni sem hann væri til í að
sjá komast áfram á þingi, en
þó verður róðurinn harður
þar sem þeir ófyrirsjáanlegu
tímar sem nú ríkja vegna
kórónuveirunnar kalla á að Al-
þingi vinni að stóra samheng-
inu, frekar en því smærra.
„Málefni sem ég vildi sjá
eitthvað komast áfram er
auðvitað stjórnarskráin. Ég
myndi líka vilja sjá opna
nefndafundi, sér í lagi fyrir
fjölmiðla. Slíkt er gert til
dæmis á Nýja-Sjálandi og þar
er það engan veginn umdeilt.“
Varðandi málefni nýju
stjórnarskrárinnar segir
Helgi þetta vera spurningu
um að Ísland taki afstöðu til
þess hvað við sem þjóð og sem
þjóðríki viljum standa fyrir.
Hver okkar grunngildi eru og
hvað er það sem skiptir okkur
höfuðmáli. Stjórnarskráin
núna sé að mestu komin frá
Dönum. Ísland og Íslendingar
séu uppteknir af því að vera
sjálfstæð, en hugi ekki að því
hvað eigi að gera við þetta
sjálfstæði. Hvað stöndum
við fyrir og hvað föllum við
fyrir?
„Stjórnarskrármálið snýst
að mínu mati um það, að Ís-
land standi fyrir eitthvað.
Einhver yfirlýsing um hvað
lýðveldið Ísland vill vera. Það
til dæmis að við sitjum öll
við sama borð, að við viljum
hafa jafnt samfélag og það sé
okkur mikilvægt.“
Íslendingar hafi aldrei þurft
að berjast af hörku fyrir þeim
mannréttindum sem við höld-
um í heiðri. Við höfum fengið
mannréttindaákvæðin okkar
að utan, á grundvelli baráttu
sem var háð í öðrum löndum.
Því vanti ákveðinn skilning
og virðingu fyrir þessum
réttindum sem við höfum og
tilhneigingin sé sú að reyna
fremur að skýra mannrétt-
indaákvæði út frá lagalegum
sjónarmiðum fremur en hug-
myndafræðilegum. Ísland sé
haldið ákveðinni forréttinda-
blindu.
„Forréttindablinda er víða.
Þetta frjálslynda lýðræðis-
kerfi. Þetta kom fyrir Ísland
en ekki frá Íslandi. Það er
í sjálfu sér ekki gagnrýni á
Ísland, það þýðir bara að við
ættum að huga aðeins betur
að því af hverju við erum lýð-
ræði. Af hverju höfum við
tjáningarfrelsi? Af hverju
viljum við réttarríki? Hvað er
gott við það? Það sem við höf-
um unnið okkur til frægðar
er sjálfstæðið frá Danmörku
og við erum svo föst í því að
við þurfum að verja það með
kjafti og klóm, eins og það sé
einhver hætta á því að Danir
taki aftur yfir Ísland. Það er
engin hætta á því. Við erum
Helgi hlakkar
til að verða
óbreyttur
borgari að
nýju.
MYND/
SIGTRYGGUR ARI
30. OKTÓBER 2020 DV
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is